Erlent

Hitler fann upp hlaupið með Olympíueldinn

Hlaup með Olympíueldinn um heiminn er ekki svo forn siður sem menn halda. Raunar var það Adolf Hitler og stjórn nasista á fjórða áratugnum sem fann þennan sið upp fyrir Olympíuleikana í Berlin 1936.

Danska blaðið Jyllands Posten rifjar þetta upp. Fyrir tíma Hitlers hafði aldrei verið hlaupið með Olympíueldinn milli landa. Hitler sá mikla áróðursmöguleika í Olympíuleikunum og hann vildi að þeir yrðu ávallt haldnir í Þýskalandi.

Því fékk hann arkitekt sinn Albert Speer til að hanna varanlegan Olympíuleikvang í Nurnberg og átti þar að vera pláss fyrir 400.000 áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×