Erlent

Skutu mann sem ætlaði að myrða Westergaard

Kurt Westergaard teiknaði myndirnar af Múhameð spámanni. Mynd/ AFP.
Kurt Westergaard teiknaði myndirnar af Múhameð spámanni. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Árósum skaut í nótt mann sem var hársbreidd frá því að myrða Kurt Westergaard, danska teiknarann sem gerði eina af þeim skopmyndum af Múhameð spámanni sem gerðu allt vitlaust árið 2005.

Manninum tókst þrátt fyrir mikla öryggisgæslu að brjótast inn á heimili Westergaard. Hann var vopnaður hnífi. Westergaard komst ásamt fimm ára gömlu barnabarni sínu inn í öryggisherbergi sem var útbúið í húsinu þaðan sem hann hringdi í lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang skömmu síðar var árásarmaðurinn enn í húsinu. Hann var skotinn og særður. Árásarmaðurinn er Sómali með tengsl við al-Shahab hryðjuverkasamtökin.

Westergaard hefur nú verið fluttur á öruggari stað en sagði í samtali við Jyllandspóstinn að hann mundi snúa aftur heimt til sín hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×