Fleiri fréttir

Berlusconi sigraði samkvæmt útgönguspám

Samkvæmt útgönguspám á Ítalíu virðist Silvio Berlusconi hafa unnið meirihluta í báðum deildum þingsins. Samkvæmt spám fær hann 42,5 prósent í efri deild á móti 39,5 prósentum Walters Veltronis. Í neðri deild er Berlusconi með 42 prósent en Veltroni 40 prósent.

Blaðamenn á Le Monde í verkfalli í dag

Blaðamenn á franska dagblaðinu Le Monde, einu af stærstu og virtustu blöðum Frakklands, lögðu niður vinni í dag til þess til þess að mótmæla niðurskurði á fréttastofunni.

Vilja að Pútín leiði Sameinað Rússland

Sameinað Rússland, stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, hyggst óska eftir því að Vladímír Pútín, fráfarandi forseti, taki að sér leiðtogahlutverkið í flokknum á þingi hans sem hófst í dag.

Norska löggan veður í peningum

Norska lögreglan var tæpa fjóra milljarða króna undir fjárlögum á síðasta ári. Stjórnvöld hafa undanfarin ár bæði aukið mjög fjárveitingar til lögreglu og lagt áherslu á aðhald í rekstri.

Reiknað með spennandi kosningum á Ítalíu

Þingkosningar á Ítalíu halda áfram í dag en reiknað er með að mjótt verði á mununum milli flokks Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra og flokks Walter Veltroni fyrrum borgarstjóra í Róm.

Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary

Ný skoðanakönnun á vegum Gallup í Bandaríkjunum sýnir að Barak Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary Clinton á landsvísu. Mælist Obama með 50% fylgi á móti 41% Hillary.

Dalai Lama óttast frekari yfirgang Kínverja í Tíbet

Dalai Lama sagði í dag að Tíbet gæti ekki gefið Kína frekari eftirgjöf, en hann heldur áfram að þrýsta á um rétt Tíbet til sjálfsstjórnar. Hann hefur farið fram á að Kínverjar dragi úr yfirganginn sínum yfir fyrrum heimalandi sínu.

Sænska stúlkan var myrt

Hin 10 ára gamla sænska stúlka Engla Juncosa-Höglund sem hvarf sporlaust fyrir rúmri viku síðan fannst látin í dag. Karlmaður sem handtekinn var á dögunum og ákærður fyrir mannrán, vísaði lögreglu á staðinn þar sem hann gróf líkið. Hann viðurkenndi einnig að hafa myrt 31. árs gamla konu, Pernilla Hellgren, árið 2000. Fyrir um tveimur árum fékk lögreglan vísbendingu um að maðurinn væri flæktur í morðinu á konunni.

Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun

Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi.

Sjónvarpsstjarna finnst látin

Breski sjónvarpskynnirinn Mark Speight sem saknað hefur verið frá því á mánudag fannst látinn í London í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu fannst lík hans á afskekktum stað á Paddington lestarstöðinni í London. Lögreglan sagði Sky fréttastofunni að hann hefði ekki orðið fyrir lest.

Robert Murat kærir fjölmiðla

Robert Murat sem grunaður var í tengslum við hvarfið á Madeleine McCann í Portúgal ætlar að kæra 11 leiðandi dagblöð í Bretlandi og eina sjónvarpsstöð fyrir meiðyrði.

Fimm breskar konur fórust í Ekvador

Fimm breskar konur létust í rútuslysi í Ekvador í gærkvöldi og 12 manns slösuðust þegar rútan og vörubíll lentu saman. Í rútunni voru 20 manns, flestir Bretar, en einnig Frakkar og tveir heimamenn, bílstjórinn og fararstjóri. Fólkið var í ferð sem skipulögð var af fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir úrskrifaða stúdenta. Samkvæmt fréttavef Sky er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Raila Odinga nýr forsætisráðherra Kenía

Mwai Kibaki forseti Kenía hefur tilkynnt um skipan í nýrri samsteypustjórn landsins. Samkomulag náðist í dag sem miðar að því að enda stjórnmálakrísuna frá úrslitum kosninganna um áramótin. Raila Odinga verður nýr forsætisráðherra stjórnarinnar. Gengið var frá samkomulaginu á lokuðum fundi í dag.

Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló

Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna.

Ítalir ganga til kosninga

Ítalir ganga að kjörborðinu í dag og á morgun og kjósa til þings og sveitastjórna. Baráttan um forsætisráðherraembættið stendur á milli auðjöfursins og hægrimannsins Silvio Berlusconi og Walter Ventroni, leiðtoga bandalags mið- og hægriflokka og fyrrverandi borgarstjóra í Róm.

Endurtalning fyrirskipuð í Simbabve

Kjörstjórn í Simbabve hefur fyrirskipað að atkvæði í forsetakosningum þar í landi fyrir hálfum mánuði verði talin aftur í 23 kjördæmum. Það verður gert um næstu helgi að sögn ríkisblaðsins Sunday Mail. Úrslit hafa enn ekki verið birt og krafa alþjóðasamfélagsins um að það verði gert hið fyrsta verður háværari með hverjum deginum sem líður.

