Fleiri fréttir Kampavín á útsölu Frakkar hafa nú tvöfalda ástæðu fyrir því að skála í kampavíni þegar nýja árið gengur í garð þar í landi. Sú fyrri er auðvitað sú að nýju ári ber að fagna með kampavíni, sérstaklega í heimalandi þessa görótta drykks, og sú síðari er sú að kampavín hefur hríðfallið í verði undanfarið í landinu þar sem framleiðendur reyna að koma til móts við samdrátt í efnahagslífinu. 31.12.2009 17:00 Fjöldamorð í Finnlandi: Morðinginn framdi sjálfsmorð Lögreglan í Finnlandi fann í dag lík af manni sem talinn er vera sá sem hóf skothríð í matvöruverslun í bænum Esbo. Fimm liggja í valnum eftir manninn, þar á meðal fyrrverandi kona hans. Maðurinn er frá Balkanskaga og var ólöglegur í landinu að sögn lögreglu. Hann fannst í íbúð sinni og virðist hafa framið sjálfsmorð. Fjórir létust í skotárásinni í versluninni og áður hafði maðurinn einnig myrt eiginkonu sína fyrrverandi. 31.12.2009 13:35 Kraftaverk í Colorado Það þykir ganga kraftaverki næst að takast skyldi að bjarga lífi móður og sveinbarns, sem hún var að fæða, á aðfangadagskvöld í Colorado Springs í Colorado, eftir að móðirin fór í öndunar- og hjartastopp í miðri fæðingu. 30.12.2009 08:28 Berlusconi blóðugur á nýju veggspjaldi Silvio Berlusconi hefur fundið not fyrir fréttamyndir sem teknar voru af honum alblóðugum eftir líkamsárásina fyrr í mánuðinum. 30.12.2009 08:03 Neyðarlínan er fyrir fólk í neyð, punktur Neyðarsímverðir bresku neyðarlínunnar og lögregla þar í landi hafa fengið meira en nóg af fólki sem hringir í neyðarlínuna vegna mála sem teljast í besta falli hlægileg. 30.12.2009 07:25 Kjarreldar eyðilögðu 20 heimili í Ástralíu Miklir kjarreldar geisa nú í vesturhluta Ástralíu og hafa 20 heimili orðið eldunum að bráð auk þess sem fernt hefur slasast af völdum þeirra. 30.12.2009 07:22 Ruddust inn á heimili vopnaðir hríðskotariffli Tveir grímuklæddir menn, vopnaðir hríðskotariffli, réðust með valdi inn á heimili í bænum Hillerød á Norður-Sjálandi. Hundur hjónanna, sem búa á heimilinu, fór að gelta út í garði og þegar maðurinn fór út til að sjá hverju sætti var hann sparkaður niður. 30.12.2009 07:21 Bretland snævi þakið um áramótin Bretar eru ekki lausir við fannfergi og ófærð. Mikil snjókoma er nú víða um landið og hefur breska veðurstofan gefið út aðvaranir fyrir marga landshluta. 30.12.2009 07:17 Fimmtungur Breta heima í fríinu Breskir ferðamálafrömuðir sjá fram á að fimmti hver Breti verji frídögum ársins 2010 heima hjá sér en það eru tvöfalt fleiri en sátu heima á þessu ári. 30.12.2009 07:15 Kínverjar segja fordæmingu út í hött Kínversk stjórnvöld telja það út í hött að Bretar fordæmi aftöku Akmals Shaikh sem fram fór í fyrrinótt. Glæpur mannsins hafi verið alvarlegur enda sé misnotkun ópíums og tengdra lyfja samofin sögu Kínverja og hafi valdið þeim miklum búsifjum á fyrri hluta 20. aldar. 30.12.2009 07:13 Segir eftirlitsmenn hafa gert mistök Mistök eftirlitsmanna og öryggiskerfi sem brást eru orsakir þess að Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab komst um borð í farþegaþotu með sprengju sem hæglega hefði getað sprengt gat á skrokk flugvélarinnar hefði hún sprungið. 30.12.2009 07:12 Sendinefnd kannar dráp á ungmennum Grunur leikur á að hermenn hafi drepið tíu óbreytta borgara, þar af átta námsmenn, í austurhluta Afganistans á sunnudag. Fulltrúi NATO segir fyrstu fregnir herma að níu uppreisnarmenn hafi verið drepnir. Stjórnarnefnd rannsakar málið. 