Fleiri fréttir McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. 9.9.2007 12:11 Eldur í efnaverksmiðju í Skotlandi Mikill eldur kom upp í efnaverksmiðju í bænum Stevenston í Ayrshire í Skotlandi í kvöld. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað í eldsvoðanum. 8.9.2007 23:15 Sektaðir fyrir að reyna smygla bjarnarklóm til Kína Tveir Kínverjar og tveir Rússar voru dæmdir af kínverskum dómstól í dag til sektargreiðslu og í skilorðsbundinn fangelsisdóms fyrir að reyna smygla sjaldgæfum bjarnarklóm til Kína. Klærnar átti að mylja niður og nota til neyslu. 8.9.2007 22:45 Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásum í Alsír Hluti Al-Kaída samtakanna í Norður-Afríku hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Alsír sem urðu að minnst fimmtíu manns að bana. Frá þessu var greint á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í kvöld. 8.9.2007 22:15 Hefur litla trú á fyrirhugaðri friðarráðstefnu Litlar líkur eru á því að fyrirhuguð friðarráðstefna í Mið-Austurlöndum skili árangri þar sem hvorki Bandaríkin né Ísrael eru tilbúin að skuldbinda sig gagnvart mögulega samkomulagi. Þetta kom fram máli Mohammad Dahlan, eins af leiðtogum Fatah samtakanna á fundi í Genf í Sviss. 8.9.2007 20:57 Segir ástæðu til að óttast al-Qaida George Bush Bandaríkjaforseti segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandi, sýna hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak séu. Í myndbandinu hæðist bin Laden að lýðræðinu í Bandaríkjunum. 8.9.2007 19:02 Luciano Pavarotti jarðsunginn Vinir, ættingjar og aðdáendur stórtenórsins Lucianos Pavarotti fylgdu honum til grafar í heimabæ hans, Modena á Ítalíu í dag. 8.9.2007 19:01 Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. 8.9.2007 18:59 Enn eitt fuglaflensusmit í Þýskalandi Yfirvöld í Þýskalandi hófu í gær að slátra þúsundum alifugla á tveimur fuglabúum í bæjunum Trumling og Hofing í Bæjaralandi vegna fuglaflensusmits. Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni greindist í alifuglum í bænum Wachenroth í lok síðasta mánaðar. Fuglabúin í Trumling og Hofing voru í viðskiptasambandi við fuglabúið í Wachenroth. 8.9.2007 16:26 Þýskur rabbíi stunginn með hníf Ráðist var á þýskan rabbía í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hann stunginn með hníf í magann. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en talið er að um múslima sé að ræða. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, náði sjálfur að komast á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna. 8.9.2007 16:14 Páfi heimsækir kraftaverkamynd Þúsundir kristinna pílagríma tóku vel á móti Benedikti páfa sextánda í bænum Mariazell í Austurríki í dag. Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. Pílagrímarnir létu ekki hellirigningu stoppa sig í að berja páfann augum og ganga með honum að altari helgimyndarinnar. 8.9.2007 12:34 Fossett ófundinn Enn hefur ekkert spurst til milljarðarmæringsins og ævintýramannsins Steves Fossett en hans hefur verið leitað síðan á mánudag. 26 flugvélar og þyrlur leita hans nú í Nevada og eru leitarmenn vongóðir um að finna Fossett á lífi þar sem hann er þekktur fyrir að bjarga sér oft á ótrluegan hátt úr háska. 