Erlent

Al-Shabaab segja árásarmanninn ekki tengjast sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hann er ekki einn af okkur, en við erum ánægðir með framtak hans, segir talsmaður Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna í Sómalíu, um manninn sem réðst á Kurt Westergaard á föstudaginn.

Árásarmaðurinn var frá Sómalíu. Hann réðst á Westergaard vopnaður hníf og exi. Westergaard náði hins vegar að flýja í sérstakt öryggisherbergi í íbúð sinni.

Í samtali við danska blaðið Politiken þvertekur talsmaður Al-Shabaab fyrir það að árásarmaðurinn eigi aðild að hryðjuverkasamtökunum. Samtökin hafi hins vegar fullan skilning á því að reynt sé að ráða af dögum manninn sem smánaði Múhameð spámann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×