Erlent

Hyggst aflétta ferðatakmörkunum til Kúbu

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að ríkisstjórn sín muni á næstunni taka skref í átt að frekar afléttingu á ferðatakmörkunum til Kúbu. Þannig verður þeim sem búsettir eru í Bandaríkjunum gert kleift að heimsækja ættmenni sín oftar og auðveldar en áður. Einnig verður fólki leyft að senda meira fé til Kúbu en áður hefur mátt.

Þetta er haft eftir talsmanni Hvíta hússins nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×