Erlent

Böndin berast að Damaskus

Sorg í Beirút. Kirkjuklukkum var hringt í höfuðborginni og fólk grét á götum úti þegar fréttist af tilræðinu í gær.
Sorg í Beirút. Kirkjuklukkum var hringt í höfuðborginni og fólk grét á götum úti þegar fréttist af tilræðinu í gær.

Bílsprengja varð líbanska ritstjóranum og þingmanninum Gibran Tueni að aldurtila í gær. Hann var nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dvaldi af því hann óttaðsti að setið væri um líf sitt. Áður óþekkt samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Engu að síður hallast margir að aðild Sýrlendinga að tilræðinu þar sem Tueni barðist ötullega gegn íhlutun þeirra í líbönsk málefni.

Foad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka tilræðið. Ráðinu var í gær afhent skýrsla rannsóknarnefndar SÞ um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Farið er fram á viðbótarfrest til að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×