Fleiri fréttir Ný sjö undur heims Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Rio De Janeiro og hringleikahúsið í Róm eru meðal nýrra sjö undra heimsins. Hin þrjú eru fjallaborgin Macchu Picchu, Taj Mahal og forna Mayaborgin Chicken Itza. 8.7.2007 10:09 Láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í morgun að láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa úr fangelsi. Þetta er gert til að styrkja neyðarstjórn Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem skipuð var í síðasta mánuði eftir að liðsmenn Hamas tóku völdin á Gaza-ströndinni og ráku liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas þaðan. 8.7.2007 10:07 Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. 7.7.2007 19:23 Vináttusamningur undirritaður Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri. 7.7.2007 19:15 Stórstjörnur stigu á stokk Stórstjörnur hafa stigið á stokk í öllum álfum í dag til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Live Earth tónleikar vour haldnir í níu stórborgum til styrktar umhverfinu. 7.7.2007 19:05 14 skólabörn látast í rútuslysi í Indónesíu Minnst 14 létust og 48 slösuðust þegar rúta steyptist tuttugu metra niður í gil á indónesísku eynni Jövu í dag. Flestir hinna látnu voru grunnskólanemar á leið í skólaferðalag. Bremsur rútunnar biluðu þegar bílstjórinn reyndi að taka fram úr öðru ökutæki á miklum hraða. Hann keyrði á þrjá bíla og tvö mótorhjól áður en hann steyptist niður í gilið. Rútan var ein af fimmtán sem fluttu nemendurna, foreldra þeirra og kennara til Ciobus, sem er vinsæll ferðamannastaður í fjalllendi Vestur-Jövu. 7.7.2007 18:23 Fimm sárir eftir skotárás í spilavíti Fimm særðust þegar maður hóf skothríð í New York-New York spilavítinu í Las Vegas upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráfað um nálægar götur í einn og hálfan sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. Hún lýsti manninum sem alvarlega tilfinningalega trufluðum. 7.7.2007 14:51 Live Earth í dag Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. 7.7.2007 12:36 Brotið gegn trú- og samviskufrelsi í Noregi Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg á dögunum. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. 7.7.2007 12:32 Krefst þess að bresk stúlka verði látin laus Umaru Yar'Adua, forseti Nígeru, hefur krafið mannræningja þar í landi um að láta þriggja ára breska stúlku lausa án tafar en henni var rænt í vikunni. Hann hefur skipað öryggissveitum að tryggja að henni verið skilað heilu og höldnu til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir mannræningjana hafa hótað að myrða hana ef þeir fái ekki föður hennar í skiptum fyrir hana. 7.7.2007 12:27 Læknir leiddur fyrir dómara Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí. 7.7.2007 12:14 Tvö ár frá hryðjuverkunum í London Tvö ár eru í dag liðin frá sjálfsmorðssprengjutilræðunum í London og var þessa minnst í dag. Fimmtíu og tveir létust þegar hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni á háannatíma. Fleiri en 700 særðust í árásunum sem eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Bretlandi. Síðan þá hafa öryggissveitir flett ofan af mörgum tilraunum til hryðjuverka í Bretlandi nú síðast tilraunum til að sprengja upp bíla í London og Glasgow. 