Erlent

Tekinn fyrir að hitta útlendinga

Mordechai Vanunu
Mordechai Vanunu
Maður sem á árum áður upplýsti um kjarnorkuleyndarmál Ísraela og sat í fangelsi fyrir það hefur nú verið handtekinn á ný.

Samkvæmt upplýsingum ísraelsku lögreglunnar var Mordechai Vanunu handtekinn vegna gruns um að hann hefði hitt útlendinga, en með því hafi hann brotið gegn skilyrðum lausnar hans úr fangelsi árið 2004. Færa átti Mordechai fyrir dómara síðdegis í gær.

Mordechai sat í fangelsi í átján ár. Hann var lágt settur tæknimaður í ísraelsku kjarnorkuveri og lak upplýsingum um starfsemina til Sunday Times í London árið 1986. Af gögnunum gátu sérfræðingar ráðið að Ísrael ætti sjötta stærsta kjarnorkuvopnabúr heims.

- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×