Fleiri fréttir Atlantis flytur sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Vísindamenn hjá bandarísku geimferðarstofnuninni eru vongóðir um að hægt verði að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft frá Canaveral höfða í Flórída næstkomandi föstudag. Geimskutlunni er ætlað að flytja mikilvæga hluti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en upphaflega átti Atlantis að fara á loft fyrir þremur mánuðum. 6.6.2007 20:35 Ætlaði ekki að gera honum mein Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein. 6.6.2007 19:15 Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. 6.6.2007 18:45 Merkur forleifafundur í Marokkó Gataðar skeljar sem fundust í helli í Marokkó á dögunum gætu verið elstu skartgripir sem vitað er um. Telja viðkomandi vísindamenn þær vera smíðaðar fyrir um það bil 82 þúsund árum. 6.6.2007 17:07 Hugðist ekki gera páfa mein 6.6.2007 16:53 Óttast að Sýrlendingar stefni á stríð Forsætisráðherra Ísraels reyndi í dag að róa þjóðina vegna þráláts orðróms um að Sýrlendingar séu að búa sig undir stríð til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ehud Olmert sagði að Ísrael vildi frið við Sýrland og að forðast yrði allan misskilning sem gæti leitt til átaka. Ísraelskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sýrlendingar séu að fjölga eldflaugaskotpöllum og hermönnum við landamæri ríkjanna. 6.6.2007 16:30 Útvarpskona myrt í Afganistan Ung kona, Zakia Zaki, sem rak útvarpsstöðvar í Afganistan, var skotin til bana fyrir skömmu. Konan var sofandi í rúmi sínu við hliðina á 20 mánaða gömlum syni sínum á heimili þeirra nærri Kabul. Hún var skotin sjö sinnum, þar á meðal í höfuð og brjóst. Börn hennar sakaði ekki. Vitað er að ódæðismennirnir voru þrír en ekki er vitað hverjir þeir voru. Ástæður verknaðarins eru ókunnir. 6.6.2007 15:19 Sýknuð af morðinu á bankastjóra Guðs Dómstóll í Róm sýknaði í dag fjóra karlmenn og eina konu sem voru sökuð um að hafa myrt ítalska bankamanninn Roberto Calvi fyrir 25 árum. Calvi sem var kallaður bankastjóri Guðs vegna tengsla sinna við páfagarð, fannst hengdur undir Blackfriars brúnni í hjarta Lundúna árið 1982. Vasar hans voru úttroðnir af múrsteinum og peningaseðlum. 6.6.2007 14:35 Mótmæli á G8 ráðstefnunni Mótmælendum og lögreglu lenti saman í Þýskalandi í dag, þegar mótmælendurnir reyndu að loka götum í átt að G8 ráðstefnunni. Að minnsta kosti átta lögreglumenn slösuðust eftir grjótárásir. Lögreglan réðst á mótmælendur með vatnsafli til þess að róa þá. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. 6.6.2007 13:41 Nashyrningar í útrýmingarhættu Mikil fækkun hefur orðið á nashyrningum í Afríku. Helsta ástæðan er sú að viðskipti á hornum þeirra hefur færst mikið í vöxt á undanförnum árum. Nú nálgast stofninn útrýmingarhættu. 6.6.2007 13:41 Taktu rútu druslan þín Hinn 26 ára gamli Tom Sogheim fékk kaldar kveðjur þegar hann flaug með SAS flugfélaginu frá Osló til heimabæjarins Bodö síðastliðinn sunnudag. Tom var í götóttum gallabuxum, skeggjaður og með rasta-hárgreiðslu. Flugþjónn í SAS vélinni lét hann heyra að þetta 6.6.2007 13:11 Fjármálaráðherra Svíþjóðar hyggst berjast fyrir áfengisskatti Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg segir í viðtali við Dagens industri að leitað verði allra leiða til að sjá til þess að kaupendur greiði skatt af áfengi sem keypt er í gegnum netið. 