Erlent

Sprenging á iðnaðarsvæði í Hollandi

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í verksmiðju í iðnaðarhverfi nálægt Haag í Hollandi í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu eftir sprenginguna en slökkviliðsmenn sögðu hættu á frekari sprengingum.

Talsmaður lögreglu segir að margir hafi brennst illa á höndum. Verksmiðjan framleiddi meðal annars fæðubótaefni og önnur matvæli. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×