Erlent

Mannfall í átökum Hamas og Ísraela á Gaza

Fjórir herskáir liðsmenn Hamas og þrír ísraelskir hermenn féllu í átökum á Gaza-svæðinu nærri landamærunum að Ísrael í morgun.

Átök þar milli stríðandi fylkinga hafa magnast hratt síðustu daga. Hermennirnir sem féllu voru hluti af herdeild sem var send yfir landamærin inn á Gaza-svæðið til að fella Hamas liða sem tækju þátt í flugskeytaárásum á ísraelsk landsvæði.

Hamas-liðar sátu fyrir hermönnunum og til átaka kom. Áætlað var að hefja eldsneytisflutninga aftur á Gaza-svæðið í dag en það hefur verið í herkví um nokkurt skeið. Óvíst er hvort af því verður eftir atburði morgunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×