6.6.2007 13:04 Komu hjálpargögnum í búðirnar Hjálparsamtökum tókst í gær að koma hjálpargögnum inn Nahr el-Bared flóttamannabúðirnar í Líbanon. Það er í fyrsta sinn frá því að sókn líbanska hersins gegn herskáum múslimum, sem halda þar til, hófst í síðasta mánuði. Um hundrað manns hafa fallið í átökunum aðallega almennir borgarar. 6.6.2007 12:45 Búist við deilum á G8 fundi Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. 6.6.2007 12:15 Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. 6.6.2007 11:31 Hengd fyrir framhjáhald Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður var tekinn af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis. 6.6.2007 11:25 Reyndi að stökkva upp í bílinn til páfa Maður nokkur reyndi að stökkva upp í bílinn hjá Benedikt páfa fyrir stundu. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru hann niður. Ekki er enn vitað hver maðurinn er eða hvað honum gekk til. 6.6.2007 11:03 Þrír Finnar handteknir í Íran Þrír Finnar eru í varðhaldi í Íran eftir að til þeirra sást á siglingu í íranskri lögsögu í Persaflóa um helgina. Utanríkisráðherra Finna segir við CNN að mennirnir hafi verið við veiðar og ekki vitað hvar þeir voru. 6.6.2007 09:57 Fundi Abbas og Olmerts frestað Fyrirhugðum fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað að beiðni Palestínumanna. Frá þessu greindi í tilkynningu frá Olmerts í dag. 6.6.2007 09:55 Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18 Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30 Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08 Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53 Libby í 30 mánaða fangelsi 5.6.2007 16:18 Smokkarnir voru of litlir Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið. 5.6.2007 15:49 Dregin marga kílómetra undir sendiferðabíl Tveir menn hafa verið handteknir í Flórída fyrir að draga konu margra kílómetra leið undir sendiferðabíl sínum. Lögreglan hafði upp á sendiferðabílnum með því að fylgja blóðslóðinni á veginum. Þegar hún fann bílinn var konan látin og mennirnir flúnir af vettvangi. 5.6.2007 15:35 Vélmenni með tilfinningar Japanska vélmenninu Kansei finnst sushi gott, hann frýs þegar hann heyrir orðið sprengja og er illa við forsetann. 5.6.2007 15:05 Forsætisráðherra Dana ver tjáningarfrelsið Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, varði einstaklingsfrelsið í ræðu sem hann hélt í tilefni af Grundlovsdag, sem er í dag. Hann sagði að það væri óverjandi þegar öfgakennd trú og öfgafull þjóðerniskennd bitnaði á einstaklingfrelsi, gerði konur undirgefnar karlmönnum og hindraði framþróun í efnahags-, þjóðfélags-, og menntamálum. 5.6.2007 14:35 Drap sjálfan sig og tvö börn sín eftir að hafa komist að framhjáhaldi konunnar Iain Varma, 34 ára kokkur frá norðurhluta Devon í Bretlandi, sem lést ásamt tveimur börnum sínum í eldsvoða er talinn hafa stungið börnin sín tvö og sjálfan sig áður en hann kveikti svo í húsinu. 5.6.2007 14:23 Ætla að sýna Díönu deyja Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu. 5.6.2007 13:30 Bush róar Rússa út af eldflaugakerfi George Bush Bandaríkjaforseti reynir nú að bera klæði á vopnin gangvart Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fullvissa hann um að óþarfi sé að að óttast fyrirhugað eldflaugarkerfi í Austur-Evrópu. 5.6.2007 13:15 Með samúðarkveðjum -bin Laden Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001. 5.6.2007 13:15 Kínverjar lofa aðgerðum í umhverfismálum Ríkisstjórn Kína hefur opinberað skýrslu þar sem fram kemur stefna þeirra og áætlaðar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Í skýrslunni heitir stjórnin því að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni. Þó er tekið skýrt fram að ekkert verði aðhafst, ógni það örum vexti efnahagskerfis landsins. 5.6.2007 12:10 Fjársjóðsskip vekur deilur Spænsk stjórnvöld hafa lagt fram kæru hjá dómstól í Bandaríkjunum vegna skipsflaks sem bandaríska fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur fundið og hirt fjársjóð úr. Fjársjóðurinn er sagður vera rúmlega þrjátíu milljarða króna virði. 5.6.2007 12:00 Hikk hikk húrra Margir Svíar eru ærir af gleði yfir því að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænska ríkið hefði ekki heimild til þess að banna einstaklingum að kaupa áfengi á netinu. Einni klukkustund eftir að fregnirnar bárust höfðu yfir 13000 manns tekið þátt í skoðanakönnun sænska Aftenposten um hvort þetta væru góðar eða slæmar fréttir. Um 75 prósent sögðust mundu versla á netinu. 5.6.2007 11:14 Fundu þrjátíu nýjar plánetur Tuttugu og átta plánetur hafa fundist á braut um aðrar stjörnur undanfarið ár. Samtals er nú vitað um 236 plánetur utan okkar sólkerfis. Vísindamenn segja milljarða byggilegra pláneta geta verið til, samkvæmt fréttavef Reuters. 5.6.2007 11:00 Elsta melóna í heimi fundin Fornleifafræðingar í Vestur-Japan grófu á dögunum upp lítinn skífulaga hlut sem þeir telja vera elstu óröskuðu leifar af melónu sem fundist hafa. 5.6.2007 10:54 Bráðnun íss hraðar hlýnun Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að bráðnun jökla, íss og snjós geti haft áhrif á allt að 40 prósent jarðarbúa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stofnuninni. 5.6.2007 10:00 Réttað yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan í Bandaríkjunum Réttarhöld yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan hófust í Atlanta í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa myrt tvo svarta unglingspilta árið 1964. Málið er í hópi fjölmargra annarra mála sem tengjast kynþáttaofbeldi á 6. og 7. áratug síðustu aldar sem tekin hafa verið upp að nýju í Bandaríkjunum á undanförnum árum. 4.6.2007 23:28 Létu lífið þegar bananakassar hrundu yfir þá Sex létu lífið þegar stæður af bananakössum hrundi yfir þá í flutningabíl við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag. Mennirnir voru að reyna smygla sér ásamt öðrum yfir landamærin til Bandaríkjanna þegar slysið átti sér stað. Tíu aðrir slösuðust. 4.6.2007 22:28 Kalla eftir samstöðu til að draga úr mengun Kanadamenn hafa kallað eftir samstöðu meðal átta stærstu iðnríkja heims um að draga verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta kom fram í máli Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, á fundi átta stærstu iðnríkja heims í Berlín í dag. Hann telur þó ólíklegt að Kanada nái að draga úr mengun í samræmi við Kyoto bókunina. 4.6.2007 21:39 Pálmi ógnar plönturíki Noregs Suðrænn nýbúi í plönturíki Noregs stefnir nú innlendum gróðri í hættu með því að breiðast út á ógnarhraða. Hlýnun jarðar í kjölfar loftslagsbreytinga hefur valdið því að plantan, sem kallast Tromsö pálmi, hefur þrifist óvenjulega vel á þessum norðlægum slóðum. Yfirvöld í Tromsö hafa skorið upp herör gegn pálmanum. 4.6.2007 20:25 Ólíklegt að ákært verði Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. 4.6.2007 19:00 Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. 4.6.2007 18:30 Krefjast 150 milljarða í skaðabætur frá lyfjafyrirtæki Dómstóll í Nígeríu ákvað í dag að fresta réttarhöldum yfir lyfjafyrirtækinu Pfizer til júlímánaðar. Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra nígerískra barna eftir að þau voru notuð í tilraunaskyni fyrir ósamþykkt lyf. Fyrirtækið hefur vísað ákærunum á bug. 4.6.2007 18:17 Sjá næstu 50 fréttir
Atlantis flytur sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Vísindamenn hjá bandarísku geimferðarstofnuninni eru vongóðir um að hægt verði að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft frá Canaveral höfða í Flórída næstkomandi föstudag. Geimskutlunni er ætlað að flytja mikilvæga hluti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en upphaflega átti Atlantis að fara á loft fyrir þremur mánuðum. 6.6.2007 20:35
Ætlaði ekki að gera honum mein Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein. 6.6.2007 19:15
Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. 6.6.2007 18:45
Merkur forleifafundur í Marokkó Gataðar skeljar sem fundust í helli í Marokkó á dögunum gætu verið elstu skartgripir sem vitað er um. Telja viðkomandi vísindamenn þær vera smíðaðar fyrir um það bil 82 þúsund árum. 6.6.2007 17:07
Óttast að Sýrlendingar stefni á stríð Forsætisráðherra Ísraels reyndi í dag að róa þjóðina vegna þráláts orðróms um að Sýrlendingar séu að búa sig undir stríð til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ehud Olmert sagði að Ísrael vildi frið við Sýrland og að forðast yrði allan misskilning sem gæti leitt til átaka. Ísraelskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sýrlendingar séu að fjölga eldflaugaskotpöllum og hermönnum við landamæri ríkjanna. 6.6.2007 16:30
Útvarpskona myrt í Afganistan Ung kona, Zakia Zaki, sem rak útvarpsstöðvar í Afganistan, var skotin til bana fyrir skömmu. Konan var sofandi í rúmi sínu við hliðina á 20 mánaða gömlum syni sínum á heimili þeirra nærri Kabul. Hún var skotin sjö sinnum, þar á meðal í höfuð og brjóst. Börn hennar sakaði ekki. Vitað er að ódæðismennirnir voru þrír en ekki er vitað hverjir þeir voru. Ástæður verknaðarins eru ókunnir. 6.6.2007 15:19
Sýknuð af morðinu á bankastjóra Guðs Dómstóll í Róm sýknaði í dag fjóra karlmenn og eina konu sem voru sökuð um að hafa myrt ítalska bankamanninn Roberto Calvi fyrir 25 árum. Calvi sem var kallaður bankastjóri Guðs vegna tengsla sinna við páfagarð, fannst hengdur undir Blackfriars brúnni í hjarta Lundúna árið 1982. Vasar hans voru úttroðnir af múrsteinum og peningaseðlum. 6.6.2007 14:35
Mótmæli á G8 ráðstefnunni Mótmælendum og lögreglu lenti saman í Þýskalandi í dag, þegar mótmælendurnir reyndu að loka götum í átt að G8 ráðstefnunni. Að minnsta kosti átta lögreglumenn slösuðust eftir grjótárásir. Lögreglan réðst á mótmælendur með vatnsafli til þess að róa þá. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. 6.6.2007 13:41
Nashyrningar í útrýmingarhættu Mikil fækkun hefur orðið á nashyrningum í Afríku. Helsta ástæðan er sú að viðskipti á hornum þeirra hefur færst mikið í vöxt á undanförnum árum. Nú nálgast stofninn útrýmingarhættu. 6.6.2007 13:41
Taktu rútu druslan þín Hinn 26 ára gamli Tom Sogheim fékk kaldar kveðjur þegar hann flaug með SAS flugfélaginu frá Osló til heimabæjarins Bodö síðastliðinn sunnudag. Tom var í götóttum gallabuxum, skeggjaður og með rasta-hárgreiðslu. Flugþjónn í SAS vélinni lét hann heyra að þetta 6.6.2007 13:11
Fjármálaráðherra Svíþjóðar hyggst berjast fyrir áfengisskatti Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg segir í viðtali við Dagens industri að leitað verði allra leiða til að sjá til þess að kaupendur greiði skatt af áfengi sem keypt er í gegnum netið. 6.6.2007 13:04