7.7.2007 12:06 Einn lést og þrír særðust í Írak Að minnsta kosti einn breskur hermaður týndi lífi og þrír særðust í árás á búðir andspyrnumanna í borginni Basra í Suður-Írak í morgun. Áhlaupið var það umfangsmesta sem breska herliðið í Írak hefur skipulagt og staðið fyrir á þessu ári. Um eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í aðgerðinni og voru þyrlur og herflugvélar hermönnum á jörðu niðri til stuðnings. Talsmaður breska hersins segir fjölmarga grunaða andspyrnumenn hafa verið handtekna. Til átaka hefur komið í borginni síðustu vikur þar sem nokkrir hópar sjía-múslima berjast um völdin í Basra og nágrenni þar sem mikið af olíu er að finna. Rúmlega hundrað og fimmtíu breskir hermenn hafa fallið í Írak frá innrásinni í landið 2003. 7.7.2007 10:21 Forseti Nígeríu krefst lausnar breskrar stúlku Forseti Nígeríu, Umaru Yar'Adua, hefur krafist þess að mannræningjar sem hafa þriggja ára breska stúlku í haldi sleppi henni tafarlaust. 7.7.2007 10:20 Live Earth hófst í nótt Tónleikaröðin Live Earth, sem ætlað er að vekja athygli á loftslagsbreytingum, hófst í Tokyo í Japan og Sydney í Ástralíu í nótt. Helstu stórstjörnur í tónlistarheiminum koma fram á tónleikunum sem haldnir eru í níu borgum fram eftir degi og langt fram á kvöld. 7.7.2007 10:19 Annar grunaðra hryðjuverkamanna leiddur fyrir dómara Íraski læknirinn Bilal Abdullah verður leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásinni á Glasgow-flugvöll fyrir viku og að hafa skipulagt sprengutilræði í Lundúnum degi áður. 7.7.2007 10:17 Bíll valt í Mosfellsbæ Fólksbíll valt á Hafrarvatnsvegi við Mosfellsbæ í snemma í nótt. Þrír karlmenn á tvítugsaldri voru í bílnum og hlutu minniháttar meiðsl. Þeir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Grunur er um ölvun. 7.7.2007 10:04 Hús sprakk í Svíþjóð Kröftug sprenging varð í húsi í Södersvik austan við Norrtälje í Svíþjóð í nótt og er það gjörónýtt. Enginn var í húsinu sem er til útleigu en næstu leigjendur áttu að taka við á morgun. Samkvæmt lögreglu hafði enginn haft í hótunum við þá sem tengjast húsinu og urðu eigendurnir fyrir miklu áfalli. 6.7.2007 14:24 Hætta á að fólk geti drukknað á Hróaskeldu Rauði krossinn í Danmörku varar við því að hætta sé á að fólk geti drukknað á Hróaskelduhátíðinni. Þar hefur úrkoma verið mikil undanfarið og stór svæði eru þakin vatni. Talsmenn Rauða krossins á svæðinu segja að hætta á því að fólk geti drukknað sé raunveruleg, sérstaklega ef það er mjög ölvað og getur ekki komið sér upp úr vatninu af sjálfsdáðum. 6.7.2007 13:19 Nektarhlaupið í Pamplona Hundruð dýraverndunarsinna hlupu nærri naktir á götum borgarinnar Pamplona á Spáni í gær til þess að mótmæla hinu árlega nautahlaupi í borginni. 6.7.2007 12:15 Málverk seldist á 2,2 milljarða Málverk eftir endurreisnarlistamanninn Raphael seldist á uppboði í gær fyrir meira en 2,2 milljarða íslenskra króna. Verkið er af ítalska greifanum Lorenzo d'Medici, forföður þess sem nú er á skjánum í Bachelor þáttunum á Skjá einum. Verkið hafði ekki sést opinberlega síðan árið 1968. 6.7.2007 12:00 Mótmæltu mannránum og ofbeldi Hundruð þúsunda manna í Kólumbíu mótmæltu í gær mannránum FARC, samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna. Talið er að um þrjú þúsund Kólumbíumenn séu nú í haldi mannræningja. 6.7.2007 12:00 Fyrsta dauðsfallið í tengslum við flóðin í Suður-Svíþjóð Eldri kona fannst látin í bíl sínum rétt utan við Helsingborg í Suður-Svíþjóð í morgun. Bíllinn fannst umlukinn vatni í skurði við vegarkant og er talið að konan hafi drukknað. Mikil úrkoma og flóð hafa verið í Suður-Svíþjóð undanfarið. 