Fleiri fréttir

Ákærður fyrir að myrða 11 ára dreng

Sautján ára gamall breskur piltur hefur verið ákærður fyrir morðið á hinum ellefu ára gamla Rhys Jones, sem var skotinn til bana í almenningsgarði í Liverpool í ágúst síðastliðnum.

Endalokin nær en talið var

Þrettán ára þýskur strákur hefur leiðrétt útreikninga bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Vilja 15% launahækkun

Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn.

Rússar refsa Georgíu

Rússar tilkynntu í dag að þeir myndi efna til lagalegra tengsla við Abkazíu og Ossetíu, sem berjast fyrir aðskilnaði frá Georgíu.

Harðir bardagar og mannfall á Gaza ströndinni

Fjórtán Palestínumenn menn féllu í árásum Ísraela á Gaza ströndinni í dag, eftir að þrír ísraelskir hermenn voru drepnir úr launsátri Hamas liða við olíuleiðslu á landamærunum.

Sökkti fúsk Titanic?

Enn ein samsæriskenningin um Titanic hefur nú litið dagsins ljós. Tveir bandarískir rithöfundar hafa sent frá sér bók sem þeir segja að ljóstri upp um hina raunverulegu ástæðu þess að skipið sökk á svona skömmum tíma.

Fullnæging linar sársauka

"Elskan ég er með hausverk, komdu í koju." Prófessor Per Olov Lundberg, heilasérfræðingur við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð segir að fullnæging sé kvalastillandi.

Kínverjar gera gagnárás

Kínverskir netverjar hafa hafið herferð gegn frönskum vörum og fyrirtækjum vegna mótmælanna sem brutust út þegar farið var með ólympíukyndilinn um París í síðustu viku.

Ógilti hjónaband átta ára stúlku

Dómstóll í Jemen ógilti í gær hjónaband átta ára gamallar stúlku og þrítugs manns auk þess að úrskurða eiginmanninum fyrrverandi bætur að jafnvirði tæplega 20.000 króna úr hendi fjölskyldu stúlkunnar.

Stjórnarandstæðingar handteknir í Simbabve

Öryggissveitir í Simbabve hafa í morgun handtekið um fimmtíu stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í landinu fyrir að hvetja til verkfalla. Með aðgerðum sínum vildu þeir knýja yfirvöld til að birta úrslit forsetakosninga í landinu sem fóru fram fyrir átján dögum.

Frakkar setja lög gegn lystarstoli

Franska þingið hefur samþykkt ný lög sem gera það að glæpsamlegu athæfi að ýta undir anorexiu eða lystarstol í fjölmiðlum landsins.

Yfir tuttugu fórust í flugslysi í Kongó

Yfir tuttugu manns fórust er flugtak DC-9 farþegaþotu af flugvellinum í Goma í Lýðveldinu Kongó misheppnaðist með þeim afleiðingum að þotan hafnaði í íbúðahverfi við flugvöllinn og eyðilagðist.

Tæplega 40 fórust í rútuslysi á Indlandi

Að minnsta kosti 39 fórust er rúta steyptist niður í fljótið Narmada í héraðinu Gujarat í vesturhluta Indlands í gær. Margir hinna látnu eru börn sem voru á leið í skóla sinn.

Enginn bilbugur á Brixtofte

Engan bilbug er að finna á Peter Brixtofte fyrrum borgarstjóra Farum sem nýlega var dæmdur í tveggja ára fangelsi í hæstarétti Danmerkur fyrir ýmsa spillingu í starfi.

Sextíu og fimm ár síðan að gettó reis í Varsjá

Þess hefur verið minnst í dag að 65 ár eru síðan að gettó reis í Varsjá. Aðalathöfnin var haldin við minnismerki þar sem minnst var hundruða gyðinga sem risu upp gegn tilraunum Þjóðverja til þess að ráða niðurlögum gettósins.

Viðskotaillir ríkisstarfsmenn í stuttbuxum

Opinberum starfsmönnum í Serbíu er legið á hálsi fyrir að vera heldur fornir í skapi í samskiptum við samborgara sína en að auki þykir klæðaburður þeirra oft nokkuð óformlegur miðað við þann starfa sem þeir rækja.

Höfundur Lonely Planet játar ritstuld og uppspuna

Höfundur 12 bóka eða bókarhluta úr ritröðinni Lonely Planet hefur viðurkennt að hann hafi stolið textanum sem hann birti sem sinn í bókunum auk þess sem stórir hlutar hans séu hreinn uppspuni.

Krúnukúgararnir höfðu ekkert myndefni

Íslendingurinn sem er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr meðlimi konungsfjölskyldunnar hafði ekki í höndunum neinar upptökur af þessum meðlimi að gera eða segja eitt eða neitt.

Tugir látnir í flugslysi í Kongó

Sextíu hið minnsta eru látnir eftir að Boeing 727 farþegaflugvél hrapaði á markaðssvæði í Afríkuríkinu Austur-Kongó í dag.

Þessir taka oftast framúr

Norska vefritið motor.no hefur birt lista yfir þær bílategundir sem mest stunda framúrakstur. Fyrir tilstilli bílstjóra sinna náttúrlega.

Bentley boðar sparneytni en sama afl

Evrópusambandið vill að útblástur bíla á koltvísýrlingi verði minnkaður úr 160 grömmum á kílómetra niður í 120 grömm fyrir árið 2012.

Berlusconi lofar að taka til í Napólí

Silvio Berlusconi, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, segist munu taka til hendinni í Napólí þar sem ruslahaugar hafa safnast upp á götum. Þá ætlar hann einnig að koma ítalska flugfélaginu Alitalia til bjargar.

Fullkomni bæjarstjórinn í fangelsi

Peter Brixtofte fyrrverandi bæjarstjóri í Farum í Danmörku í var í dag í hæstarétti dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellda spillingu og umboðssvik.

Kínverjar æfir út í CNN

Kínverjar hafa krafist afsökunarbeiðni frá sjónvarpsstöðinni CNN eftir að álitsgjafi stöðvarinnar kallaði þá skúrka og skransala.

Blóðugur morgunn í Írak

Tugir manna hafa fallið í sprengjuárásum í Írak í morgun. Fjörutíu hið minnsta létust og 70 eru særðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Bakúba í morgun.

Hitler fann upp hlaupið með Olympíueldinn

Hlaup með Olympíueldinn um heiminn er ekki svo forn siður sem menn halda. Raunar var það Adolf Hitler og stjórn nasista á fjórða áratugnum sem fann þennan sið upp fyrir Olympíuleikana í Berlin 1936.

Hvetja til allsherjarverkfalls í Simbabve

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Simbabve hafa hvatt landsmenn til þess að leggja niður vinnu til þess að mótmæla þeirri ákvörðun hæstaréttar að hafna kröfu stjórnarandstöðunnar um að birta úrslit forsetakosninga án tafar.

Öflugur jarðskjálfti í Kaliforníu innan 30 ára

Vísindamenn slá því nú föstu að innan 30 ára muni mjög öflugur jarðskjálfti ríða yfir Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Hugsanlegar afleiðingar hans gætu orðið skelfilegar.

Berlusconi lýsir yfir sigri

Silvio Berlusconi sagði að erfiður tími væri framundan í ræðu sem hann hélt þegar hann lýsti yfir sigri í kosningum á Ítalíu nú undir kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir