Erlent

Herinn hafði betur eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga

Þúsundir Tælenskra hermanna hröktu í dag mótmælendur af götum Bangkok eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga. Fjölmörg lönd hafa varað þegna sína við að ferðast til Tælands.

Mótmælendurnir vilja koma Thaksin Sinawatra aftur í stól forsætisráðherra en honum var steypt af stóli á síðasta ári með svipuðum mótmælum og fram fóru í dag.

Nú vilja Tælendingar losna við Abhisit Vejjajiva. Sinawatra heldur til í Dubai og hvetur stuðningsmenn sína til frekari óeirða. Margir tugir manna hafa særst í óeirðunum í dag en ekki er vitað um nema einn sem lét lífið.

Afleiðingarnar fyrir efnahag Tælands eru hinsvegar skelfilegar. Í óeirðunum þegar Sinawatra var steypt af stóli voru flugvellir lokaðir dögum saman og hundruð þúsunda ferðamanna voru innlyksa í landinu. Ferðaiðnaðurinn var ekki nærri búinn að ná sér á strik aftur þegar þessi ólæti hófust. Tæland er mjög háð ferðamönnum efnahagslega og áfallið er því mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×