8.9.2007 12:32 Pavarotti jarðsunginn í dag Tenórinn og stórsöngvarinn Luciano Pavarotti verður jarðsunginn í heimabæ sínum Modena á Ítalíu dag. Tugþúsundir manna hafa undanfarna daga safnast saman við kirkju bæjarins til að kveðja tenórinn sem með áreynslulausum söng sínum heillaði alla heimsbyggðina. Útförinni verður sjónvarpað beint á Ítalíu en aðeins boðsgestir fá að vera viðstaddir hana. 8.9.2007 12:30 Heimurinn er hættulegur, segir Bush Varnir Bandaríkjanna eru takmarkaðar þrátt fyrir efnahagslegan og hernaðarlegan styrk landsins sagði Osama Bin Laden á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær. George Bush, Bandaríkjaforseti, segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandinu, sýni hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak séu og hversu heimurinn, sem við lifum í, sé hættulegur. 8.9.2007 12:23 Sextán láta lífið í átökum á Sri Lanka Tólf liðsmenn Tamíl tígra féllu í átökum milli þeirra og stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Fjórir hermenn féllu í átökunum. 8.9.2007 12:06 Sautján láta lífið í sprengjuárás í Alsír Sautján létu lífið í sprengjuárás í borginni Dellys í austurhluta Alsír í morgun og 30 særðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið sem stóð á hafnarsvæði borgarinnar. 8.9.2007 10:47 Pavarotti borinn til grafar á Ítalíu Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti verður borinn til grafar á Ítalíu í dag. Meðal þeirra sem verða viðstaddir útförina eru söngvararnir Placido Domingo, Jose Carreras og Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2. Þá mun Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, einnig verða viðstaddur athöfnina. 8.9.2007 10:24 Kaþólska kirkjan greiðir 13 milljarða í skaðabætur Fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar í San Diegoborg í Kaliforníu hafa samþykkt að greiða um 13 milljarða íslenskra króna í skaðabætur til þeirra sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu presta. Samkomulagið var gert í dag milli lögfræðinga kirkjunnar og fórnarlambanna sem eru 144 talsins. 7.9.2007 22:04 Seinheppinn þjófur brýst inn í karateskóla Kólumbískur þjófur í Santander héraðinu skammt frá höfuðborginni Bogota hefði eflaust geta fundið betri stað til að ræna en karateskóla. Nemendur skólans voru ekki lengi að afvopna þjófinn sem nú liggur illa slasaður á spítala eftir hina misheppnuðu ránsferð. 7.9.2007 20:39 Segir frekari hryðjuverkaárásir á Bandaríkin mögulegar Bandaríkjamönnum hefur enn ekki tekist að koma veg fyrir að hægt sé að gera hryðjuverkaárás þar í landi. Þetta kemur fram í ræðu Osama bin Laden, leiðtoga Al Kaída samtakanna, í myndbandi sem gert var í tilefni af því að sex ár eru liðin frá árásinni á tvíburaturnana í New York. Sérfræðingum hefur ekki tekist að sannreyna að myndbandið sé nýtt. 7.9.2007 19:42 Móðir Madeleine grunuð Lögreglurannsókn í Portúgal vegna hvarfs breskrar stúlku síðastliðið vor beinist nú að foreldrum stúlkunnar. Móðir Madeleine McCann fékk í dag stöðu grunaðrar hjá yfirvöldum í Portúgal og verið er að yfirheyra föðurinn. 7.9.2007 18:40 Vörn í estrógeni Brottnám eggjastokka getur aukið líkur á taugasjúkdómnum Parkinson og valdið minnistruflunum hjá konum, sérstaklega ef aðgerðin er framkvæmd fyrir tíðahvörf. Þá er talið að áhættan aukist um helming hjá ungum konum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í tímaritinu Neurology Journal og byggir á viðtölum við þúsundir kvenna sem höfðu farið í slíka aðgerð fyrir að meðaltali 27 árum. 7.9.2007 15:00 Við erum plötuð í stórmörkuðum Heldur þú að þú vitir hvað þú kaupir þegar þú ferð út í búð ? Onei. Háskólaprófessor við Verslunarháskólann í Stokkhólmi segir að stórmarkaðir geti haft 70 prósent stjórn á því hvað fólk kaupir inn. Þegar um er að ræða einstakar vörur geta markaðirnir aukið sölu á þeim um 1000 prósent með því að stilla þeim rétt upp. Jens Nordfält prófessur hefur gert lista yfir nokkur brögð sem viðskiptavinirnir eru beittir. 