Ný stjórn loks mynduð í Kenía

Greint verður frá myndun nýrrar samsteypustjórnar í Kenía í dag. Samkomulag tókst fyrir nokkrum vikum milli Mwai Kibaki, forseta, og Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að mynda slíka stjórn. Myndun hennar gekk hins vegar brösulega.

Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli. Hann og saksóknari hafa 14 daga til að ákveða hvort það verði gert eða ekki.

McCann hjónin deila við portúgölsk yfirvöld

Kate og Gerry McCann gætu hætt við að snúa aftur til Portúgal til að hjálpa lögreglu við endurgerð atburðar kvöldið sem dóttir þeirra hvarf af sumarleyfisíbúð í Praia da Luz. Ástæðan er heiftarleg deila vegna skýrslutöku portúgölsku lögreglunnar sem lak í fjölmiðla.

Feitir rússneskir hershöfðingjar í megrun

Rússneski herinn hefur sett af stað líkamsræktarprógramm til að hjálpa hershöfðingjum að léttast og passa betur í nýjan einkennisfatnað sem hannaður hefur verið. Þriðjungur háttsettra liðsforingja eru yfir kjörþyngd og 25 prósent þeirra stóðust ekki líkamshreystipróf samkvæmt upplýsingum Vyacheslav Sedov talsmanni varnarmálaráðuneytisins.

Afríkuleiðtogar vilja enda ógöngur Mugabe

Neyðarfundur leiðtoga landanna í kringum Simbabve hófst í Sambíu í dag og miðar að því að enda þá stöðu sem uppi er í Simbabve í kjölfar forsetakosninganna. Þrátt fyrir það er Robert Mugabe forseti Simbabve ekki á fundinum. Hann sagðist hafa annað að gera.

Ítalskur friðarsinni myrtur í Tyrklandi

Ítölsk listakona sem fyrirhugaði að ferðast á puttanum til Miðausturlanda í brúðarkjól til að efla heimsfrið fannst myrt í Tyrklandi í gær. Listakonan gekk undir nafninu Pippa Bacca en hét fullu nafni Giuseppina Pasqualino di Marineo. Lík hennar fannst í runnum nálægt borginni Gebze skammt frá Istanbul.

Neyðarfundur um Simbabve í Sambíu í dag

Forseti Suður-Afríku segir stjórnarkeppu ekki í Simbabve þó úrslit forsetakosninga þar hafi ekki enn verið birt. Neyðarfundur um ástandið þar verður í Sambíu í dag. Mugabe, forseti Simbabve, mætir ekki.

Sögulegur fundur Kína og Taiwan

Hu Jintao forseti Kína hefur haldið sögulegan fund með varaforsetaefni Taiwan, Vincent Siew. Frá borgarastríðinu árið 1949 þegar Taiwan sleit sig frá Kína hefur ekki verið haldinn fundur með jafn valdamiklum mönnum landanna tveggja.

Átta unglingar ákærðir fyrir misþyrmingar á skólasystur

Átta bandarísk ungmenni sem gengu í skrokk á skólasystur sinni og ætluðu að birta barsmíðarnar á netinu hafa verið formlega ákærð fyrir mannrán og líkamsárás. Þau eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þau sakfelld.

Forseti S-Afríku fundar með Mugabe

Tabó Mbeki, forseti Suður-Afríku, fundar í dag með Robert Mugabe, forseta Simbabve, um stjórnmálaástandið í heimalandi hans að loknum þing- og forsetakosningum fyrir hálfum mánuði. Úrslit í forsetakosningunum hafa enn ekki verið birt.

Hlaup með ólympíueld í Argentínu gekk vel

Greiðlega gekk að hlaupa með ólympíueldinn um götur Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Mótmælendur voru þó mættir til borgarinnar til að vekja athygli á aðgerðum Kínverja í Tíbet, en Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í ágúst.

Minnast geimhundsins Laika

Rússnesk yfirvöld afhjúpuðu í dag minnismerki um hundinn Laika. Hann var fyrsta lífveran sem ferðaðist með geimfari til tunglsins fyrir fimmtíu árum síðan.

Líkir ástandinu við Kreppuna miklu

Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, lýsir þeim lausafjárskorti sem nú ríkir sem „stærsta efnahagsáfalli“ heimsins frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar.

Prinsinn klárar flugskóla

Vilhjálmur bretaprins lauk í dag prófi frá konunglega breska flughernum. Meðal viðstaddra við útskriftinni voru faðir hans Charles erfðaprins og eiginkona hans Camilla hertogaynja af Cornwall.

Börnin falla í Írak

Ótölulegur fjöldi barna hefur látið lífið í átökunum í Írak undanfarin ár. Þessi litla telpa slapp að vísu lifandi, en mikið sár eftir að vörpusprengjum var skotið á tvo

Erfitt að velja í Afganistan

Þótt Afganistan sé ennþá stríðshrjáð land gengur lífið að mörgu leyti sinn vanagang. Fólk þarf að kaupa sér í matinn og fólk þarf að kaupa sér ný föt. Stundum getur náttúrlega verið erfitt að velja, þegar úrvalið er mikið.

Bush grét við afhendingu heiðursmerkis

Tárin streymdu niður kinnar forseta Bandaríkjanna þegar hann sæmdi ungan mann úr sérsveit flotans æðsta heiðursmerki þjóðarinnar. Heiðursmerkið var veitt að honum látnum.

Sjá næstu 50 fréttir