30.12.2009 06:00 Biðja um aðstoð í baráttunni gegn al-Kaída Utanríkisráðherra Jemen fullyrðir að Jemenar hafi bæði getu og vilja til að takast á við al-Kaída hryðjuverkasamtökin en skorti hjálp frá Vesturlöndum. Hann telur mikilvægt að Vesturlönd setji aukinn kraft í aðstoð sína við heimamenn í landinu. 29.12.2009 16:54 Áhrifamikill þingmaður vill að Bandaríkin ráðist inn í Yemen Haft var eftir bandaríska öldungadeildarþingmanninum og demókratanum Joseph Lieberman á Fox fréttastöðinni, að Bandaríkjamenn ættu að ráðast á Yemen að fyrra bragði. Fyrirsjáanlegt væri að þar yrðu átök. 29.12.2009 12:43 Pútín vill vopnakerfi sem svar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og fyrrum forseti, segir að Rússar þurfi að þróa sérstakt vopnakerfi sem andsvar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna til þess að halda valdajafnvægi við Bandaríkin. Pútín segir að að öðrum kosti séu Bandaríkjamenn í fullkomnu skjóli og geti í raun gert það sem þeim dettur í hug. 29.12.2009 12:08 Prófa niðurgangslyf á sólarströndum Bandarískt lyfjafyrirtæki hyggst bjóða 1.800 sjálfboðaliðum á sólarströnd til að prófa nýtt lyf við niðurgangi. 29.12.2009 07:59 Konunglegt klúður Týndur, skemmdur eða seinn póstur hefur kostað konunglegu bresku póstþjónustuna eina milljón punda á mánuði að meðaltali síðasta árið. 29.12.2009 07:35 Ræningjar ógnuðu fólki með sög Tveir unglingspiltar í Kaupmannahöfn voru handteknir í nótt eftir að þeir gengu um götur borgarinnar og ógnuðu fólki með sög. 29.12.2009 07:34 Birta upptöku af símtali Brooke Mueller Lögreglan í Aspen í Colorado hefur birt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem Brooke Mueller, eiginkona leikarans Charlie Sheen, hringir skelfingu lostin og segir mann sinn hóta sér með hníf á lofti. 29.12.2009 07:31 Kínverjar tóku Shaikh af lífi Bretinn Akmal Shaikh, sem kínverskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir heróínsmygl, var tekinn af lífi klukkan hálfþrjú í nótt að íslenskum tíma, líklegast með byssuskoti í höfuð eins og tíðkast í kínverskum aftökum. 29.12.2009 07:20 Að segja 2010 hjá BBC Innanhússumræður eru nú um það hjá breska ríkisútvarpinu BBC hvernig orða skuli árið 2010 en gert er ráð fyrir því í reglum að samræmi sé meðal allra þeirra, sem tala í hljóðvarp þess eða sjónvarp, um hvernig vísað er til ártalsins. 29.12.2009 07:17 Al Qaeda stóðu að baki sprengjutilraun Hryðjuverkasamtökin al Qaeda hafa lýst á hendur sér tilraun til þess að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp á jóladag í flugi milli Amsterdam og Detroit en nígerískur farþegi um borð í vélinni reyndi að sprengja sprengju sem hann hafði meðferðis en mistókst. Í yfirlýsingu al Qaeda segir að ætlunin hafi verið að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjahers í Yemen og hafi nýrri gerð af sprengju verið beitt sem hafi ekki sprungið vegna tæknilegra mistaka. Þá segir að Bandaríkjamenn megi búast við fleiri árásum. 29.12.2009 07:14 Landnám Ísraela ógnar friðarferli Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. 29.12.2009 01:15 Umbótasinnar myrtir í Teheran Ómögulegt er að fá staðfest hversu margir hafa látist í mótmælunum í Íran, þar sem stjórnvöld hafa takmarkað mjög starf erlendra fréttamanna í landinu. Samkvæmt írönskum ríkisfjölmiðlum létust átta á sunnudaginn en umbótasinnar segja að fimmtán hafi látist. Hundruð manna hafa verið tekin höndum. 29.12.2009 00:30 Finninn fljúgandi gripinn á jóladag Matti Nykanen, fjórfaldur Ólympíumeistari í skíðastökki, er í haldi lögreglu í Finnlandi grunaður um að hafa reynt að drepa konu sína á jóladag. 29.12.2009 00:15 31 kíló af Kókaíni áttu meðal annars að fara til Íslands frá Portúgal Lögreglan í Portúgal handtók tvo menn og haldlagði 31 kíló af kókaíni í Porto í byrjun desember en samkvæmt frétt sem birtist í spænskum fjölmiðlum þá telur lögreglan áreiðanlegt að efninu hafi átt að dreifa á fíkniefnamarkaði á Spáni og Íslandi. 28.12.2009 21:58 Tuttugu fórust í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og tugir slösuðust þegar sjálfsmorðssprengja sprakk í göngu sjía múslima í Karachi í Pakistan í morgun. 28.12.2009 13:53 Benedikt páfi heldur ótrauður áfram Benedikt XVI páfi heimsótti súpueldhús fyrir heimilislausa í gær. Þetta var fyrsta ferð hans út fyrir Vatíkanið eftir að hann varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Páfinn gekk á meðal almennings, heilsaði fólki og kyssti börn. 28.12.2009 11:37 Kínverskt flutningaskip laust úr haldi Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær kínverska flutningaskipinu De Xin Hai ásamt 25 manna áhöfn en skipinu rændu þeir í október þegar það flutti 76.000 tonn af kolum frá Suður-Afríku til Indlands. 28.12.2009 08:53 Fjölga borgaralega klæddum lögreglumönnum Óeinkennisklæddum lögreglumönnum í farþegaflugi verður fjölgað í kjölfar atburðanna sem áttu sér stað í flugi milli Amsterdam og Detroit á jóladag. 28.12.2009 08:41 Fundu leifar hershöfðingja Kínverskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf hins alræmda hershöfðingja Cao Cao sem uppi var á þriðju öld. 28.12.2009 08:34 Skuggalegir skoteldar Tæplega fertugur maður í Greve, rétt utan við Kaupmannahöfn, hefur verið handtekinn fyrir að selja lífshættulega og ólöglega flugelda úr tveimur vörubílum við verslunarmiðstöð þar í bænum. 28.12.2009 08:32 Bretar forðast vask Mikil örtröð varð í breskum verslunum í gær þegar almenningur notaði síðustu daga ársins til að kaupa sjónvörp, þvottavélar og fleiri heimilistæki áður en virðisaukaskattur hækkar úr 15,5 prósentum í 17,5 um áramótin þar í landi. 28.12.2009 08:30 Skálmöld í Teheran Fimm íranskir stjórnarandstæðingar eru nú látnir í mótmælum í Teheran, höfuðborg Írans, að sögn írönsku IRNA-fréttastofunnar. Dauðsföllin eru í rannsókn en talið er að þau séu orsök ólögmætrar valdbeitingar lögreglu. 28.12.2009 08:28 Mótmælendur skotnir til bana Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Meðal hinna látnu var frændi stjórnarandstöðuleiðtogans Mirs Hosseins Mousavi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Tugir særðust og um þrjú hundruð manns voru handteknir í mótmælunum. 28.12.2009 06:00 Mótmælt á Gasa þegar ár er liðið frá innrás Ísraela Sérlegur talsmaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um málefni hernámssvæða Ísraela í Palestínu kallar eftir því að Ísraelar láti af aðgerðum til að einangra Gasa-svæðið. Í tilkynningu fréttaveitu SÞ á Þorláksmessu er 28.12.2009 04:00 Minnast Benazir Bhutto í Pakistan Stuðningsmenn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans minnast hennar í dag þegar tvö ár eru liðin frá því hún var myrt í borginni Rawalpindi. 27.12.2009 09:58 Sprengjuvargur ákærður Umar Farouk Abdulmutallab hefur formlega verið ákærður fyrir að reyna að tortíma farþegaflugvél og farþegum Delta flugfélagsins skömmu fyrir lendingu í Detroit í Bandaríkjunum á jóladag. 27.12.2009 09:46 Frægasti fjársvikari heims datt úr rúminu sínu Alræmdi fjárglæframaðurinn Bernie Maddoff var færður úr fangelsi á spítala eftir að hann rifbeinsbrotnaði, auk þess sem lungu féllu saman. Þá hlaut hann einnig áverka á andliti. 