Fleiri fréttir Frakklandsforseti ætlar að staðfesta vinnulöggjöf Chirac Frakklandsforseti ætlar að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf þrátt fyrir mikil mótmæli á götum Frakklands síðustu vikur. Hann heitir því þó að tveimur umdeildum ákvæðum verði breytt. 31.3.2006 22:30 Svíar taka út fangelsi stríðsglæpadómstólsins Sænskum yfirvöldum hefur verið falið að gera úttekt á fangelsinu sem hýsti Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, meðan réttað var yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Forsetinn lést þar fyrr í þessum mánuði. 31.3.2006 22:07 Ár flæða yfir bakka sína í Evrópu Ár flæða nú yfir bakka sína í sex ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og valda miklum skemmdum. Minnst fjórir hafa farist í flóðunum. Vatn flæðir um götur og inn í hús og hefur þurft að flytja mörg þúsund manns frá heimilum sínum. 31.3.2006 22:02 Skemmtiferð lauk með skelfingu Skemmtiferð um Persaflóann lauk hræðilega í gærkvöldi, þegar stór snekkja, yfirfull af fólki, fór á hliðina með þeim afleiðingum að 57 manns drukknuðu. Flestir í bátnum voru útlendingar í verktakavinnu í Bahrain. 31.3.2006 20:45 Minnst 70 fórust í jarðskjálfta Að minnsta kosti 70 manns létu lífið í snörpum jarðskjálftakippum í Íran í nótt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 31.3.2006 20:30 Blóðug átök á Gaza Blóðug átök brutust út í dag milli andstæðra fylkinga Palestínumanna á Gaza-ströndinni. Átökin hófust eftir að bílsprengja varð Palestínumanni að bana. Maðurinn var foringi skæruliðasamtaka sem hafa staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. 31.3.2006 20:15 Stúlkubarn varð fuglaflensu að bráð Stúlka á fyrsta ári léstu úr fuglaflensu á Indónesíu á dögunum. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í dag. 31.3.2006 17:45 Sprenging á iðnaðarsvæði í Hollandi Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í verksmiðju í iðnaðarhverfi nálægt Haag í Hollandi í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu eftir sprenginguna en slökkviliðsmenn sögðu hættu á frekari sprengingum. 31.3.2006 17:30 Sprenging í Istanbúl Að minnsta kosti einn lét lífið og fjölmargir særðsut þegar sprengja sprakk nálægt strætisvagnastöð í Istanbúl í Tyrklandi í dag. 31.3.2006 17:15 Vonar að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum Mohammed El-Baradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segist vonast til þess að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Hann sagði vissulega hægt að grípa til aðgerða og þar með stigmagna deiluna en það leysi hana ekki. 31.3.2006 16:57 Stúlka á fyrsta ári lést úr fuglaflensu í Indónesíu. Stúlka á fyrsta ári léstu úr fuglaflensu í Indónesíu á dögunum. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í dag en rannsóknarstofa Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Hong Kong staðfesti þetta eftir rannsóknir á sýnum úr stúlkunni. Þar með hafa tuttugu og þrír látist af völdum sjúkdómsins í Indónesíu. 31.3.2006 15:15 Palestínumenn hvattir til að sýna stillingu Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hvatti í dag Palestínumenn til að sýna stillingu eftir að leiðtogi herskárra samtaka féll í eldflaugaárás Ísraelshers á Gasa-ströndinni í dag. Haniyeh hefur þegar falið innanríkisráðherra heimastjórnarinnar að rannsaka tildrög árásarinnar. 31.3.2006 15:00 57 létust Minnst fimmtíu og sjö týndu lífi þegar farþegaskip fór á hvolf rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöld. 31.3.2006 12:45 Fjöldi þorpa rústir einar Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. 31.3.2006 12:30 Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. 31.3.2006 12:30 Hættir um jólin Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun hætta í stjórnmálum um jólin. Þetta hefur breska blaðið Telegraph eftir nánum samstarfsmönnum forsætisráðherrans. 