Fleiri fréttir Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. 4.6.2007 16:15 Sakfelldir fyrir umfangsmikið smygl á fólki Sex karlar voru í dag í Uppsölum í Svíþjóð dæmdir í átta mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikið smygl á Írökum til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda. 4.6.2007 15:03 Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. 4.6.2007 14:38 Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17 Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02 Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37 Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12 Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50 Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21 Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05 Fótboltabullan fær tugmilljóna króna sektarkröfur 4.6.2007 11:49 Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39 Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19 Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06 Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00 Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29 Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07 Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07 Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02 Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21 Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. 3.6.2007 18:45 Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. 3.6.2007 18:30 Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. 3.6.2007 17:58 Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. 3.6.2007 17:15 Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. 3.6.2007 16:20 300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . 3.6.2007 15:47 Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. 3.6.2007 15:02 Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. 3.6.2007 14:38 Keyrði á 35 manns Kona í Washington D.C. í Bandaríkjunum keyrði bílinn sinn í gegnum götuhátíð í gærkvöldi og særði 35 manns. Lögregla sagði að 7 af fórnarlömbum hennar hefðu meiðst alvarlega. Hún var með sjö ára dóttur sína með sér í bílnum. Konan, Tonya Bell, 30 ára, var síðan handtekin. Enn hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna konan gerði þetta en beðið er eftir niðurstöðum úr blóðrannsóknum. 3.6.2007 14:20 Blair til Þýskalands Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar. 3.6.2007 14:11 Tveir sjálfboðaliðir Rauða krossins á Sri Lanka myrtir Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fundust myrtir á Sri Lanka í dag, tveimur dögum eftir að þeim hafði verið rænt. Átök hafa brotist út að undanförnu á milli tamíltígra og stjórnvalda og lentu sjálfboðaliðarnir á milli. Þeir voru á að bíða eftir lest til borgarinnar Batticaloa þegar þeim var rænt. Menn klæddir borgaraleg föt námu þá á brott undir því yufirskini að þeir væru leynilögregla. 3.6.2007 13:47 Tunick tekur myndir í Amsterdam Tugir kvenna sátu fyrir naktar á brú yfir einum af hinum sögufrægu skurðum Amsterdam í morgun. Útsýnið var einstakt, jafnvel í Amsterdam sem þykir nokkuð frjálslynd í viðhorfum sínum til nektar og kynlífs. Konunar voru hluti af 2.000 manna hópi sem hafði safnast saman í borginni að beiðni ljósmyndarans Spencer Tunick en hann er frægur fyrir að taka myndir af nöktu fólki á opinberum stöðum. 3.6.2007 13:33 Kannað með kæru á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. 3.6.2007 12:06 UEFA segir stuðningsmenn Liverpool þá verstu í Evrópu Stuðningsmenn Liverpool eru þeir verstu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf frá sér í gær. Útsendarar UEFA voru í dulargervi á meðal stuðningsmanna til þess að safna gögnum um hegðan þeirra. Nokkur vandræði sköpuðust þegar Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar og hefur UEFA kennt stuðningsmönnum Liverpool um þau. 3.6.2007 12:01 Ástralir taka sig á í umhverfismálum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða. 3.6.2007 11:46 Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6 Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna. 3.6.2007 11:30 Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. 3.6.2007 11:15 G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. 3.6.2007 10:49 Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. 3.6.2007 10:33 Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. 3.6.2007 10:30 200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott 3.6.2007 09:48 Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. 2.6.2007 19:55 Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. 2.6.2007 19:30 Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. 2.6.2007 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. 4.6.2007 16:15
Sakfelldir fyrir umfangsmikið smygl á fólki Sex karlar voru í dag í Uppsölum í Svíþjóð dæmdir í átta mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikið smygl á Írökum til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda. 4.6.2007 15:03
Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. 4.6.2007 14:38
Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17
Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02
Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37
Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12
Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50
Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21
Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05
Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39
Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19
Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06
Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00
Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29
Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07
Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07
Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02
Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21
Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. 3.6.2007 18:45
Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. 3.6.2007 18:30
Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. 3.6.2007 17:58
Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. 3.6.2007 17:15
Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. 3.6.2007 16:20
300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . 3.6.2007 15:47
Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. 3.6.2007 15:02
Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. 3.6.2007 14:38
Keyrði á 35 manns Kona í Washington D.C. í Bandaríkjunum keyrði bílinn sinn í gegnum götuhátíð í gærkvöldi og særði 35 manns. Lögregla sagði að 7 af fórnarlömbum hennar hefðu meiðst alvarlega. Hún var með sjö ára dóttur sína með sér í bílnum. Konan, Tonya Bell, 30 ára, var síðan handtekin. Enn hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna konan gerði þetta en beðið er eftir niðurstöðum úr blóðrannsóknum. 3.6.2007 14:20
Blair til Þýskalands Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar. 3.6.2007 14:11
Tveir sjálfboðaliðir Rauða krossins á Sri Lanka myrtir Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fundust myrtir á Sri Lanka í dag, tveimur dögum eftir að þeim hafði verið rænt. Átök hafa brotist út að undanförnu á milli tamíltígra og stjórnvalda og lentu sjálfboðaliðarnir á milli. Þeir voru á að bíða eftir lest til borgarinnar Batticaloa þegar þeim var rænt. Menn klæddir borgaraleg föt námu þá á brott undir því yufirskini að þeir væru leynilögregla. 3.6.2007 13:47
Tunick tekur myndir í Amsterdam Tugir kvenna sátu fyrir naktar á brú yfir einum af hinum sögufrægu skurðum Amsterdam í morgun. Útsýnið var einstakt, jafnvel í Amsterdam sem þykir nokkuð frjálslynd í viðhorfum sínum til nektar og kynlífs. Konunar voru hluti af 2.000 manna hópi sem hafði safnast saman í borginni að beiðni ljósmyndarans Spencer Tunick en hann er frægur fyrir að taka myndir af nöktu fólki á opinberum stöðum. 3.6.2007 13:33
Kannað með kæru á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. 3.6.2007 12:06
UEFA segir stuðningsmenn Liverpool þá verstu í Evrópu Stuðningsmenn Liverpool eru þeir verstu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf frá sér í gær. Útsendarar UEFA voru í dulargervi á meðal stuðningsmanna til þess að safna gögnum um hegðan þeirra. Nokkur vandræði sköpuðust þegar Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar og hefur UEFA kennt stuðningsmönnum Liverpool um þau. 3.6.2007 12:01
Ástralir taka sig á í umhverfismálum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða. 3.6.2007 11:46
Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6 Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna. 3.6.2007 11:30
Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. 3.6.2007 11:15
G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. 3.6.2007 10:49
Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. 3.6.2007 10:33
Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. 3.6.2007 10:30
200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott 3.6.2007 09:48
Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. 2.6.2007 19:55
Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. 2.6.2007 19:30
Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. 2.6.2007 19:15