Erlent

Glæpir gegn mannkyni framdir í Darfúr?

MYND/UNICEF

Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch krefjast þess að rannsókn verði gerð á því hvort háttsettir menn innan stjórnarinnar í Súdan, þar á meðal forseti landsins, hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni í Darfúr-héraði. Tugþúsundir hafa látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka í héraðinu sem staðið hafa í bráðum þrjú ár. Ástandið í Darfúr skánaði mikið eftir friðarsamkomulagið sem skrifað var undir á síðasta ári, en nú virðist aftur vera að sjóða upp úr. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna greindu til að mynda frá því á föstudag að skæruliðar og hermenn á vegum stjórnvalda hafi gert álaup á þrjú þorp og drepið þar fjölda manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×