Komu hjálpargögnum í búðirnar Hjálparsamtökum tókst í gær að koma hjálpargögnum inn Nahr el-Bared flóttamannabúðirnar í Líbanon. Það er í fyrsta sinn frá því að sókn líbanska hersins gegn herskáum múslimum, sem halda þar til, hófst í síðasta mánuði. Um hundrað manns hafa fallið í átökunum aðallega almennir borgarar. 6.6.2007 12:45
Búist við deilum á G8 fundi Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. 6.6.2007 12:15
Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. 6.6.2007 11:31
Hengd fyrir framhjáhald Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður var tekinn af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis. 6.6.2007 11:25
Reyndi að stökkva upp í bílinn til páfa Maður nokkur reyndi að stökkva upp í bílinn hjá Benedikt páfa fyrir stundu. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru hann niður. Ekki er enn vitað hver maðurinn er eða hvað honum gekk til. 6.6.2007 11:03
Þrír Finnar handteknir í Íran Þrír Finnar eru í varðhaldi í Íran eftir að til þeirra sást á siglingu í íranskri lögsögu í Persaflóa um helgina. Utanríkisráðherra Finna segir við CNN að mennirnir hafi verið við veiðar og ekki vitað hvar þeir voru. 6.6.2007 09:57
Fundi Abbas og Olmerts frestað Fyrirhugðum fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað að beiðni Palestínumanna. Frá þessu greindi í tilkynningu frá Olmerts í dag. 6.6.2007 09:55
Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18
Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30
Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08
Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53
Smokkarnir voru of litlir Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið. 5.6.2007 15:49
Dregin marga kílómetra undir sendiferðabíl Tveir menn hafa verið handteknir í Flórída fyrir að draga konu margra kílómetra leið undir sendiferðabíl sínum. Lögreglan hafði upp á sendiferðabílnum með því að fylgja blóðslóðinni á veginum. Þegar hún fann bílinn var konan látin og mennirnir flúnir af vettvangi. 5.6.2007 15:35
Vélmenni með tilfinningar Japanska vélmenninu Kansei finnst sushi gott, hann frýs þegar hann heyrir orðið sprengja og er illa við forsetann. 5.6.2007 15:05
Forsætisráðherra Dana ver tjáningarfrelsið Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, varði einstaklingsfrelsið í ræðu sem hann hélt í tilefni af Grundlovsdag, sem er í dag. Hann sagði að það væri óverjandi þegar öfgakennd trú og öfgafull þjóðerniskennd bitnaði á einstaklingfrelsi, gerði konur undirgefnar karlmönnum og hindraði framþróun í efnahags-, þjóðfélags-, og menntamálum. 5.6.2007 14:35
Drap sjálfan sig og tvö börn sín eftir að hafa komist að framhjáhaldi konunnar Iain Varma, 34 ára kokkur frá norðurhluta Devon í Bretlandi, sem lést ásamt tveimur börnum sínum í eldsvoða er talinn hafa stungið börnin sín tvö og sjálfan sig áður en hann kveikti svo í húsinu. 5.6.2007 14:23
Ætla að sýna Díönu deyja Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu. 5.6.2007 13:30
Bush róar Rússa út af eldflaugakerfi George Bush Bandaríkjaforseti reynir nú að bera klæði á vopnin gangvart Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fullvissa hann um að óþarfi sé að að óttast fyrirhugað eldflaugarkerfi í Austur-Evrópu. 5.6.2007 13:15
Með samúðarkveðjum -bin Laden Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001. 5.6.2007 13:15
Kínverjar lofa aðgerðum í umhverfismálum Ríkisstjórn Kína hefur opinberað skýrslu þar sem fram kemur stefna þeirra og áætlaðar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Í skýrslunni heitir stjórnin því að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni. Þó er tekið skýrt fram að ekkert verði aðhafst, ógni það örum vexti efnahagskerfis landsins. 5.6.2007 12:10