6.7.2007 11:04 Elsti fósturvísirinn að barni Stúlkubarn fæddist nýlega í Bandaríkjunum en fósturvísirinn sem barnið þróaðist úr hafði verið geymdur í frysti í þrettán ár. Þetta er talinn lengsti tími sem fósturvísir hefur verið geymdur þannig að úr hafi orðið heilbrigt barn. 6.7.2007 10:15 Tvær til þrjár milljónir HIV/AIDS smitaðir í Indlandi Á bilinu 2 til 3,1 milljón manna í Indlandi eru með HIV/AIDS samkvæmt nýrri rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Indlandi stóðu að. Áður var talið að allt að tvisvar sinnum fleiri væru smitaðir í Indlandi og hefði það því verið fjölmennasti hópur smitaðra í einu landi. 6.7.2007 08:48 Þrjú hundruð ær drepast í óveðri í Danmörku Óveður og vatnavextir við Vadehaved í Danmörku kostaði 300 ær lífið í síðustu viku. dýraverndarsamtök í Danmörku telja að eigandinn hefði átt að gæta betur að öryggi dýranna. Þau vilja að dýraverndarlögum verði breytt. 5.7.2007 21:32 Segir Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið Brian Atwood, einn helsti sérfræðingur á sviði þróunarmála í heiminum vill endurskipuleggja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en segir þó Ísland eiga þar fullt erindi. Atwood hélt opin fund í utanríkisráðuneytinu í morgun. 5.7.2007 19:00 Eucalyptus kannaður Ástralskir vísindamenn hafa hrint af stað viðamiklum rannsóknum á erfðaræðilegum leyndarmálum ástralska trésins Eucalyptus. Eucalyptus-trén hafa löngum verið vísindamönnum hugleikin. Þau lifa aðallega í Ástralíu en einnig öðrum Eyjaálfulöndum. Trén vaxa afar hratt og telja yfir 700 tegundir. 5.7.2007 18:59 Eldar á Frönsku Riveriunni slökktir Hundruðir íbúa og ferðamanna fengu að snúa aftur að heimilum sínum og tjaldstæðum á Frönsku Riveríunni í dag en þeim var gert að flytja sig frá aðsetrum sínum eftir að skógareldar blossuðu upp í gær. 5.7.2007 18:44 Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. 5.7.2007 18:22 Um 100 börn lentu í sjónum við strendur Dublinar Meira en 100 börnum hefur verið bjargað eftir að siglingarkeppni við strendur Dublinar breyttist í martröð í dag. Öflug vindhviða varð til þess að 91 bát hvolfdi. Um 100 börn sem tóku þátt í keppninni lentu við það í sjónum. 5.7.2007 16:43 45 múslímskir læknar ætluðu að ráðast á Bandaríkin Lögregla hefur fundið internetsamræður á heimasíðu, sem haldið er úti af múslímskum net-hryðjuverkamönnum, þar sem fram kemur að 45 múslímskir læknar hafi ætlað sér að ráðast á Bandaríkin með bílsprengjum og eldflaugum. Þetta kemur fram í vefútgáfu The Telegraph. 5.7.2007 15:17 Mannræningjar Margaret Hill segja hana heila á húfi Mannræningjar Margaret Hill, stúlkunnar sem rænt var í borginni Port Harcourt í Suður- Nígeríu í morgun, hafa haft samband við föður hennar og sagt að hún sé heil á húfi. Faðir hinnar þriggja ára gömlu Margrétar starfar hjá olíufyrirtæki í borginni en stúlkunni var rænt úr bíl, af vopnuðum byssumönnum. 5.7.2007 14:07 Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili. 5.7.2007 12:06 Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt. 5.7.2007 10:25 Á þriðja tug létust í sprengingu í Kína 25 manns biðu bana í sprengingu í næturklúbbi í norðausturhluta Kína í gær. Auk þeirra látnu slösuðust 33 að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Yfirvöld á svæðinu hafa ekkert viljað gefa uppi um mögulegar ástæður sprengingunnar né hve illa haldnir hinir slösuðu séu. Heimildarmenn Reuters á staðnum segja að verið sé að rannsaka hvort sprengingin hafi verið óhapp eða af ásetningi. 5.7.2007 10:16 Rútuslys í Mexíkó Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó. Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið. 5.7.2007 09:52 Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London fyrr í morgun. Óhappið átti sér stað á milli Bethnal Green og Mile End stöðvanna. Óstaðfestar fregnir herma að hundruðir manna hafi verið í lestinni en lögregla segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk geti verið að ræða. Einn er talinn hafa slasast í óhappinu. 5.7.2007 09:49 Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar. 5.7.2007 08:04 Nýtt myndband frá al Qaida Nýtt myndband með myndum af Ayman al-Zawahri, næstráðenda al Qaida, var birt í dag. Þar hvetur hann múslima til dáða í heilögu stríði. 4.7.2007 21:50 Eldar brenna á Frönsku Riveriunni Eldur braust út á Frönsku Riveriunni í dag og þurftu fjöldamargir ferðamenn að yfirgefa aðsetur sín vegna þeirra. Eldurinn braust út á bílastæði nærri Antibes og breiddist út meðfram hraðbrautinni. 4.7.2007 20:46 Varasamt að setja myndir af börnum á veraldarvefinn Lögreglan í Danmörku varar fólk við því að setja fjölskyldumyndir af fáklæddum börnum úr sumarfríum á veraldarvefinn. Søren Thomassen, yfirmaður hjá tölvuglæpadeild dönsku lögreglunnar, segir í samtali við danska blaðið Politiken að fjölmargir barnaníðingar hafi aðgang að forritum sem geti breytt myndunum með vafasömum hætti. 4.7.2007 20:14 Sex kanadískir hermenn létust Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum. 4.7.2007 19:00 Evrópusambandið slær í gegn á YouTube Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum. 4.7.2007 18:45 Rússar með reiðubúnir með eldflaugar í Kalíníngrad Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu að flytja eldflaugasveitir sínar til Kaliningrad ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 4.7.2007 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ný sjö undur heims Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Rio De Janeiro og hringleikahúsið í Róm eru meðal nýrra sjö undra heimsins. Hin þrjú eru fjallaborgin Macchu Picchu, Taj Mahal og forna Mayaborgin Chicken Itza. 8.7.2007 10:09
Láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í morgun að láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa úr fangelsi. Þetta er gert til að styrkja neyðarstjórn Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem skipuð var í síðasta mánuði eftir að liðsmenn Hamas tóku völdin á Gaza-ströndinni og ráku liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas þaðan. 8.7.2007 10:07
Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. 7.7.2007 19:23
Vináttusamningur undirritaður Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri. 7.7.2007 19:15
Stórstjörnur stigu á stokk Stórstjörnur hafa stigið á stokk í öllum álfum í dag til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Live Earth tónleikar vour haldnir í níu stórborgum til styrktar umhverfinu. 7.7.2007 19:05
14 skólabörn látast í rútuslysi í Indónesíu Minnst 14 létust og 48 slösuðust þegar rúta steyptist tuttugu metra niður í gil á indónesísku eynni Jövu í dag. Flestir hinna látnu voru grunnskólanemar á leið í skólaferðalag. Bremsur rútunnar biluðu þegar bílstjórinn reyndi að taka fram úr öðru ökutæki á miklum hraða. Hann keyrði á þrjá bíla og tvö mótorhjól áður en hann steyptist niður í gilið. Rútan var ein af fimmtán sem fluttu nemendurna, foreldra þeirra og kennara til Ciobus, sem er vinsæll ferðamannastaður í fjalllendi Vestur-Jövu. 7.7.2007 18:23