31.3.2006 11:14 Vilja ekki heita Hansen, Jensen eða Nielsen Danir vilja ólmir skipta út nöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen og taka upp sjaldgæfari eftirnöfn sem þykja flottari að því er fram kemur á vef Berlinske Tidene í morgun. Ný nafnalög taka gildi í Danmörku á morgun sem gerir Dönum það kleift að skipta út eftirnöfnum sínu og velja sér ný. Þegar hafa borist fjölmargar umsóknir um nafnabreytingu og eru flestar þeirra tengdar eftirnöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen. 31.3.2006 10:02 Fimmtíu létust í jarðskjálfta í Íran Fimmtíu létust og um átta hundruð slösuðust í þrem snörpum jarðskjálftum í vesturhluta Írans í morgun. Upptök skjálftanna voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga og mældist sá sterkasti sex á Richter. 31.3.2006 06:56 Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöldi. 31.3.2006 06:55 HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi á undanförnum árum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í gær. 31.3.2006 06:49 Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær, þegar þúsundir námsmanna lokuðu lestarteinum á nokkrum stöðvum í borginni, til að mótmæla nýrri atvinnulöggjöf. 31.3.2006 06:48 Símtöl fólks úr Tvíburaturnunum gerð opinber í dag Tuttugu og átta símtöl í neyðarlínuna í Bandaríkjunum frá fólki sem statt var í tvíburaturnunum í New York ellefta september 2001 verða gerð opinber í dag. 31.3.2006 06:44 Naomi Campbell handtekin fyrir barsmíðar Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var handtekin á heimili sínu í dag. Hún er sökuð um að hafa barið aðstoðarkonu sína eftir að þær lentu í rifrildi. 30.3.2006 22:45 Atvinnulöggjöf stenst stjórnarskrá Frakka Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í dag að ný atvinnulöggjöf sem valdið hefur miklum deilum stæðist stjórnarskrá. Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana. 30.3.2006 20:37 Lítil trú á stjórninni Stuðningsmenn hægriflokka í Ísrael spá því að samsteypustjórn undir forystu Kadima og Olmerts verði skammlíf, og enn skammlífari verði Palestínumönnum afhentur hluti af Vesturbakkanum. 30.3.2006 13:38 Fá 30 daga frest Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið stefni ekki á að verða kjarnorkuríki. Íranar segja það rétt þjóðarinnar að framleiða úran og segjast ekki hræðast hótanir Vesturvelda 30.3.2006 13:35 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið ætli ekki að hefja framleiðslu á kjarnavopnum. Öryggisráðið krafðist þess í fyrsta skipti í gær að Íranar falli frá þeim hluta kjarnorkuáætlunar sinnar sem geri þeim kleift að smíða kjarnorkuvopn. 30.3.2006 08:02 Vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna Ismail Haniya, nýsvarinn forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, sagðist í gær vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna. 30.3.2006 07:58 30 ára fangelsisvist fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush Ahmud Omar Abu Ali, 25 ára maður frá Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush Bandaríkjaforseta með aðstoð al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. 30.3.2006 07:54 Þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust Um þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust í Yunnan héraði í Kína í gærkvöld. Rútan steyptist ofan í 100 metra djúpan dal við borgina Zhaotong en alls var þrjátíu og einn maður innanborðs. Barn er meðal hinna slösuðu og liggur það í dái. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins. 30.3.2006 07:54 Enginn mun njóta friðhelgi Enginn mun njóta friðhelgi sem ákærður hefur verið fyrir að fremja voðaverk fyrir herforingjastjórn Augusto Pinochet á árunum 1973-1990. Frá þessu greindi Michelle Bachelet, forseti Chile við vígsluathöfn minnisvarða um fórnarlömb Pinochet stjórnarinnar í gær. 30.3.2006 07:52 Charles Taylor fyrrverandi forseti Líberíu kominn til Sierra Leone Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, er kominn til Sierra Leone þar sem hann verður sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 30.3.2006 07:51 Mómælendur ekki á því að gefast upp í París Brotnar rúður og málningarslettur úti um allt, voru það sem blasti við íbúum Parísar þegar þeir héldu til vinnu í morgun. Nærri fimm hundruð manns voru handteknir í miklum mótmælum í höfuðborginni í gær. 29.3.2006 22:17 Snarpur skjálfti í Japan í morgun Jarðskjálfti upp á fimm stig mældist 80 kílómetra undir sjávarbotni í um 240 kílómetra fjarlægð norðaustur af Tókýó, höfuðborgar Japans í dag. Að sögn japönsku veðurstofunnar er enginn hætta á flóðbylgjum. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki en mikið er um jarðskjálfta í Japan enda liggur landið á fjórum flekaskilum. 29.3.2006 13:45 Hvatti Ísraela til að láta af einhliða ákvörðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í morgun að niðurstaða kosninganna í Ísrael í gær breytti sáralitlu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, þar til Ehud Olmert breyti stefnu sinni um einhliða ákvarðanir Ísraela varðandi framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu. 29.3.2006 13:15 Kosningaþátttaka í Ísrael aldrei minni Kosningaþátttaka í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í gær, er sú allra minnsta í sögu landsins. Kadima-flokkurinn bar sigur af hólmi, hann náði þó ekki meirihluta og mun að öllum líkindum mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. 29.3.2006 13:00 Villepin tilbúinn að gera breytingar á vinnulöggjöf Franska lögreglan handtók í gær yfir sex hundruð manns vegna mótmæla við fyrirhugaða vinnulöggjöf í landinu. Forsætisráðherrann segist nú, í fyrsta sinn, tilbúinn að gera breytingar á lögunum. 29.3.2006 12:30 Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins. 29.3.2006 10:55 Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn. 29.3.2006 09:00 Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun. 29.3.2006 08:49 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir. 29.3.2006 06:20 Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran. 29.3.2006 06:17 Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið og var bundið fyrir augu sumra þeirra. Kennsl hafa ekki verið borin á mennina en flestir íbúar hverfisins þar sem þeir fundust eru súnnítar. 29.3.2006 06:15 Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu. 29.3.2006 06:13 Kadimaflokkurinn vann flest þingsæti Flokkur Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels, Kadimaflokkurinn, vann flest þingsæti í þingkosningunum sem haldnar voru í Ísrael í gær. 29.3.2006 06:10 Sjá næstu 50 fréttir
Frakklandsforseti ætlar að staðfesta vinnulöggjöf Chirac Frakklandsforseti ætlar að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf þrátt fyrir mikil mótmæli á götum Frakklands síðustu vikur. Hann heitir því þó að tveimur umdeildum ákvæðum verði breytt. 31.3.2006 22:30
Svíar taka út fangelsi stríðsglæpadómstólsins Sænskum yfirvöldum hefur verið falið að gera úttekt á fangelsinu sem hýsti Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, meðan réttað var yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Forsetinn lést þar fyrr í þessum mánuði. 31.3.2006 22:07
Ár flæða yfir bakka sína í Evrópu Ár flæða nú yfir bakka sína í sex ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og valda miklum skemmdum. Minnst fjórir hafa farist í flóðunum. Vatn flæðir um götur og inn í hús og hefur þurft að flytja mörg þúsund manns frá heimilum sínum. 31.3.2006 22:02
Skemmtiferð lauk með skelfingu Skemmtiferð um Persaflóann lauk hræðilega í gærkvöldi, þegar stór snekkja, yfirfull af fólki, fór á hliðina með þeim afleiðingum að 57 manns drukknuðu. Flestir í bátnum voru útlendingar í verktakavinnu í Bahrain. 31.3.2006 20:45
Minnst 70 fórust í jarðskjálfta Að minnsta kosti 70 manns létu lífið í snörpum jarðskjálftakippum í Íran í nótt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 31.3.2006 20:30
Blóðug átök á Gaza Blóðug átök brutust út í dag milli andstæðra fylkinga Palestínumanna á Gaza-ströndinni. Átökin hófust eftir að bílsprengja varð Palestínumanni að bana. Maðurinn var foringi skæruliðasamtaka sem hafa staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. 31.3.2006 20:15
Stúlkubarn varð fuglaflensu að bráð Stúlka á fyrsta ári léstu úr fuglaflensu á Indónesíu á dögunum. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í dag. 31.3.2006 17:45
Sprenging á iðnaðarsvæði í Hollandi Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í verksmiðju í iðnaðarhverfi nálægt Haag í Hollandi í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu eftir sprenginguna en slökkviliðsmenn sögðu hættu á frekari sprengingum. 31.3.2006 17:30