7.9.2007 14:22 Nítján létust í sprengjuárás í Alsír Nítján létust og 107 særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði í Alsír í morgun. Sprengingin varð í bænum Batna, um 450 kílómetra frá höfuðborginni Alsír. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft í stórum hópi fólks sem beið þess að bílalest forseta landins, Abdelaziz Bouteflika, færi hjá. 7.9.2007 13:00 Vill gera friðarsamning við Norður-Kóreu Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag reiðubúinn að gera friðarsamning við Norður-Kóreu, gegn því að Norður-Kóreumenn gæfust endanlega upp á að framleiða kjarnorkuvopn. 7.9.2007 12:43 Graðir kommar Háttsettur kínverskur embættismaður á yfir höfði sér harða refsingu eftir að 11 hjákonur hans fordæmdu hann fyrir spillingu. Hjákonurnar gerðu þetta í hefndarskyni eftir að eiginmenn nokkurra þeirra höfðu verið teknir af lífi fyrir spillingu. Pang Jæjú sem er 63 ára gamall hafði keypt ungar og fallegar konurnar til fylgilags við sig með því að útvega þeim eða eiginmönnum þeirra feit embætti. 7.9.2007 10:10 Blóðblettir fundust í bíl McCann hjónanna Kate Mccann, móðir Madeleine litlu sem leitað hefur verið frá því hún hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí, verður formlega gefin staða grunaðrar, í málinu í dag. 7.9.2007 08:35 Móðir Madeleine yfirheyrð Lögregla í Portúgal yfirheyrði Kate, móður Madeleine Mccann, í meira en ellefu tíma í gær. Madeleine hefur verið saknað frá því hún hvarf frá hótelherbergi sínu í maí. Móðirin var kölluð til yfirheyrslu vegna nýrra sönnunargagna sem komu fram í málinu. Hún hefur verið yfirheyrð áður, en í þetta var í fyrsta sinn sem lögfræðingur hennar er viðstaddur. Lögreglan hefur sagt að foreldrar Madeleine séu ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. 7.9.2007 07:17 Bandaríkjamenn ekki á leið frá Írak á næstunni Írakskar öryggissveitir eru að sögn fyrrverandi hershöfðingja í her Bandaríkjahers í Írak ekki í stakk búnar til að taka við öryggisgæslu í landinu næsta eitt og hálfa árið hið minnsta. 7.9.2007 07:15 Boða nýtt myndband með Osama bin Laden Nýtt myndband af Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, verður brátt sent til fjölmiðla samkvæmt íslamskri vefsíðu. Myndbandið var gert í tilefni af sex ára afmæli árásanna á tvíburaturnana í New York 11. september næstkomandi. Á vefsíðunni má sjá nýja ljósmynd af Osama bin Laden sem tekin er úr myndbandinu. 6.9.2007 21:55 Fjórtán láta lífið í sjálfsmorðsárás í Alsír Fjórtán manns létu lífið og að minnsta kosti 60 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Batna í Alsír í dag. Sprengjan sprakk skömmu áður Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, kom í boðaða heimsókn til bæjarins. Talið er að herskáir múslimar hafi staðið á bak við árásinni. 6.9.2007 20:41 Steve Fossett enn leitað Enn hefur ekkert spurst til ævintýramannsins og methafans Steve Fossett en hans hefur nú verið saknað í fjóra daga. Björgunarsveitarmenn leita nú að Fossett úr lofti og á landi en án árangurs. Í dag var ákveðið að stækka leitarsvæðið. 6.9.2007 19:44 Kallað hermenn heim en ekki gæsluliða Nærri tuttugu þjóðir hafa kallað herlið sitt heim frá Írak frá innrásinni 2003. Fulltrúar sumra ríkjanna starfa þó enn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir heimkvaðningu hermanna. 