Fimm sárir eftir skotárás í spilavíti Fimm særðust þegar maður hóf skothríð í New York-New York spilavítinu í Las Vegas upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráfað um nálægar götur í einn og hálfan sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. Hún lýsti manninum sem alvarlega tilfinningalega trufluðum. 7.7.2007 14:51
Live Earth í dag Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. 7.7.2007 12:36
Brotið gegn trú- og samviskufrelsi í Noregi Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg á dögunum. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. 7.7.2007 12:32
Krefst þess að bresk stúlka verði látin laus Umaru Yar'Adua, forseti Nígeru, hefur krafið mannræningja þar í landi um að láta þriggja ára breska stúlku lausa án tafar en henni var rænt í vikunni. Hann hefur skipað öryggissveitum að tryggja að henni verið skilað heilu og höldnu til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir mannræningjana hafa hótað að myrða hana ef þeir fái ekki föður hennar í skiptum fyrir hana. 7.7.2007 12:27
Læknir leiddur fyrir dómara Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí. 7.7.2007 12:14
Tvö ár frá hryðjuverkunum í London Tvö ár eru í dag liðin frá sjálfsmorðssprengjutilræðunum í London og var þessa minnst í dag. Fimmtíu og tveir létust þegar hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni á háannatíma. Fleiri en 700 særðust í árásunum sem eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Bretlandi. Síðan þá hafa öryggissveitir flett ofan af mörgum tilraunum til hryðjuverka í Bretlandi nú síðast tilraunum til að sprengja upp bíla í London og Glasgow. 7.7.2007 12:06
Einn lést og þrír særðust í Írak Að minnsta kosti einn breskur hermaður týndi lífi og þrír særðust í árás á búðir andspyrnumanna í borginni Basra í Suður-Írak í morgun. Áhlaupið var það umfangsmesta sem breska herliðið í Írak hefur skipulagt og staðið fyrir á þessu ári. Um eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í aðgerðinni og voru þyrlur og herflugvélar hermönnum á jörðu niðri til stuðnings. Talsmaður breska hersins segir fjölmarga grunaða andspyrnumenn hafa verið handtekna. Til átaka hefur komið í borginni síðustu vikur þar sem nokkrir hópar sjía-múslima berjast um völdin í Basra og nágrenni þar sem mikið af olíu er að finna. Rúmlega hundrað og fimmtíu breskir hermenn hafa fallið í Írak frá innrásinni í landið 2003. 7.7.2007 10:21
Forseti Nígeríu krefst lausnar breskrar stúlku Forseti Nígeríu, Umaru Yar'Adua, hefur krafist þess að mannræningjar sem hafa þriggja ára breska stúlku í haldi sleppi henni tafarlaust. 7.7.2007 10:20
Live Earth hófst í nótt Tónleikaröðin Live Earth, sem ætlað er að vekja athygli á loftslagsbreytingum, hófst í Tokyo í Japan og Sydney í Ástralíu í nótt. Helstu stórstjörnur í tónlistarheiminum koma fram á tónleikunum sem haldnir eru í níu borgum fram eftir degi og langt fram á kvöld. 7.7.2007 10:19
Annar grunaðra hryðjuverkamanna leiddur fyrir dómara Íraski læknirinn Bilal Abdullah verður leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásinni á Glasgow-flugvöll fyrir viku og að hafa skipulagt sprengutilræði í Lundúnum degi áður. 7.7.2007 10:17
Bíll valt í Mosfellsbæ Fólksbíll valt á Hafrarvatnsvegi við Mosfellsbæ í snemma í nótt. Þrír karlmenn á tvítugsaldri voru í bílnum og hlutu minniháttar meiðsl. Þeir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Grunur er um ölvun. 7.7.2007 10:04
