Erlent

Töluverður eldur logar enn

Myndin var tekin seint í gærkvöldi. Slökkvilið ætlaði að ráðast til atlögu við eldinn í nótt, en beðið var með það af ótta við of miklar skemmdir á umhverfinu í nágrenni olíustöðvarinnar.
Myndin var tekin seint í gærkvöldi. Slökkvilið ætlaði að ráðast til atlögu við eldinn í nótt, en beðið var með það af ótta við of miklar skemmdir á umhverfinu í nágrenni olíustöðvarinnar. MYND/AP

Töluverður eldur logar enn í einni stærstu olíubirgðastöð í Bretlandi þar sem miklar sprengingar urðu í gær. Reykmökkurinn frá stöðinni nær mörg hundruð metra upp í loftið. Talið er að erfitt verði að komast að orsökum sprenginganna þar sem flestallar vísbendingar hafi brunnið.

Slökkvilið ætlaði að ráðast til atlögu við eldinn í nótt, en beðið var með það af ótta við of miklar skemmdir á umhverfinu í nágrenni olíustöðvarinnar. Um leið og sátt næst um aðferð sem ekki skaðar umhverfið um of hefjast aðgerðir slökkviliðs. Þá verður 250 þúsund lítrum af froðu sprautað yfir svæðið og eins tuttugu og fimm þúsund lítrum af vatni á mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×