26.12.2009 21:00 Jarðskjálfti fimm árum eftir flóðbylgju Þess er nú minnst víða í Asíu að fimm ár er liðið frá því um 230 þúsund manns fórust í einni mestu flóðbylgju og hamförum í manna minnum. Jarðskjálfti upp á 6,7 á rickter varð undan Malukueyjum í Indónesíu í dag, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða flóðbylgjum vegna hans. 26.12.2009 12:07 Baby P. minnst í Bretlandi Dauða hins sautján mánaða Peter Connelly, oft kallaður Baby P., var minnst í Bretlandi um hátíðarnar en minningarreitur hans var þakinn kveðjum og leikföngum um jólin. Dauði Peters komst í heimsfréttirnar eftir að móðir hans auk stjúpföður urðu honum að bana eftir hrottalegar misþyrmingar. 26.12.2009 10:43 Umbótasinnar og öryggissveitir berjast í Íran Íranskar öryggisveitir og aðgerðarsinnar í stjórnarandstöðu lentu í átökum í miðborg Teheran í dag samkvæmt BBC sem aftur hefur það eftir AFP. Átökin byrjuðu þegar 200-300 manns reyndu að koma saman á Enghelab-torginu í Teheran. 26.12.2009 10:31 Flýðu eldfjall á jólunum Tæplega fimmtíu þúsund íbúar í námunda við eldfjallið Mayon á Filippseyjum hafa eytt jólunum fjarri heimilunum sínum eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að yfirgefa svæðið á aðfangadag. 26.12.2009 10:11 Fimm ár liðin frá flóðunum miklu Þessi er minnst víða í Asíu í dag að fimm ár eru liðin frá flóðunum miklu þegar 230 þúsund manns fórust eftir að jarðskjálfti neðansjávar ollu tsunami víðsvegar um álfuna. 26.12.2009 10:07 Reyndi að kveikja í flugvél með flugeldum Nígeríumaður var handtekinn um borð í flugvél Delta flugfélagsins í gærdag eftir að hann reyndi að kveikja í vélinni með nokkurskonar flugeldum. 26.12.2009 10:02 Sjá næstu 50 fréttir
Kampavín á útsölu Frakkar hafa nú tvöfalda ástæðu fyrir því að skála í kampavíni þegar nýja árið gengur í garð þar í landi. Sú fyrri er auðvitað sú að nýju ári ber að fagna með kampavíni, sérstaklega í heimalandi þessa görótta drykks, og sú síðari er sú að kampavín hefur hríðfallið í verði undanfarið í landinu þar sem framleiðendur reyna að koma til móts við samdrátt í efnahagslífinu. 31.12.2009 17:00
Fjöldamorð í Finnlandi: Morðinginn framdi sjálfsmorð Lögreglan í Finnlandi fann í dag lík af manni sem talinn er vera sá sem hóf skothríð í matvöruverslun í bænum Esbo. Fimm liggja í valnum eftir manninn, þar á meðal fyrrverandi kona hans. Maðurinn er frá Balkanskaga og var ólöglegur í landinu að sögn lögreglu. Hann fannst í íbúð sinni og virðist hafa framið sjálfsmorð. Fjórir létust í skotárásinni í versluninni og áður hafði maðurinn einnig myrt eiginkonu sína fyrrverandi. 31.12.2009 13:35
Kraftaverk í Colorado Það þykir ganga kraftaverki næst að takast skyldi að bjarga lífi móður og sveinbarns, sem hún var að fæða, á aðfangadagskvöld í Colorado Springs í Colorado, eftir að móðirin fór í öndunar- og hjartastopp í miðri fæðingu. 30.12.2009 08:28
Berlusconi blóðugur á nýju veggspjaldi Silvio Berlusconi hefur fundið not fyrir fréttamyndir sem teknar voru af honum alblóðugum eftir líkamsárásina fyrr í mánuðinum. 30.12.2009 08:03
Neyðarlínan er fyrir fólk í neyð, punktur Neyðarsímverðir bresku neyðarlínunnar og lögregla þar í landi hafa fengið meira en nóg af fólki sem hringir í neyðarlínuna vegna mála sem teljast í besta falli hlægileg. 30.12.2009 07:25
Kjarreldar eyðilögðu 20 heimili í Ástralíu Miklir kjarreldar geisa nú í vesturhluta Ástralíu og hafa 20 heimili orðið eldunum að bráð auk þess sem fernt hefur slasast af völdum þeirra. 30.12.2009 07:22