Hús sprakk í Svíþjóð Kröftug sprenging varð í húsi í Södersvik austan við Norrtälje í Svíþjóð í nótt og er það gjörónýtt. Enginn var í húsinu sem er til útleigu en næstu leigjendur áttu að taka við á morgun. Samkvæmt lögreglu hafði enginn haft í hótunum við þá sem tengjast húsinu og urðu eigendurnir fyrir miklu áfalli. 6.7.2007 14:24
Hætta á að fólk geti drukknað á Hróaskeldu Rauði krossinn í Danmörku varar við því að hætta sé á að fólk geti drukknað á Hróaskelduhátíðinni. Þar hefur úrkoma verið mikil undanfarið og stór svæði eru þakin vatni. Talsmenn Rauða krossins á svæðinu segja að hætta á því að fólk geti drukknað sé raunveruleg, sérstaklega ef það er mjög ölvað og getur ekki komið sér upp úr vatninu af sjálfsdáðum. 6.7.2007 13:19
Nektarhlaupið í Pamplona Hundruð dýraverndunarsinna hlupu nærri naktir á götum borgarinnar Pamplona á Spáni í gær til þess að mótmæla hinu árlega nautahlaupi í borginni. 6.7.2007 12:15
Málverk seldist á 2,2 milljarða Málverk eftir endurreisnarlistamanninn Raphael seldist á uppboði í gær fyrir meira en 2,2 milljarða íslenskra króna. Verkið er af ítalska greifanum Lorenzo d'Medici, forföður þess sem nú er á skjánum í Bachelor þáttunum á Skjá einum. Verkið hafði ekki sést opinberlega síðan árið 1968. 6.7.2007 12:00
Mótmæltu mannránum og ofbeldi Hundruð þúsunda manna í Kólumbíu mótmæltu í gær mannránum FARC, samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna. Talið er að um þrjú þúsund Kólumbíumenn séu nú í haldi mannræningja. 6.7.2007 12:00
Fyrsta dauðsfallið í tengslum við flóðin í Suður-Svíþjóð Eldri kona fannst látin í bíl sínum rétt utan við Helsingborg í Suður-Svíþjóð í morgun. Bíllinn fannst umlukinn vatni í skurði við vegarkant og er talið að konan hafi drukknað. Mikil úrkoma og flóð hafa verið í Suður-Svíþjóð undanfarið. 6.7.2007 11:04
Elsti fósturvísirinn að barni Stúlkubarn fæddist nýlega í Bandaríkjunum en fósturvísirinn sem barnið þróaðist úr hafði verið geymdur í frysti í þrettán ár. Þetta er talinn lengsti tími sem fósturvísir hefur verið geymdur þannig að úr hafi orðið heilbrigt barn. 6.7.2007 10:15
Tvær til þrjár milljónir HIV/AIDS smitaðir í Indlandi Á bilinu 2 til 3,1 milljón manna í Indlandi eru með HIV/AIDS samkvæmt nýrri rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Indlandi stóðu að. Áður var talið að allt að tvisvar sinnum fleiri væru smitaðir í Indlandi og hefði það því verið fjölmennasti hópur smitaðra í einu landi. 6.7.2007 08:48
Þrjú hundruð ær drepast í óveðri í Danmörku Óveður og vatnavextir við Vadehaved í Danmörku kostaði 300 ær lífið í síðustu viku. dýraverndarsamtök í Danmörku telja að eigandinn hefði átt að gæta betur að öryggi dýranna. Þau vilja að dýraverndarlögum verði breytt. 5.7.2007 21:32
Segir Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið Brian Atwood, einn helsti sérfræðingur á sviði þróunarmála í heiminum vill endurskipuleggja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en segir þó Ísland eiga þar fullt erindi. Atwood hélt opin fund í utanríkisráðuneytinu í morgun. 5.7.2007 19:00
Eucalyptus kannaður Ástralskir vísindamenn hafa hrint af stað viðamiklum rannsóknum á erfðaræðilegum leyndarmálum ástralska trésins Eucalyptus. Eucalyptus-trén hafa löngum verið vísindamönnum hugleikin. Þau lifa aðallega í Ástralíu en einnig öðrum Eyjaálfulöndum. Trén vaxa afar hratt og telja yfir 700 tegundir. 5.7.2007 18:59
Eldar á Frönsku Riveriunni slökktir Hundruðir íbúa og ferðamanna fengu að snúa aftur að heimilum sínum og tjaldstæðum á Frönsku Riveríunni í dag en þeim var gert að flytja sig frá aðsetrum sínum eftir að skógareldar blossuðu upp í gær. 5.7.2007 18:44
Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. 5.7.2007 18:22
Um 100 börn lentu í sjónum við strendur Dublinar Meira en 100 börnum hefur verið bjargað eftir að siglingarkeppni við strendur Dublinar breyttist í martröð í dag. Öflug vindhviða varð til þess að 91 bát hvolfdi. Um 100 börn sem tóku þátt í keppninni lentu við það í sjónum. 5.7.2007 16:43
45 múslímskir læknar ætluðu að ráðast á Bandaríkin Lögregla hefur fundið internetsamræður á heimasíðu, sem haldið er úti af múslímskum net-hryðjuverkamönnum, þar sem fram kemur að 45 múslímskir læknar hafi ætlað sér að ráðast á Bandaríkin með bílsprengjum og eldflaugum. Þetta kemur fram í vefútgáfu The Telegraph. 5.7.2007 15:17
Mannræningjar Margaret Hill segja hana heila á húfi Mannræningjar Margaret Hill, stúlkunnar sem rænt var í borginni Port Harcourt í Suður- Nígeríu í morgun, hafa haft samband við föður hennar og sagt að hún sé heil á húfi. Faðir hinnar þriggja ára gömlu Margrétar starfar hjá olíufyrirtæki í borginni en stúlkunni var rænt úr bíl, af vopnuðum byssumönnum. 5.7.2007 14:07
Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili. 5.7.2007 12:06
Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt. 5.7.2007 10:25
Á þriðja tug létust í sprengingu í Kína 25 manns biðu bana í sprengingu í næturklúbbi í norðausturhluta Kína í gær. Auk þeirra látnu slösuðust 33 að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Yfirvöld á svæðinu hafa ekkert viljað gefa uppi um mögulegar ástæður sprengingunnar né hve illa haldnir hinir slösuðu séu. Heimildarmenn Reuters á staðnum segja að verið sé að rannsaka hvort sprengingin hafi verið óhapp eða af ásetningi. 5.7.2007 10:16
Rútuslys í Mexíkó Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó. Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið. 5.7.2007 09:52
Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London fyrr í morgun. Óhappið átti sér stað á milli Bethnal Green og Mile End stöðvanna. Óstaðfestar fregnir herma að hundruðir manna hafi verið í lestinni en lögregla segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk geti verið að ræða. Einn er talinn hafa slasast í óhappinu. 5.7.2007 09:49
Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar. 5.7.2007 08:04
Nýtt myndband frá al Qaida Nýtt myndband með myndum af Ayman al-Zawahri, næstráðenda al Qaida, var birt í dag. Þar hvetur hann múslima til dáða í heilögu stríði. 4.7.2007 21:50
Eldar brenna á Frönsku Riveriunni Eldur braust út á Frönsku Riveriunni í dag og þurftu fjöldamargir ferðamenn að yfirgefa aðsetur sín vegna þeirra. Eldurinn braust út á bílastæði nærri Antibes og breiddist út meðfram hraðbrautinni. 4.7.2007 20:46
Varasamt að setja myndir af börnum á veraldarvefinn Lögreglan í Danmörku varar fólk við því að setja fjölskyldumyndir af fáklæddum börnum úr sumarfríum á veraldarvefinn. Søren Thomassen, yfirmaður hjá tölvuglæpadeild dönsku lögreglunnar, segir í samtali við danska blaðið Politiken að fjölmargir barnaníðingar hafi aðgang að forritum sem geti breytt myndunum með vafasömum hætti. 4.7.2007 20:14
Sex kanadískir hermenn létust Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum. 4.7.2007 19:00
Evrópusambandið slær í gegn á YouTube Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum. 4.7.2007 18:45
Rússar með reiðubúnir með eldflaugar í Kalíníngrad Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu að flytja eldflaugasveitir sínar til Kaliningrad ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 4.7.2007 18:30