6.9.2007 18:45 Rhys Jones borinn til grafar í dag Rhys Jones, ellefu ára drengur sem lést fyrir byssukúlu skotmanns í Liverpool í Bretlandi, var borinn til grafar í dag. Meðal þeirra sem voru viðstaddir útförina í dómkirkjunni í Liverpool voru félagar hans úr fótboltanum. 6.9.2007 18:12 Flugu milli Íslands og Færeyja Átta rússneskar herflugvélar fóru inn í íslenska flugumferðarsvæðið í morgun án þess að tilkynna flugmálayfirvöldum um komu sína. 6.9.2007 18:10 Árás hrundið í Ísrael Sex palestinskir vígamenn voru felldir þegar þeir reyndu að gera árás á ísraelska varðstöð við Gaza ströndina í dag. Ísraelar beittu orrustuþyrlu til þess að hrinda árásinn. Palestínumennirnir tilheyrðu samtökunum Islamic Jihad. 6.9.2007 16:36 Víkingar sóttir í hauga í Noregi Norskir fornleifafræðingar eru nú að sækja jarðneskar leifar þriggja víkinga í hauga þar semþær voru skildar eftir þegar skip voru grafin úr haugunum á fyrrihluta síðustu aldar. Annað var hið fræga Gauksstaðaskip en hitt var sótt í haug í Oseberg. 6.9.2007 15:41 Gabb í Kaupmannahöfn Hryðjuverkaútkall lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir hádegi, reyndist vera gabb. Tilkynnt var um sprengiefni og hugsanleg efnavopn. Lögreglan tól kallið alvarlega, girti af hverfið og flutti fólk á brott. Nú er verið að reyna að finna þá sem göbbuðu hana og eiga þeir ekki von á góðu ef þeir nást. 6.9.2007 14:16 Kaupmannahafnarlögreglan í hryðjuverkaútkalli Danska lögreglan hefur lokað hverfi í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um að þar sé sprengiefni og efnavopn. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa verið fluttir á brott. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Extra Bladet að miðað við það sem á undan sé gengið, sé engin áhætta tekin þegar svona tilkynningar berist. Því hafi fólki verið forðað. Verið er að leita í húsi við Næturgalaveg 75. 6.9.2007 12:55 Tilraunir til hryðjuverka sýna mikilvægi herliðs í Afganistan Háttsettur Bandarískur diplómat segir að sprengjuárásirnar sem þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir í gær sýni mikilvægi þess að þjóðverjar og aðrar Natoþjóðir hafi herlið sitt áfram í Afganistan. Richard Boucher, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna yfir suður- og mið-Asíu, hvatti í viðtali við Reuters þýsk stórnvöld til að halda herliði sínu í í landinu og sagði þetta veru eina leiðina til að stöðva straum hryðjuverkamanna frá svæðinu. 6.9.2007 12:09 Danska lögreglan engu nær um hver sprengdi hús í Íslendingahverfi í Árósum Danska lögreglan hefur lagt til hliðar rannsókn á því þegar einbýlishús sprakk í sumar, án þess að vera nokkru nær um hver framdi verknaðinn. 6.9.2007 12:00 Rússnesku sprengjuvélarnar nálgast Ísland Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim. 6.9.2007 11:43 Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar. 6.9.2007 11:13 Norskar orrustuþotur á móti Rússum Norðmenn sendu í morgun tvær orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust norska lofthelgi. Ofursti í norska flughernum segir að þeir fylgist náið með öllum ferðum Rússa og búist við tíðum heimsóknum þeirra á næstu árum. 6.9.2007 10:33 Rússar sagðir tilbúnir að afhenda Írönum kjarnorkueldsneyti Rússar og Íranar hafa náð samkomulagi um afhendingu á eldsneyti fyrir fyrsta kjarnorkuver Írana, að sögn ríkisútvarpsins í Teheran. Afhending eldsneytisins hefur tafist verulega. Rússar segja að það sé vegna þess að Íranar hafi ekki innt af hendi umsamdar greiðslur. Íranar segja hinsvegar að það sé vegna þess að Rússar séu undir miklum þrýstingi frá Vesturlöndum um að hætta við afhendinguna. 6.9.2007 10:13 Sjá næstu 50 fréttir
McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. 9.9.2007 12:11
Eldur í efnaverksmiðju í Skotlandi Mikill eldur kom upp í efnaverksmiðju í bænum Stevenston í Ayrshire í Skotlandi í kvöld. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað í eldsvoðanum. 8.9.2007 23:15
Sektaðir fyrir að reyna smygla bjarnarklóm til Kína Tveir Kínverjar og tveir Rússar voru dæmdir af kínverskum dómstól í dag til sektargreiðslu og í skilorðsbundinn fangelsisdóms fyrir að reyna smygla sjaldgæfum bjarnarklóm til Kína. Klærnar átti að mylja niður og nota til neyslu. 8.9.2007 22:45
Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásum í Alsír Hluti Al-Kaída samtakanna í Norður-Afríku hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Alsír sem urðu að minnst fimmtíu manns að bana. Frá þessu var greint á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í kvöld. 8.9.2007 22:15
Hefur litla trú á fyrirhugaðri friðarráðstefnu Litlar líkur eru á því að fyrirhuguð friðarráðstefna í Mið-Austurlöndum skili árangri þar sem hvorki Bandaríkin né Ísrael eru tilbúin að skuldbinda sig gagnvart mögulega samkomulagi. Þetta kom fram máli Mohammad Dahlan, eins af leiðtogum Fatah samtakanna á fundi í Genf í Sviss. 8.9.2007 20:57
Segir ástæðu til að óttast al-Qaida George Bush Bandaríkjaforseti segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandi, sýna hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak séu. Í myndbandinu hæðist bin Laden að lýðræðinu í Bandaríkjunum. 8.9.2007 19:02
Luciano Pavarotti jarðsunginn Vinir, ættingjar og aðdáendur stórtenórsins Lucianos Pavarotti fylgdu honum til grafar í heimabæ hans, Modena á Ítalíu í dag. 8.9.2007 19:01
Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. 8.9.2007 18:59
Enn eitt fuglaflensusmit í Þýskalandi Yfirvöld í Þýskalandi hófu í gær að slátra þúsundum alifugla á tveimur fuglabúum í bæjunum Trumling og Hofing í Bæjaralandi vegna fuglaflensusmits. Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni greindist í alifuglum í bænum Wachenroth í lok síðasta mánaðar. Fuglabúin í Trumling og Hofing voru í viðskiptasambandi við fuglabúið í Wachenroth. 8.9.2007 16:26
Þýskur rabbíi stunginn með hníf Ráðist var á þýskan rabbía í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hann stunginn með hníf í magann. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en talið er að um múslima sé að ræða. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, náði sjálfur að komast á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna. 8.9.2007 16:14
Páfi heimsækir kraftaverkamynd Þúsundir kristinna pílagríma tóku vel á móti Benedikti páfa sextánda í bænum Mariazell í Austurríki í dag. Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. Pílagrímarnir létu ekki hellirigningu stoppa sig í að berja páfann augum og ganga með honum að altari helgimyndarinnar. 8.9.2007 12:34
Fossett ófundinn Enn hefur ekkert spurst til milljarðarmæringsins og ævintýramannsins Steves Fossett en hans hefur verið leitað síðan á mánudag. 26 flugvélar og þyrlur leita hans nú í Nevada og eru leitarmenn vongóðir um að finna Fossett á lífi þar sem hann er þekktur fyrir að bjarga sér oft á ótrluegan hátt úr háska. 8.9.2007 12:32
Pavarotti jarðsunginn í dag Tenórinn og stórsöngvarinn Luciano Pavarotti verður jarðsunginn í heimabæ sínum Modena á Ítalíu dag. Tugþúsundir manna hafa undanfarna daga safnast saman við kirkju bæjarins til að kveðja tenórinn sem með áreynslulausum söng sínum heillaði alla heimsbyggðina. Útförinni verður sjónvarpað beint á Ítalíu en aðeins boðsgestir fá að vera viðstaddir hana. 8.9.2007 12:30
