Fleiri fréttir Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni. 26.5.2007 10:35 Enn ósamið í kjaradeilu SAS Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag. 26.5.2007 10:30 Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. 26.5.2007 10:18 Ráðherra tekinn höndum Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas. 26.5.2007 10:01 Óeirðaseggir dæmdir í Danmörku Fimm ungmenni voru í dag dæmd í fangelsi í Danmörku fyrir aðild sína að óeirðunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar ungdómshúsið var rifið. Um er að ræða einn Dana, þrjá Bandaríkjamenn og Kanadamann. 25.5.2007 23:23 Dæmd fyrir morðið á eðalbornum eiginmanni sínum Ekkja jarlsins af Shaftesbury var í dag dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að myrða hann. Líkið af jarlinum fannst í gljúfri í Ölpunum árið 2005. Eiginkonan, Jamila M’Barek var fundin sek um að leggja á ráðin um morðið en hún fékk bróður sinn til að drýgja ódæðið. 25.5.2007 22:59 Star Wars frumsýnd fyrir 30 árum 25. maí er merkisdagur í augum margra því á þessum degi fyrir sléttum 30 árum var kvikmyndin Star Wars eftir George Lucas frumsýnd. Myndin sló í gegn og hefur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndasöguna. Menn deila svo um hvort þau áhrif hafi verið til góðs eða ills. 25.5.2007 21:28 Dýrkeypt verkfall hjá SAS Talið er að vinnustöðvun vegna verkfalls átta hundruð starfsmanna SAS-flugfélagsins í Svíþjóð kosti félagið jafnvirði hátt í hundrað og níutíu milljóna íslenskra króna hvern dag sem ekki er flogið. 25.5.2007 20:03 Rigning á Spáni Mörg hundruð manns hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum á Mið-Spáni þar sem mikið hefur ringt í vikunni. Vegir hafa farið í sundur í flóðum á svæðinu og vatn flætt yfir lestarteina. 400 íbúar í bænum Alcazar de San Juan urðu að flýja en vatnshæð sumstaðar þar hefur náð einum og hálfum metra að sögn yfirvalda. 25.5.2007 19:45 Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku. 25.5.2007 19:15 Þjökuð af sektarkennd Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. 25.5.2007 18:45 Sex létust í flugslysi í Perú Sjö manns komust lífs og sex fórust af þegar perúsk herflugvél hrapaði í skóglendi Amason í norðausturhluta landsins. Flugvélin, sem var nítján sæta De Havilland Twin Otter, fór í loftið í gærkvöld en sambandið rofnaði skömmu síðar við hana. 25.5.2007 16:31 Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg. 25.5.2007 16:02 Reggie rúllað upp Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. 25.5.2007 15:33 Nauðlenti eftir býflugnabardaga Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair. 25.5.2007 14:44 Allt um krókódíla Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. 25.5.2007 14:27 Gleymdu því góði Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi. 25.5.2007 14:09 Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu. 25.5.2007 13:58 Aung San áfram í fangelsi Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsi yfir andófskonunni Aung San Suu Kyi í eitt ár. Aung San er þekktasti pólitíski fangi Myanmars, sem áður hét Burma. Hún hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels og flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin og sat sem fastast. 25.5.2007 13:51 Neitar að samþykkja stjórnarskrárbreytingu vegna forsetakosninga Forseti Tyrklands, Ahmet Necdet, beitti í dag neitunarvaldi gegn stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt hafði verið á tyrkneska þinginu um að þjóðin skyldi kjósa forseta landssins í stað þingsins. 25.5.2007 13:39 Eldur í sjónvarpsturninum í Moskvu Eldur kom upp á svölum í Ostankino-sjónvarpsturninum í Moskvu í morgun án þess þó að nokkurn sakaði. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC kviknaði eldurinn eftir að neisti frá logsuðutæki komst í einangrun. 25.5.2007 11:35 Persson viðurkennir að hafa brotið lög Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur viðurkennt að hafa brotið lög við byggingu herragarðs í austurhluta Svíþjóðar. Með því viðurkenna brotin sleppur Persson við að vera dreginn fyrir dóm en í staðinn verður hann sektaður um litla fjárhæð. 