Erlent

Frakkar setja lög gegn lystarstoli

Franska þingið hefur samþykkt ný lög sem gera það að glæpsamlegu athæfi að ýta undir anorexiu eða lystarstol í fjölmiðlum landsins.

Um er að ræða fyrstu löggjöf sinnar tegundar í Evrópu og er henni beint gegn vefsíðum og öðrum miðlum sem hvetja ungar stúlkur og konur til að grenna sig með svelti.

Lögin munu hafa áhrif á tískuhús og auglýsendur auk vefsíðna og tímarita. Og ef þessir aðilar ýti undir óeðlilega megrun eða lystarstol eiga þeir á hættu allt að 45.000 evra sekt eða allt að þriggja ára fangelsi.

Roselyn Bachelot menntamálaráðherra Frakka segir að það geti ekki samrýmst tjáningarfrelsinu að hvetja ungar stúlkur til að ljúga að læknum sínum, ráðleggja þeim um fæðutegundir sem auðvelt er að æla og hvetja þær til að refsa sér í hvert sinn sem þær borða.

Ráðherran segir að þessi skilaboð séu skilaboð dauðans og að stjórnvöld þurfi löggjöf sem geri þeim kleyft að refsa þeim sem standi á bakvið skilaboðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×