Heimurinn er hættulegur, segir Bush Varnir Bandaríkjanna eru takmarkaðar þrátt fyrir efnahagslegan og hernaðarlegan styrk landsins sagði Osama Bin Laden á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær. George Bush, Bandaríkjaforseti, segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandinu, sýni hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak séu og hversu heimurinn, sem við lifum í, sé hættulegur. 8.9.2007 12:23
Sextán láta lífið í átökum á Sri Lanka Tólf liðsmenn Tamíl tígra féllu í átökum milli þeirra og stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Fjórir hermenn féllu í átökunum. 8.9.2007 12:06
Sautján láta lífið í sprengjuárás í Alsír Sautján létu lífið í sprengjuárás í borginni Dellys í austurhluta Alsír í morgun og 30 særðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið sem stóð á hafnarsvæði borgarinnar. 8.9.2007 10:47
Pavarotti borinn til grafar á Ítalíu Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti verður borinn til grafar á Ítalíu í dag. Meðal þeirra sem verða viðstaddir útförina eru söngvararnir Placido Domingo, Jose Carreras og Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2. Þá mun Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, einnig verða viðstaddur athöfnina. 8.9.2007 10:24
Kaþólska kirkjan greiðir 13 milljarða í skaðabætur Fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar í San Diegoborg í Kaliforníu hafa samþykkt að greiða um 13 milljarða íslenskra króna í skaðabætur til þeirra sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu presta. Samkomulagið var gert í dag milli lögfræðinga kirkjunnar og fórnarlambanna sem eru 144 talsins. 7.9.2007 22:04
Seinheppinn þjófur brýst inn í karateskóla Kólumbískur þjófur í Santander héraðinu skammt frá höfuðborginni Bogota hefði eflaust geta fundið betri stað til að ræna en karateskóla. Nemendur skólans voru ekki lengi að afvopna þjófinn sem nú liggur illa slasaður á spítala eftir hina misheppnuðu ránsferð. 7.9.2007 20:39
Segir frekari hryðjuverkaárásir á Bandaríkin mögulegar Bandaríkjamönnum hefur enn ekki tekist að koma veg fyrir að hægt sé að gera hryðjuverkaárás þar í landi. Þetta kemur fram í ræðu Osama bin Laden, leiðtoga Al Kaída samtakanna, í myndbandi sem gert var í tilefni af því að sex ár eru liðin frá árásinni á tvíburaturnana í New York. Sérfræðingum hefur ekki tekist að sannreyna að myndbandið sé nýtt. 7.9.2007 19:42
Móðir Madeleine grunuð Lögreglurannsókn í Portúgal vegna hvarfs breskrar stúlku síðastliðið vor beinist nú að foreldrum stúlkunnar. Móðir Madeleine McCann fékk í dag stöðu grunaðrar hjá yfirvöldum í Portúgal og verið er að yfirheyra föðurinn. 7.9.2007 18:40
Vörn í estrógeni Brottnám eggjastokka getur aukið líkur á taugasjúkdómnum Parkinson og valdið minnistruflunum hjá konum, sérstaklega ef aðgerðin er framkvæmd fyrir tíðahvörf. Þá er talið að áhættan aukist um helming hjá ungum konum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í tímaritinu Neurology Journal og byggir á viðtölum við þúsundir kvenna sem höfðu farið í slíka aðgerð fyrir að meðaltali 27 árum. 7.9.2007 15:00
Við erum plötuð í stórmörkuðum Heldur þú að þú vitir hvað þú kaupir þegar þú ferð út í búð ? Onei. Háskólaprófessor við Verslunarháskólann í Stokkhólmi segir að stórmarkaðir geti haft 70 prósent stjórn á því hvað fólk kaupir inn. Þegar um er að ræða einstakar vörur geta markaðirnir aukið sölu á þeim um 1000 prósent með því að stilla þeim rétt upp. Jens Nordfält prófessur hefur gert lista yfir nokkur brögð sem viðskiptavinirnir eru beittir. 7.9.2007 14:22