25.5.2007 11:12 Verkfall á Nyhedsavisen Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar. 25.5.2007 11:01 Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til. 25.5.2007 10:55 Lögreglustjórinn rændur Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt. 25.5.2007 10:12 Sameiginleg sjálfsmorðstilraun Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju. 25.5.2007 09:52 Bandaríkjaþing samþykkir fjárveitingafrumvarp vegna stríðs í Írak Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti nú í kvöld frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins en miklar deilur hafa staðið um frumvarpið á milli forsetans og demókrata sem eru í meirihluta á þinginu. Ekki er að finna í frumvarpinu tímamörk sem tilgreina hvenær bandaríkjamenn hverfa frá Írak. 24.5.2007 23:27 Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp. 24.5.2007 22:32 Grænar grundir á Trafalgar torgi Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sóma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin. 24.5.2007 22:03 Þrjú til átta ár í að Íranir geti smíðað kjarnavopn Íranir eiga enn nokkuð í land með að smíða kjarnorkuvop, sé það á annað borð á dagskrá hjá stjórnvöldum, segir yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Mohammad ElBaradai segir að landið eigi ekki kost á kjarnorkuvopnum fyrr en í byrjun næsta áratugar eða jafnvel ekki fyrr en um hann miðjan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Lúxembúrg í dag. 24.5.2007 20:23 Kókheimurinn opnaður í Atlanta Þekktasta vörumerki heims verður í hávegum haft í Kókheiminum sem var opnaður með pompi og prakt í Atlanta í Bandaríkjunum á dag. Búist er við milljón gestum á ári. 24.5.2007 19:36 Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. 24.5.2007 18:45 Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök. 24.5.2007 18:25 Námusprenging í Rússlandi grandar 38 Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu. 24.5.2007 17:08 Bush: Krítískur tími fyrir Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma. 24.5.2007 16:22 Seinfeld stjarna á grænni grein Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum. 24.5.2007 16:02 Mamma barði hákarlinn í klessu Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga. 24.5.2007 15:58 Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna. 24.5.2007 15:56 Eldarnir slökktir í Björgvin 24.5.2007 15:35 SAS fellir niður flug á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma. 24.5.2007 15:26 Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. 24.5.2007 15:06 Kærastan farin frá Wolfowitz Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. 24.5.2007 14:41 Sveppir nærast á geislavirkni Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár. 24.5.2007 14:00 3 til 8 ár í kjarnorkuvopn Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun. 24.5.2007 12:45 Pilla sem stöðvar blæðingar Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega. 24.5.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni. 26.5.2007 10:35
Enn ósamið í kjaradeilu SAS Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag. 26.5.2007 10:30
Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. 26.5.2007 10:18
Ráðherra tekinn höndum Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas. 26.5.2007 10:01
Óeirðaseggir dæmdir í Danmörku Fimm ungmenni voru í dag dæmd í fangelsi í Danmörku fyrir aðild sína að óeirðunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar ungdómshúsið var rifið. Um er að ræða einn Dana, þrjá Bandaríkjamenn og Kanadamann. 25.5.2007 23:23
Dæmd fyrir morðið á eðalbornum eiginmanni sínum Ekkja jarlsins af Shaftesbury var í dag dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að myrða hann. Líkið af jarlinum fannst í gljúfri í Ölpunum árið 2005. Eiginkonan, Jamila M’Barek var fundin sek um að leggja á ráðin um morðið en hún fékk bróður sinn til að drýgja ódæðið. 25.5.2007 22:59
Star Wars frumsýnd fyrir 30 árum 25. maí er merkisdagur í augum margra því á þessum degi fyrir sléttum 30 árum var kvikmyndin Star Wars eftir George Lucas frumsýnd. Myndin sló í gegn og hefur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndasöguna. Menn deila svo um hvort þau áhrif hafi verið til góðs eða ills. 25.5.2007 21:28
Dýrkeypt verkfall hjá SAS Talið er að vinnustöðvun vegna verkfalls átta hundruð starfsmanna SAS-flugfélagsins í Svíþjóð kosti félagið jafnvirði hátt í hundrað og níutíu milljóna íslenskra króna hvern dag sem ekki er flogið. 25.5.2007 20:03
Rigning á Spáni Mörg hundruð manns hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum á Mið-Spáni þar sem mikið hefur ringt í vikunni. Vegir hafa farið í sundur í flóðum á svæðinu og vatn flætt yfir lestarteina. 400 íbúar í bænum Alcazar de San Juan urðu að flýja en vatnshæð sumstaðar þar hefur náð einum og hálfum metra að sögn yfirvalda. 25.5.2007 19:45
Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku. 25.5.2007 19:15
Þjökuð af sektarkennd Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. 25.5.2007 18:45
Sex létust í flugslysi í Perú Sjö manns komust lífs og sex fórust af þegar perúsk herflugvél hrapaði í skóglendi Amason í norðausturhluta landsins. Flugvélin, sem var nítján sæta De Havilland Twin Otter, fór í loftið í gærkvöld en sambandið rofnaði skömmu síðar við hana. 25.5.2007 16:31
Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg. 25.5.2007 16:02
Reggie rúllað upp Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. 25.5.2007 15:33
Nauðlenti eftir býflugnabardaga Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair. 25.5.2007 14:44
Allt um krókódíla Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. 25.5.2007 14:27
Gleymdu því góði Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi. 25.5.2007 14:09
Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu. 25.5.2007 13:58
Aung San áfram í fangelsi Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsi yfir andófskonunni Aung San Suu Kyi í eitt ár. Aung San er þekktasti pólitíski fangi Myanmars, sem áður hét Burma. Hún hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels og flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin og sat sem fastast. 25.5.2007 13:51
Neitar að samþykkja stjórnarskrárbreytingu vegna forsetakosninga Forseti Tyrklands, Ahmet Necdet, beitti í dag neitunarvaldi gegn stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt hafði verið á tyrkneska þinginu um að þjóðin skyldi kjósa forseta landssins í stað þingsins. 25.5.2007 13:39
Eldur í sjónvarpsturninum í Moskvu Eldur kom upp á svölum í Ostankino-sjónvarpsturninum í Moskvu í morgun án þess þó að nokkurn sakaði. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC kviknaði eldurinn eftir að neisti frá logsuðutæki komst í einangrun. 25.5.2007 11:35
Persson viðurkennir að hafa brotið lög Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur viðurkennt að hafa brotið lög við byggingu herragarðs í austurhluta Svíþjóðar. Með því viðurkenna brotin sleppur Persson við að vera dreginn fyrir dóm en í staðinn verður hann sektaður um litla fjárhæð. 25.5.2007 11:12
Verkfall á Nyhedsavisen Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar. 25.5.2007 11:01
Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til. 25.5.2007 10:55
Lögreglustjórinn rændur Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt. 25.5.2007 10:12
Sameiginleg sjálfsmorðstilraun Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju. 25.5.2007 09:52
Bandaríkjaþing samþykkir fjárveitingafrumvarp vegna stríðs í Írak Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti nú í kvöld frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins en miklar deilur hafa staðið um frumvarpið á milli forsetans og demókrata sem eru í meirihluta á þinginu. Ekki er að finna í frumvarpinu tímamörk sem tilgreina hvenær bandaríkjamenn hverfa frá Írak. 24.5.2007 23:27
Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp. 24.5.2007 22:32
Grænar grundir á Trafalgar torgi Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sóma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin. 24.5.2007 22:03
Þrjú til átta ár í að Íranir geti smíðað kjarnavopn Íranir eiga enn nokkuð í land með að smíða kjarnorkuvop, sé það á annað borð á dagskrá hjá stjórnvöldum, segir yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Mohammad ElBaradai segir að landið eigi ekki kost á kjarnorkuvopnum fyrr en í byrjun næsta áratugar eða jafnvel ekki fyrr en um hann miðjan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Lúxembúrg í dag. 24.5.2007 20:23
Kókheimurinn opnaður í Atlanta Þekktasta vörumerki heims verður í hávegum haft í Kókheiminum sem var opnaður með pompi og prakt í Atlanta í Bandaríkjunum á dag. Búist er við milljón gestum á ári. 24.5.2007 19:36
Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. 24.5.2007 18:45
Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök. 24.5.2007 18:25
Námusprenging í Rússlandi grandar 38 Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu. 24.5.2007 17:08
Bush: Krítískur tími fyrir Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma. 24.5.2007 16:22
Seinfeld stjarna á grænni grein Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum. 24.5.2007 16:02
Mamma barði hákarlinn í klessu Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga. 24.5.2007 15:58
Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna. 24.5.2007 15:56
SAS fellir niður flug á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma. 24.5.2007 15:26
Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. 24.5.2007 15:06
Kærastan farin frá Wolfowitz Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. 24.5.2007 14:41
Sveppir nærast á geislavirkni Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár. 24.5.2007 14:00
3 til 8 ár í kjarnorkuvopn Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun. 24.5.2007 12:45
Pilla sem stöðvar blæðingar Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega. 24.5.2007 12:00