Fleiri fréttir Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00 Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00 Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42 Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40 Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05 Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42 Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16 Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. 2.2.2007 10:59 Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. 2.2.2007 10:28 73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53 Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56 Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46 Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17 45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49 Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00 Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52 Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35 Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09 Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45 Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35 Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. 1.2.2007 19:30 Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. 1.2.2007 19:04 Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. 1.2.2007 18:58 35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. 1.2.2007 18:58 Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17 Kanar litlir og feitir 1.2.2007 16:34 Risa e-töflu smygl 1.2.2007 16:21 Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09 Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59 Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46 Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45 Fleiri svartir deyja úr krabba 1.2.2007 15:24 Límdu fyrir munn kornabarna 1.2.2007 15:04 Okkur að kenna 1.2.2007 14:39 200 kílómetra trjágöng Yfirvöld í Portúgal hafa ákveðið að ryðja 200 kílómetra löng og þriggja kílómetra breið göng í skógum sínum til þess að reyna að stöðva útbreiðslu illvígs trjáorms sem fyrst varð vart við árið 1999. Ormurinn fjölgar sér í bolum trjánna og drepur þau með því að hindra að þau nái í vatn. 1.2.2007 14:26 Slær út í fyrir Jacques Chirac Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. 1.2.2007 13:30 Engin ástæða til þess að myrða Litvinenko -Putin Forseti Rússlands segir að njósnarinn fyrrverandi Alexander Litvinenko hafi ekki haft neina ástæðu til þess að flýja land. Hann hafi ekki vitað um nein opinber leyndarmál, og engin hætta að honum steðjað. Litvinenko sakaði forsetann um að hafa fyrirskipað morðið á sér. 1.2.2007 13:15 Vara Írana við afskiptum Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. 1.2.2007 13:05 Bandaríkjamenn vopna Afgana Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins. 1.2.2007 13:00 Frakkar drepa í Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni. 1.2.2007 12:28 Tony Blair yfirheyrður Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í annað sinn í morgun vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta upplýsti talsmaður forsætisráðherrans í morgun. Hann sagði ennfremur að Blair hafi réttarstöðu vitnis í málinu. Blair var áður yfirheyrður um sama mál í byrjun desember. 1.2.2007 11:35 Jesús elskar Ósama „Jesús elskar Ósama" stendur á skiltum fyrir utan kirkjur í Ástralíu. Þessi fullyrðing hefur vakið reiði hjá sanntrúuðum og kirkjusæknum Áströlum þó að þeir hafi neyðst til að viðurkenna að sennilega sé þetta hárrétt miðað við trúarbókstafinn. 1.2.2007 11:19 Tortilla-mótmæli í Mexíkó Tugir þúsunda gengu um götur Mexíkóborgar í gær til að mótmæla verðhækkunum á Tortilla-maíspönnukökum. Verðið á þessari algengustu fæðu Mexíkóa hækkaði nýverið um heil 400%. Ástæðan er sögð vera hækkandi verð á maís, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn bjóða sífellt hærra verð í maísolíu sem er nýtt sem umhverfisvænt eldsneyti. 1.2.2007 10:46 Þjóðverjar lögsækja 13 útsendara CIA Þjóðverjar vilja handtaka 13 útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir mannrán á þýskum manni af líbönskum uppruna. Þýskur dómstóll gaf í gær út handtökuskipanir á útsendarana. Þetta er stærsta dómsmál sem CIA hefur staðið frammi fyrir til þessa. 1.2.2007 10:28 Pútín tilnefnir ekki eftirmann Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að tilnefna eftirmann sinn, en hann ætlar sér að hætta fyrir kosningar 2008. „Það verður enginn arftaki. Markmið stjórnvalda er að halda lýðræðislegar kosningar", sagði Pútín í morgun á árlegum fréttamannafundi. 1.2.2007 09:58 Sjá næstu 50 fréttir
Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00
Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00
Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42
Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40
Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05
Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42
Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16
Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. 2.2.2007 10:59
Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. 2.2.2007 10:28
73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53
Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56
Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46
Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17
45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49
Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00
Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52
Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35
Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09
Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45
Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35
Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. 1.2.2007 19:30
Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. 1.2.2007 19:04
Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. 1.2.2007 18:58
35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. 1.2.2007 18:58
Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17
Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09
Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59
Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46
Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45
200 kílómetra trjágöng Yfirvöld í Portúgal hafa ákveðið að ryðja 200 kílómetra löng og þriggja kílómetra breið göng í skógum sínum til þess að reyna að stöðva útbreiðslu illvígs trjáorms sem fyrst varð vart við árið 1999. Ormurinn fjölgar sér í bolum trjánna og drepur þau með því að hindra að þau nái í vatn. 1.2.2007 14:26
Slær út í fyrir Jacques Chirac Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. 1.2.2007 13:30
Engin ástæða til þess að myrða Litvinenko -Putin Forseti Rússlands segir að njósnarinn fyrrverandi Alexander Litvinenko hafi ekki haft neina ástæðu til þess að flýja land. Hann hafi ekki vitað um nein opinber leyndarmál, og engin hætta að honum steðjað. Litvinenko sakaði forsetann um að hafa fyrirskipað morðið á sér. 1.2.2007 13:15
Vara Írana við afskiptum Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. 1.2.2007 13:05
Bandaríkjamenn vopna Afgana Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins. 1.2.2007 13:00
Frakkar drepa í Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni. 1.2.2007 12:28
Tony Blair yfirheyrður Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í annað sinn í morgun vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta upplýsti talsmaður forsætisráðherrans í morgun. Hann sagði ennfremur að Blair hafi réttarstöðu vitnis í málinu. Blair var áður yfirheyrður um sama mál í byrjun desember. 1.2.2007 11:35
Jesús elskar Ósama „Jesús elskar Ósama" stendur á skiltum fyrir utan kirkjur í Ástralíu. Þessi fullyrðing hefur vakið reiði hjá sanntrúuðum og kirkjusæknum Áströlum þó að þeir hafi neyðst til að viðurkenna að sennilega sé þetta hárrétt miðað við trúarbókstafinn. 1.2.2007 11:19
Tortilla-mótmæli í Mexíkó Tugir þúsunda gengu um götur Mexíkóborgar í gær til að mótmæla verðhækkunum á Tortilla-maíspönnukökum. Verðið á þessari algengustu fæðu Mexíkóa hækkaði nýverið um heil 400%. Ástæðan er sögð vera hækkandi verð á maís, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn bjóða sífellt hærra verð í maísolíu sem er nýtt sem umhverfisvænt eldsneyti. 1.2.2007 10:46
Þjóðverjar lögsækja 13 útsendara CIA Þjóðverjar vilja handtaka 13 útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir mannrán á þýskum manni af líbönskum uppruna. Þýskur dómstóll gaf í gær út handtökuskipanir á útsendarana. Þetta er stærsta dómsmál sem CIA hefur staðið frammi fyrir til þessa. 1.2.2007 10:28
Pútín tilnefnir ekki eftirmann Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að tilnefna eftirmann sinn, en hann ætlar sér að hætta fyrir kosningar 2008. „Það verður enginn arftaki. Markmið stjórnvalda er að halda lýðræðislegar kosningar", sagði Pútín í morgun á árlegum fréttamannafundi. 1.2.2007 09:58