Erlent

Kjörfundurinn hófst í gær

Nógu hress til að kjósa. Sjúklingar á sjúkrahúsum voru á meðal þeirra sem fengu að greiða atkvæði í gær.
Nógu hress til að kjósa. Sjúklingar á sjúkrahúsum voru á meðal þeirra sem fengu að greiða atkvæði í gær.

Fyrsti áfangi þingkosninganna í Írak hófst í gær. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisráðstafana í aðdraganda kosninganna þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. Hermenn, lögreglumenn, sjúkl­ingar á sjúkrahúsum og fangar sem bíða dóms fengu fyrstir að greiða atkvæði.

Í dag hefst svo atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í öðrum löndum en Írak. Sjálfar kosningarnar fara svo fram á fimmtudaginn. Íröksk stjórnvöld ætla að loka landamærum og setja útgöngubann á ákveðnum stöðum í landinu frá og með deginum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×