Sprenging í Istanbúl Að minnsta kosti einn lét lífið og fjölmargir særðsut þegar sprengja sprakk nálægt strætisvagnastöð í Istanbúl í Tyrklandi í dag. 31.3.2006 17:15
Vonar að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum Mohammed El-Baradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segist vonast til þess að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Hann sagði vissulega hægt að grípa til aðgerða og þar með stigmagna deiluna en það leysi hana ekki. 31.3.2006 16:57
Stúlka á fyrsta ári lést úr fuglaflensu í Indónesíu. Stúlka á fyrsta ári léstu úr fuglaflensu í Indónesíu á dögunum. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í dag en rannsóknarstofa Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Hong Kong staðfesti þetta eftir rannsóknir á sýnum úr stúlkunni. Þar með hafa tuttugu og þrír látist af völdum sjúkdómsins í Indónesíu. 31.3.2006 15:15
Palestínumenn hvattir til að sýna stillingu Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hvatti í dag Palestínumenn til að sýna stillingu eftir að leiðtogi herskárra samtaka féll í eldflaugaárás Ísraelshers á Gasa-ströndinni í dag. Haniyeh hefur þegar falið innanríkisráðherra heimastjórnarinnar að rannsaka tildrög árásarinnar. 31.3.2006 15:00
57 létust Minnst fimmtíu og sjö týndu lífi þegar farþegaskip fór á hvolf rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöld. 31.3.2006 12:45
Fjöldi þorpa rústir einar Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. 31.3.2006 12:30
Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. 31.3.2006 12:30
Hættir um jólin Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun hætta í stjórnmálum um jólin. Þetta hefur breska blaðið Telegraph eftir nánum samstarfsmönnum forsætisráðherrans. 31.3.2006 11:14
Vilja ekki heita Hansen, Jensen eða Nielsen Danir vilja ólmir skipta út nöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen og taka upp sjaldgæfari eftirnöfn sem þykja flottari að því er fram kemur á vef Berlinske Tidene í morgun. Ný nafnalög taka gildi í Danmörku á morgun sem gerir Dönum það kleift að skipta út eftirnöfnum sínu og velja sér ný. Þegar hafa borist fjölmargar umsóknir um nafnabreytingu og eru flestar þeirra tengdar eftirnöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen. 31.3.2006 10:02
Fimmtíu létust í jarðskjálfta í Íran Fimmtíu létust og um átta hundruð slösuðust í þrem snörpum jarðskjálftum í vesturhluta Írans í morgun. Upptök skjálftanna voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga og mældist sá sterkasti sex á Richter. 31.3.2006 06:56
Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein Meira en fimmtíu manns týndu lífi þegar farþegaskip sökk rétt utan við Bahrein í Persaflóa í gærkvöldi. 31.3.2006 06:55
HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi á undanförnum árum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í gær. 31.3.2006 06:49
Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær, þegar þúsundir námsmanna lokuðu lestarteinum á nokkrum stöðvum í borginni, til að mótmæla nýrri atvinnulöggjöf. 31.3.2006 06:48
Símtöl fólks úr Tvíburaturnunum gerð opinber í dag Tuttugu og átta símtöl í neyðarlínuna í Bandaríkjunum frá fólki sem statt var í tvíburaturnunum í New York ellefta september 2001 verða gerð opinber í dag. 31.3.2006 06:44
Naomi Campbell handtekin fyrir barsmíðar Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var handtekin á heimili sínu í dag. Hún er sökuð um að hafa barið aðstoðarkonu sína eftir að þær lentu í rifrildi. 30.3.2006 22:45
Atvinnulöggjöf stenst stjórnarskrá Frakka Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í dag að ný atvinnulöggjöf sem valdið hefur miklum deilum stæðist stjórnarskrá. Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana. 30.3.2006 20:37
Lítil trú á stjórninni Stuðningsmenn hægriflokka í Ísrael spá því að samsteypustjórn undir forystu Kadima og Olmerts verði skammlíf, og enn skammlífari verði Palestínumönnum afhentur hluti af Vesturbakkanum. 30.3.2006 13:38
Fá 30 daga frest Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið stefni ekki á að verða kjarnorkuríki. Íranar segja það rétt þjóðarinnar að framleiða úran og segjast ekki hræðast hótanir Vesturvelda 30.3.2006 13:35
