Erlent

Phil Spector sakfelldur fyrir morð

Phil Spector
Phil Spector

Tónlistarmaðurinn Phil Spector var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson á heimili sínu árið 2003. Spector neitaði allan tímann að hafa myrt leikkonuna sem var skotin í munninn.

Spector var frægur útsetjari tónlistar á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann býr nú í Los Angeles. Í febrúar 2003 lést Lana Clarkson á heimili hans vegna skotsárs.

Réttarhöldin yfir Spector hafa tekið sinn tíma en árið 2003 mistókst saksóknara að sakfella Spcetor eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í málinu.

Réttarhöldin nú tóku samtals fimm mánuði en 77 vitni komu fram í málinu.

Bílstjóri sem kom að húsinu segir að Spector hafi komið út með byssuna í hendi sér og sagt: „Ég held ég hafi drepið einhvern."

Talið er að Spectors bíði nú fimmtán ára til lífstíðarfangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×