Nítján létust í sprengjuárás í Alsír Nítján létust og 107 særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði í Alsír í morgun. Sprengingin varð í bænum Batna, um 450 kílómetra frá höfuðborginni Alsír. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft í stórum hópi fólks sem beið þess að bílalest forseta landins, Abdelaziz Bouteflika, færi hjá. 7.9.2007 13:00
Vill gera friðarsamning við Norður-Kóreu Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag reiðubúinn að gera friðarsamning við Norður-Kóreu, gegn því að Norður-Kóreumenn gæfust endanlega upp á að framleiða kjarnorkuvopn. 7.9.2007 12:43
Graðir kommar Háttsettur kínverskur embættismaður á yfir höfði sér harða refsingu eftir að 11 hjákonur hans fordæmdu hann fyrir spillingu. Hjákonurnar gerðu þetta í hefndarskyni eftir að eiginmenn nokkurra þeirra höfðu verið teknir af lífi fyrir spillingu. Pang Jæjú sem er 63 ára gamall hafði keypt ungar og fallegar konurnar til fylgilags við sig með því að útvega þeim eða eiginmönnum þeirra feit embætti. 7.9.2007 10:10
Blóðblettir fundust í bíl McCann hjónanna Kate Mccann, móðir Madeleine litlu sem leitað hefur verið frá því hún hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí, verður formlega gefin staða grunaðrar, í málinu í dag. 7.9.2007 08:35
Móðir Madeleine yfirheyrð Lögregla í Portúgal yfirheyrði Kate, móður Madeleine Mccann, í meira en ellefu tíma í gær. Madeleine hefur verið saknað frá því hún hvarf frá hótelherbergi sínu í maí. Móðirin var kölluð til yfirheyrslu vegna nýrra sönnunargagna sem komu fram í málinu. Hún hefur verið yfirheyrð áður, en í þetta var í fyrsta sinn sem lögfræðingur hennar er viðstaddur. Lögreglan hefur sagt að foreldrar Madeleine séu ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. 7.9.2007 07:17
Bandaríkjamenn ekki á leið frá Írak á næstunni Írakskar öryggissveitir eru að sögn fyrrverandi hershöfðingja í her Bandaríkjahers í Írak ekki í stakk búnar til að taka við öryggisgæslu í landinu næsta eitt og hálfa árið hið minnsta. 7.9.2007 07:15
Boða nýtt myndband með Osama bin Laden Nýtt myndband af Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, verður brátt sent til fjölmiðla samkvæmt íslamskri vefsíðu. Myndbandið var gert í tilefni af sex ára afmæli árásanna á tvíburaturnana í New York 11. september næstkomandi. Á vefsíðunni má sjá nýja ljósmynd af Osama bin Laden sem tekin er úr myndbandinu. 6.9.2007 21:55
Fjórtán láta lífið í sjálfsmorðsárás í Alsír Fjórtán manns létu lífið og að minnsta kosti 60 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Batna í Alsír í dag. Sprengjan sprakk skömmu áður Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, kom í boðaða heimsókn til bæjarins. Talið er að herskáir múslimar hafi staðið á bak við árásinni. 6.9.2007 20:41
Steve Fossett enn leitað Enn hefur ekkert spurst til ævintýramannsins og methafans Steve Fossett en hans hefur nú verið saknað í fjóra daga. Björgunarsveitarmenn leita nú að Fossett úr lofti og á landi en án árangurs. Í dag var ákveðið að stækka leitarsvæðið. 6.9.2007 19:44
Kallað hermenn heim en ekki gæsluliða Nærri tuttugu þjóðir hafa kallað herlið sitt heim frá Írak frá innrásinni 2003. Fulltrúar sumra ríkjanna starfa þó enn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir heimkvaðningu hermanna. 6.9.2007 18:45