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið ætli ekki að hefja framleiðslu á kjarnavopnum. Öryggisráðið krafðist þess í fyrsta skipti í gær að Íranar falli frá þeim hluta kjarnorkuáætlunar sinnar sem geri þeim kleift að smíða kjarnorkuvopn. 30.3.2006 08:02
Vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna Ismail Haniya, nýsvarinn forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, sagðist í gær vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna. 30.3.2006 07:58
30 ára fangelsisvist fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush Ahmud Omar Abu Ali, 25 ára maður frá Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush Bandaríkjaforseta með aðstoð al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. 30.3.2006 07:54
Þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust Um þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust í Yunnan héraði í Kína í gærkvöld. Rútan steyptist ofan í 100 metra djúpan dal við borgina Zhaotong en alls var þrjátíu og einn maður innanborðs. Barn er meðal hinna slösuðu og liggur það í dái. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins. 30.3.2006 07:54
Enginn mun njóta friðhelgi Enginn mun njóta friðhelgi sem ákærður hefur verið fyrir að fremja voðaverk fyrir herforingjastjórn Augusto Pinochet á árunum 1973-1990. Frá þessu greindi Michelle Bachelet, forseti Chile við vígsluathöfn minnisvarða um fórnarlömb Pinochet stjórnarinnar í gær. 30.3.2006 07:52
Charles Taylor fyrrverandi forseti Líberíu kominn til Sierra Leone Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, er kominn til Sierra Leone þar sem hann verður sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 30.3.2006 07:51
Mómælendur ekki á því að gefast upp í París Brotnar rúður og málningarslettur úti um allt, voru það sem blasti við íbúum Parísar þegar þeir héldu til vinnu í morgun. Nærri fimm hundruð manns voru handteknir í miklum mótmælum í höfuðborginni í gær. 29.3.2006 22:17
Snarpur skjálfti í Japan í morgun Jarðskjálfti upp á fimm stig mældist 80 kílómetra undir sjávarbotni í um 240 kílómetra fjarlægð norðaustur af Tókýó, höfuðborgar Japans í dag. Að sögn japönsku veðurstofunnar er enginn hætta á flóðbylgjum. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki en mikið er um jarðskjálfta í Japan enda liggur landið á fjórum flekaskilum. 29.3.2006 13:45
Hvatti Ísraela til að láta af einhliða ákvörðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í morgun að niðurstaða kosninganna í Ísrael í gær breytti sáralitlu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, þar til Ehud Olmert breyti stefnu sinni um einhliða ákvarðanir Ísraela varðandi framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu. 29.3.2006 13:15
Kosningaþátttaka í Ísrael aldrei minni Kosningaþátttaka í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í gær, er sú allra minnsta í sögu landsins. Kadima-flokkurinn bar sigur af hólmi, hann náði þó ekki meirihluta og mun að öllum líkindum mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. 29.3.2006 13:00
Villepin tilbúinn að gera breytingar á vinnulöggjöf Franska lögreglan handtók í gær yfir sex hundruð manns vegna mótmæla við fyrirhugaða vinnulöggjöf í landinu. Forsætisráðherrann segist nú, í fyrsta sinn, tilbúinn að gera breytingar á lögunum. 29.3.2006 12:30
Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins. 29.3.2006 10:55
Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn. 29.3.2006 09:00
Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun. 29.3.2006 08:49
Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir. 29.3.2006 06:20
Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran. 29.3.2006 06:17
Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið og var bundið fyrir augu sumra þeirra. Kennsl hafa ekki verið borin á mennina en flestir íbúar hverfisins þar sem þeir fundust eru súnnítar. 29.3.2006 06:15
Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu. 29.3.2006 06:13
Kadimaflokkurinn vann flest þingsæti Flokkur Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels, Kadimaflokkurinn, vann flest þingsæti í þingkosningunum sem haldnar voru í Ísrael í gær. 29.3.2006 06:10