Fjársjóðsskip vekur deilur Spænsk stjórnvöld hafa lagt fram kæru hjá dómstól í Bandaríkjunum vegna skipsflaks sem bandaríska fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur fundið og hirt fjársjóð úr. Fjársjóðurinn er sagður vera rúmlega þrjátíu milljarða króna virði. 5.6.2007 12:00
Hikk hikk húrra Margir Svíar eru ærir af gleði yfir því að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænska ríkið hefði ekki heimild til þess að banna einstaklingum að kaupa áfengi á netinu. Einni klukkustund eftir að fregnirnar bárust höfðu yfir 13000 manns tekið þátt í skoðanakönnun sænska Aftenposten um hvort þetta væru góðar eða slæmar fréttir. Um 75 prósent sögðust mundu versla á netinu. 5.6.2007 11:14
Fundu þrjátíu nýjar plánetur Tuttugu og átta plánetur hafa fundist á braut um aðrar stjörnur undanfarið ár. Samtals er nú vitað um 236 plánetur utan okkar sólkerfis. Vísindamenn segja milljarða byggilegra pláneta geta verið til, samkvæmt fréttavef Reuters. 5.6.2007 11:00
Elsta melóna í heimi fundin Fornleifafræðingar í Vestur-Japan grófu á dögunum upp lítinn skífulaga hlut sem þeir telja vera elstu óröskuðu leifar af melónu sem fundist hafa. 5.6.2007 10:54
Bráðnun íss hraðar hlýnun Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að bráðnun jökla, íss og snjós geti haft áhrif á allt að 40 prósent jarðarbúa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stofnuninni. 5.6.2007 10:00
Réttað yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan í Bandaríkjunum Réttarhöld yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan hófust í Atlanta í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa myrt tvo svarta unglingspilta árið 1964. Málið er í hópi fjölmargra annarra mála sem tengjast kynþáttaofbeldi á 6. og 7. áratug síðustu aldar sem tekin hafa verið upp að nýju í Bandaríkjunum á undanförnum árum. 4.6.2007 23:28
Létu lífið þegar bananakassar hrundu yfir þá Sex létu lífið þegar stæður af bananakössum hrundi yfir þá í flutningabíl við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag. Mennirnir voru að reyna smygla sér ásamt öðrum yfir landamærin til Bandaríkjanna þegar slysið átti sér stað. Tíu aðrir slösuðust. 4.6.2007 22:28
Kalla eftir samstöðu til að draga úr mengun Kanadamenn hafa kallað eftir samstöðu meðal átta stærstu iðnríkja heims um að draga verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta kom fram í máli Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, á fundi átta stærstu iðnríkja heims í Berlín í dag. Hann telur þó ólíklegt að Kanada nái að draga úr mengun í samræmi við Kyoto bókunina. 4.6.2007 21:39
Pálmi ógnar plönturíki Noregs Suðrænn nýbúi í plönturíki Noregs stefnir nú innlendum gróðri í hættu með því að breiðast út á ógnarhraða. Hlýnun jarðar í kjölfar loftslagsbreytinga hefur valdið því að plantan, sem kallast Tromsö pálmi, hefur þrifist óvenjulega vel á þessum norðlægum slóðum. Yfirvöld í Tromsö hafa skorið upp herör gegn pálmanum. 4.6.2007 20:25
Ólíklegt að ákært verði Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. 4.6.2007 19:00
Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. 4.6.2007 18:30
Krefjast 150 milljarða í skaðabætur frá lyfjafyrirtæki Dómstóll í Nígeríu ákvað í dag að fresta réttarhöldum yfir lyfjafyrirtækinu Pfizer til júlímánaðar. Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra nígerískra barna eftir að þau voru notuð í tilraunaskyni fyrir ósamþykkt lyf. Fyrirtækið hefur vísað ákærunum á bug. 4.6.2007 18:17