Ruddust inn á heimili vopnaðir hríðskotariffli Tveir grímuklæddir menn, vopnaðir hríðskotariffli, réðust með valdi inn á heimili í bænum Hillerød á Norður-Sjálandi. Hundur hjónanna, sem búa á heimilinu, fór að gelta út í garði og þegar maðurinn fór út til að sjá hverju sætti var hann sparkaður niður. 30.12.2009 07:21
Bretland snævi þakið um áramótin Bretar eru ekki lausir við fannfergi og ófærð. Mikil snjókoma er nú víða um landið og hefur breska veðurstofan gefið út aðvaranir fyrir marga landshluta. 30.12.2009 07:17
Fimmtungur Breta heima í fríinu Breskir ferðamálafrömuðir sjá fram á að fimmti hver Breti verji frídögum ársins 2010 heima hjá sér en það eru tvöfalt fleiri en sátu heima á þessu ári. 30.12.2009 07:15
Kínverjar segja fordæmingu út í hött Kínversk stjórnvöld telja það út í hött að Bretar fordæmi aftöku Akmals Shaikh sem fram fór í fyrrinótt. Glæpur mannsins hafi verið alvarlegur enda sé misnotkun ópíums og tengdra lyfja samofin sögu Kínverja og hafi valdið þeim miklum búsifjum á fyrri hluta 20. aldar. 30.12.2009 07:13
Segir eftirlitsmenn hafa gert mistök Mistök eftirlitsmanna og öryggiskerfi sem brást eru orsakir þess að Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab komst um borð í farþegaþotu með sprengju sem hæglega hefði getað sprengt gat á skrokk flugvélarinnar hefði hún sprungið. 30.12.2009 07:12
Sendinefnd kannar dráp á ungmennum Grunur leikur á að hermenn hafi drepið tíu óbreytta borgara, þar af átta námsmenn, í austurhluta Afganistans á sunnudag. Fulltrúi NATO segir fyrstu fregnir herma að níu uppreisnarmenn hafi verið drepnir. Stjórnarnefnd rannsakar málið. 30.12.2009 06:00
Biðja um aðstoð í baráttunni gegn al-Kaída Utanríkisráðherra Jemen fullyrðir að Jemenar hafi bæði getu og vilja til að takast á við al-Kaída hryðjuverkasamtökin en skorti hjálp frá Vesturlöndum. Hann telur mikilvægt að Vesturlönd setji aukinn kraft í aðstoð sína við heimamenn í landinu. 29.12.2009 16:54
Áhrifamikill þingmaður vill að Bandaríkin ráðist inn í Yemen Haft var eftir bandaríska öldungadeildarþingmanninum og demókratanum Joseph Lieberman á Fox fréttastöðinni, að Bandaríkjamenn ættu að ráðast á Yemen að fyrra bragði. Fyrirsjáanlegt væri að þar yrðu átök. 29.12.2009 12:43
Pútín vill vopnakerfi sem svar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og fyrrum forseti, segir að Rússar þurfi að þróa sérstakt vopnakerfi sem andsvar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna til þess að halda valdajafnvægi við Bandaríkin. Pútín segir að að öðrum kosti séu Bandaríkjamenn í fullkomnu skjóli og geti í raun gert það sem þeim dettur í hug. 29.12.2009 12:08
Prófa niðurgangslyf á sólarströndum Bandarískt lyfjafyrirtæki hyggst bjóða 1.800 sjálfboðaliðum á sólarströnd til að prófa nýtt lyf við niðurgangi. 29.12.2009 07:59
Konunglegt klúður Týndur, skemmdur eða seinn póstur hefur kostað konunglegu bresku póstþjónustuna eina milljón punda á mánuði að meðaltali síðasta árið. 29.12.2009 07:35
Ræningjar ógnuðu fólki með sög Tveir unglingspiltar í Kaupmannahöfn voru handteknir í nótt eftir að þeir gengu um götur borgarinnar og ógnuðu fólki með sög. 29.12.2009 07:34
Birta upptöku af símtali Brooke Mueller Lögreglan í Aspen í Colorado hefur birt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem Brooke Mueller, eiginkona leikarans Charlie Sheen, hringir skelfingu lostin og segir mann sinn hóta sér með hníf á lofti. 29.12.2009 07:31
