Erlent

Vonar að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum

Mohammed El-Baradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.
Mohammed El-Baradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP

Mohammed El-Baradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segist vonast til þess að hægt verði að komast hjá refsiaðgerðum gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Hann sagði vissulega hægt að grípa til aðgerða og þar með stigmagna deiluna en það leysi hana ekki. El-Baradei telur ekki hægt að komast að endanlegri niðurstöðu fyrr en allir deiluaðilar setjist að samningaborðinu og reyni að komast að samkomulagi sem allir geti unað sáttir við.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess á miðvikudaginn að Íranar hættu auðgun úrans og veittu rannsóknarmönnum kjarnorkumálastofnunarinnar alla þá aðstoð sem þeir óskuðu eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×