Erlent

Bannað að byggja í Peking í kringum Ólympíuleikana

MYND/Reuters

Yfirvöld í Kína vinna nú hörðum höndum að því að draga úr mengun í höfuðborginni Peking vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í ágúst.

Þannig verður öllum byggingarstöðum í borginni lokað þremur vikum fyrir leikana. Þá verður fjölmörgum fyrirtækjum í útjaðri Peking lokað eða skipað að draga úr framleiðslu af sömu ástæðum. Enn fremur verður bílaumferð takmörkuð mjög í kringum leikana og mega eigendur bíla aðeins nota bíl sinn annað hvern dag.

Mengun er mikið vandamál í höfuðborginni og er stundum svo mikil að skyggnið er einungis nokkur hundruð metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×