Erlent

Svefnleysi eykur líkur á þunglyndi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir sem fara að sofa snemma á kvöldin eru ólíklegri en aðrir til þess að finna einkenni þunglyndis eða að finna fyrir sjálfsvígshugsunum, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar.

Af þeim 15,500 börnum sem voru rannsökuð voru þeir sem fóru að sofa eftir miðnætti 24% líklegri til þess að vera þunglynd en þau sem fóru að sofa fyrir klukkan tíu á kvöldin. Þeir sem sváfu færri en fimm klukkustundir á nóttu voru 71% líklegri til þess að vera þunglynd en þau sem sváfu átta klukkustundir á nóttu.

Auk þess sem skertur svefn eykur líkur á þunglyndi voru þeir sem fóru að sofa eftir miðnætti 20% líklegri til þess að hugsa um sjálfsvíg en þeir sem fóru að sofa fyrir klukkan tíu á kvöldin. Þeir sem sváfu minna en fimm klukkustundir á hverri nóttu voru 48% líklegri til þess að hafa sjálfsvígshugsanir en þeir sem sváfu átta tíma á nóttu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem birtust í tímaritinu Sleep og sagt var frá í fréttum BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×