Kínverjar tóku Shaikh af lífi Bretinn Akmal Shaikh, sem kínverskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir heróínsmygl, var tekinn af lífi klukkan hálfþrjú í nótt að íslenskum tíma, líklegast með byssuskoti í höfuð eins og tíðkast í kínverskum aftökum. 29.12.2009 07:20
Að segja 2010 hjá BBC Innanhússumræður eru nú um það hjá breska ríkisútvarpinu BBC hvernig orða skuli árið 2010 en gert er ráð fyrir því í reglum að samræmi sé meðal allra þeirra, sem tala í hljóðvarp þess eða sjónvarp, um hvernig vísað er til ártalsins. 29.12.2009 07:17
Al Qaeda stóðu að baki sprengjutilraun Hryðjuverkasamtökin al Qaeda hafa lýst á hendur sér tilraun til þess að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp á jóladag í flugi milli Amsterdam og Detroit en nígerískur farþegi um borð í vélinni reyndi að sprengja sprengju sem hann hafði meðferðis en mistókst. Í yfirlýsingu al Qaeda segir að ætlunin hafi verið að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjahers í Yemen og hafi nýrri gerð af sprengju verið beitt sem hafi ekki sprungið vegna tæknilegra mistaka. Þá segir að Bandaríkjamenn megi búast við fleiri árásum. 29.12.2009 07:14
Landnám Ísraela ógnar friðarferli Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. 29.12.2009 01:15
Umbótasinnar myrtir í Teheran Ómögulegt er að fá staðfest hversu margir hafa látist í mótmælunum í Íran, þar sem stjórnvöld hafa takmarkað mjög starf erlendra fréttamanna í landinu. Samkvæmt írönskum ríkisfjölmiðlum létust átta á sunnudaginn en umbótasinnar segja að fimmtán hafi látist. Hundruð manna hafa verið tekin höndum. 29.12.2009 00:30
Finninn fljúgandi gripinn á jóladag Matti Nykanen, fjórfaldur Ólympíumeistari í skíðastökki, er í haldi lögreglu í Finnlandi grunaður um að hafa reynt að drepa konu sína á jóladag. 29.12.2009 00:15
31 kíló af Kókaíni áttu meðal annars að fara til Íslands frá Portúgal Lögreglan í Portúgal handtók tvo menn og haldlagði 31 kíló af kókaíni í Porto í byrjun desember en samkvæmt frétt sem birtist í spænskum fjölmiðlum þá telur lögreglan áreiðanlegt að efninu hafi átt að dreifa á fíkniefnamarkaði á Spáni og Íslandi. 28.12.2009 21:58
Tuttugu fórust í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og tugir slösuðust þegar sjálfsmorðssprengja sprakk í göngu sjía múslima í Karachi í Pakistan í morgun. 28.12.2009 13:53
Benedikt páfi heldur ótrauður áfram Benedikt XVI páfi heimsótti súpueldhús fyrir heimilislausa í gær. Þetta var fyrsta ferð hans út fyrir Vatíkanið eftir að hann varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Páfinn gekk á meðal almennings, heilsaði fólki og kyssti börn. 28.12.2009 11:37
Kínverskt flutningaskip laust úr haldi Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær kínverska flutningaskipinu De Xin Hai ásamt 25 manna áhöfn en skipinu rændu þeir í október þegar það flutti 76.000 tonn af kolum frá Suður-Afríku til Indlands. 28.12.2009 08:53
Fjölga borgaralega klæddum lögreglumönnum Óeinkennisklæddum lögreglumönnum í farþegaflugi verður fjölgað í kjölfar atburðanna sem áttu sér stað í flugi milli Amsterdam og Detroit á jóladag. 28.12.2009 08:41
Fundu leifar hershöfðingja Kínverskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf hins alræmda hershöfðingja Cao Cao sem uppi var á þriðju öld. 28.12.2009 08:34
Skuggalegir skoteldar Tæplega fertugur maður í Greve, rétt utan við Kaupmannahöfn, hefur verið handtekinn fyrir að selja lífshættulega og ólöglega flugelda úr tveimur vörubílum við verslunarmiðstöð þar í bænum. 28.12.2009 08:32