Rhys Jones borinn til grafar í dag Rhys Jones, ellefu ára drengur sem lést fyrir byssukúlu skotmanns í Liverpool í Bretlandi, var borinn til grafar í dag. Meðal þeirra sem voru viðstaddir útförina í dómkirkjunni í Liverpool voru félagar hans úr fótboltanum. 6.9.2007 18:12
Flugu milli Íslands og Færeyja Átta rússneskar herflugvélar fóru inn í íslenska flugumferðarsvæðið í morgun án þess að tilkynna flugmálayfirvöldum um komu sína. 6.9.2007 18:10
Árás hrundið í Ísrael Sex palestinskir vígamenn voru felldir þegar þeir reyndu að gera árás á ísraelska varðstöð við Gaza ströndina í dag. Ísraelar beittu orrustuþyrlu til þess að hrinda árásinn. Palestínumennirnir tilheyrðu samtökunum Islamic Jihad. 6.9.2007 16:36
Víkingar sóttir í hauga í Noregi Norskir fornleifafræðingar eru nú að sækja jarðneskar leifar þriggja víkinga í hauga þar semþær voru skildar eftir þegar skip voru grafin úr haugunum á fyrrihluta síðustu aldar. Annað var hið fræga Gauksstaðaskip en hitt var sótt í haug í Oseberg. 6.9.2007 15:41
Gabb í Kaupmannahöfn Hryðjuverkaútkall lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir hádegi, reyndist vera gabb. Tilkynnt var um sprengiefni og hugsanleg efnavopn. Lögreglan tól kallið alvarlega, girti af hverfið og flutti fólk á brott. Nú er verið að reyna að finna þá sem göbbuðu hana og eiga þeir ekki von á góðu ef þeir nást. 6.9.2007 14:16
Kaupmannahafnarlögreglan í hryðjuverkaútkalli Danska lögreglan hefur lokað hverfi í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um að þar sé sprengiefni og efnavopn. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa verið fluttir á brott. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Extra Bladet að miðað við það sem á undan sé gengið, sé engin áhætta tekin þegar svona tilkynningar berist. Því hafi fólki verið forðað. Verið er að leita í húsi við Næturgalaveg 75. 6.9.2007 12:55
Tilraunir til hryðjuverka sýna mikilvægi herliðs í Afganistan Háttsettur Bandarískur diplómat segir að sprengjuárásirnar sem þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir í gær sýni mikilvægi þess að þjóðverjar og aðrar Natoþjóðir hafi herlið sitt áfram í Afganistan. Richard Boucher, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna yfir suður- og mið-Asíu, hvatti í viðtali við Reuters þýsk stórnvöld til að halda herliði sínu í í landinu og sagði þetta veru eina leiðina til að stöðva straum hryðjuverkamanna frá svæðinu. 6.9.2007 12:09
Danska lögreglan engu nær um hver sprengdi hús í Íslendingahverfi í Árósum Danska lögreglan hefur lagt til hliðar rannsókn á því þegar einbýlishús sprakk í sumar, án þess að vera nokkru nær um hver framdi verknaðinn. 6.9.2007 12:00
Rússnesku sprengjuvélarnar nálgast Ísland Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim. 6.9.2007 11:43
Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar. 6.9.2007 11:13
Norskar orrustuþotur á móti Rússum Norðmenn sendu í morgun tvær orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust norska lofthelgi. Ofursti í norska flughernum segir að þeir fylgist náið með öllum ferðum Rússa og búist við tíðum heimsóknum þeirra á næstu árum. 6.9.2007 10:33
Rússar sagðir tilbúnir að afhenda Írönum kjarnorkueldsneyti Rússar og Íranar hafa náð samkomulagi um afhendingu á eldsneyti fyrir fyrsta kjarnorkuver Írana, að sögn ríkisútvarpsins í Teheran. Afhending eldsneytisins hefur tafist verulega. Rússar segja að það sé vegna þess að Íranar hafi ekki innt af hendi umsamdar greiðslur. Íranar segja hinsvegar að það sé vegna þess að Rússar séu undir miklum þrýstingi frá Vesturlöndum um að hætta við afhendinguna. 6.9.2007 10:13