Bretar forðast vask Mikil örtröð varð í breskum verslunum í gær þegar almenningur notaði síðustu daga ársins til að kaupa sjónvörp, þvottavélar og fleiri heimilistæki áður en virðisaukaskattur hækkar úr 15,5 prósentum í 17,5 um áramótin þar í landi. 28.12.2009 08:30
Skálmöld í Teheran Fimm íranskir stjórnarandstæðingar eru nú látnir í mótmælum í Teheran, höfuðborg Írans, að sögn írönsku IRNA-fréttastofunnar. Dauðsföllin eru í rannsókn en talið er að þau séu orsök ólögmætrar valdbeitingar lögreglu. 28.12.2009 08:28
Mótmælendur skotnir til bana Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Meðal hinna látnu var frændi stjórnarandstöðuleiðtogans Mirs Hosseins Mousavi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Tugir særðust og um þrjú hundruð manns voru handteknir í mótmælunum. 28.12.2009 06:00
Mótmælt á Gasa þegar ár er liðið frá innrás Ísraela Sérlegur talsmaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um málefni hernámssvæða Ísraela í Palestínu kallar eftir því að Ísraelar láti af aðgerðum til að einangra Gasa-svæðið. Í tilkynningu fréttaveitu SÞ á Þorláksmessu er 28.12.2009 04:00
Minnast Benazir Bhutto í Pakistan Stuðningsmenn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans minnast hennar í dag þegar tvö ár eru liðin frá því hún var myrt í borginni Rawalpindi. 27.12.2009 09:58
Sprengjuvargur ákærður Umar Farouk Abdulmutallab hefur formlega verið ákærður fyrir að reyna að tortíma farþegaflugvél og farþegum Delta flugfélagsins skömmu fyrir lendingu í Detroit í Bandaríkjunum á jóladag. 27.12.2009 09:46
Frægasti fjársvikari heims datt úr rúminu sínu Alræmdi fjárglæframaðurinn Bernie Maddoff var færður úr fangelsi á spítala eftir að hann rifbeinsbrotnaði, auk þess sem lungu féllu saman. Þá hlaut hann einnig áverka á andliti. 26.12.2009 21:00
Jarðskjálfti fimm árum eftir flóðbylgju Þess er nú minnst víða í Asíu að fimm ár er liðið frá því um 230 þúsund manns fórust í einni mestu flóðbylgju og hamförum í manna minnum. Jarðskjálfti upp á 6,7 á rickter varð undan Malukueyjum í Indónesíu í dag, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða flóðbylgjum vegna hans. 26.12.2009 12:07
Baby P. minnst í Bretlandi Dauða hins sautján mánaða Peter Connelly, oft kallaður Baby P., var minnst í Bretlandi um hátíðarnar en minningarreitur hans var þakinn kveðjum og leikföngum um jólin. Dauði Peters komst í heimsfréttirnar eftir að móðir hans auk stjúpföður urðu honum að bana eftir hrottalegar misþyrmingar. 26.12.2009 10:43
Umbótasinnar og öryggissveitir berjast í Íran Íranskar öryggisveitir og aðgerðarsinnar í stjórnarandstöðu lentu í átökum í miðborg Teheran í dag samkvæmt BBC sem aftur hefur það eftir AFP. Átökin byrjuðu þegar 200-300 manns reyndu að koma saman á Enghelab-torginu í Teheran. 26.12.2009 10:31
Flýðu eldfjall á jólunum Tæplega fimmtíu þúsund íbúar í námunda við eldfjallið Mayon á Filippseyjum hafa eytt jólunum fjarri heimilunum sínum eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að yfirgefa svæðið á aðfangadag. 26.12.2009 10:11
Fimm ár liðin frá flóðunum miklu Þessi er minnst víða í Asíu í dag að fimm ár eru liðin frá flóðunum miklu þegar 230 þúsund manns fórust eftir að jarðskjálfti neðansjávar ollu tsunami víðsvegar um álfuna. 26.12.2009 10:07
Reyndi að kveikja í flugvél með flugeldum Nígeríumaður var handtekinn um borð í flugvél Delta flugfélagsins í gærdag eftir að hann reyndi að kveikja í vélinni með nokkurskonar flugeldum. 26.12.2009 10:02