Fleiri fréttir 36 manns særðust í sprengingu í olíubirgðastöði í nágrenni London Nú er ljóst að 36 manns særðust og þarf af tveir alvarlega í gríðarlegri sprengingu sem varð í olíubirgðastöð í bænum Buncefield skammt frá London klukkan sex í morgun. Mikill eldur breyddist út við sprenginguna og steig reykur marga tugi metra upp í himininn. 11.12.2005 15:06 Sjö lifðu en hundrað létust Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu. 11.12.2005 07:15 Hættan aldrei verið meiri "Við erum í kapphlaupi við tímann," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Noregi í gær. ElBaradei sagði hættuna á kjarnorkuhörmungum vera meiri en nokkru sinni, nú fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins og sextíu árum frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. 11.12.2005 06:45 Alþjóða kjarnorkustofnunin og framkvæmdarstjóri hennar fá friðarverðlaun Nóbels í ár Alþjóða kjarnorkumálastofnunin og framkvæmdarstjóri hennar, Mohamed ElBaradei, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. EIBaradei og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin fá friðarverðlaunin fyrir að hafa beitt sér gegn útbreiðslu kjarnaorkuvopna og fyrir að stuðla öruggri notkun kjarnorku. EIBaradei og Yukiya Amano, stjórnarformaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, tóku á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Osló fyrr í dag. 10.12.2005 14:53 Fjárlagafrumvarpið í uppnámi Hvorki gengur né rekur að berja saman nýtt fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið. Forsætisráðherra Bretlands segir að náist ekki samkomulag í næstu viku, varpi það stórum skugga á Evrópusambandið. 10.12.2005 12:09 Dáist að einurð Íraka Í janúar kusu Írakar stjórnlagaþing sem síðan skipaði ríkisstjórn, í október greiddu þeir atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá landsins og næstkomandi fimmtudag ganga þeir í þriðja sinn að kjörborðinu á tæpu ári þegar þeir kjósa nýja menn á þing samkvæmt ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar. 10.12.2005 09:30 Fengu ekki að hitta alla fanga Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur staðfest að fulltrúum Rauða krossins hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim föngum sem eru í haldi Bandaríkjamanna, grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Frá þessu greindi forseti Alþjóða Rauða krossins (ICRC) í gær. 10.12.2005 06:30 Gagnrýnd úr öllum áttum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Mekka í Sádi-Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd. 10.12.2005 06:15 Konunum var fyrst sagt upp Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karlmönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarðanir. 10.12.2005 06:15 Pólland helsta miðstöðin Pólland var aðalmiðstöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverkamenn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu. 10.12.2005 05:45 Fjárlagadeila enn í hnút Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú gegnir formennskunni í Evrópusambandinu, ráðfærði sig við leiðtoga hinna ESB-ríkjanna í gær um þau mál sem til stendur að útkljá á leiðtogafundi í næstu viku. 10.12.2005 05:30 Freivalds gæti stigið úr stóli Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er sögð íhuga alvarlega að segja af sér embætti. Hún þótti standa sig illa eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra og var harðlega gagnrýnd í úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar. 10.12.2005 05:15 Þota rann út af brautinni Boeing 737-þota í innanlandsflugi í Bandaríkjunum skautaði út af flugbraut er hún lenti á snævi þöktum Midway-flugvellinum í Chicago í fyrrakvöld. Flugvélin fór í gegnum flugvallargirðinguna og út á þjóðveg með þeim afleiðingum að sex ára gamall drengur dó, en hann var farþegi í bíl sem þotan skall á. 10.12.2005 04:45 40% stjórnarmanna norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum Fjórir af hverjum tíu stjórnarmönnum norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum. Gangi það ekki eftir mega fyrirtæki búast við sektum eða að vera hreinlega lokað. 9.12.2005 22:53 Rauðu strætisvagnarnir teknir af götum London Hann er stór, rauður og jafn breskur og te og drottningin. En nú er hann horfinn, heyrir hann sögunni til og fæst fyrir slikk. Hver kannast ekki við þessi vinalegu hljóð, þetta mal sem heyrst hefur í hundruðum kvikmynda og á tepptum götum Lundúnaborgar í áratugi? Routemaster heitir hann, frægasti strætisvagn sögunnar og en vél getur verið þjóðsagnapersóna þá er hann það. 9.12.2005 22:48 25 ár eru liðin frá því að John Lennon var myrtur Það eru tuttugu og fimm ár frá því að John Lennon var myrtur og aðdáendur hans komu saman í skammt frá heimili Lennons í New York í gærkvöldi til að minnast hans. Fólkið safnaðist saman í hluta Central Park sem kallast Strawberry Fields, og þangað kom einnig ekkjan Yoko Ono og skildi eftir hvít blóm. 9.12.2005 22:41 Myndir birtar af nýja norska prinsinum Í Noregi voru birtar myndir í dag sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Það eru þessar myndir af prinsinu Sverri Magnúsi, syni þeirra Hákons krónprins og eiginkonu hans, Mette-Marit. Sverrir fæddist á laugardaginn var og er annað barn þeirra hjóna, en fyrir á Mette-Marit soninn Maríus. 9.12.2005 22:37 Vetrarveður í Chicago olli töluverðum vandræðum Vitlaust veður á bandarískan mælikvarða olli töluverðum vandræðum víða vestan hafs í gær. Frost og allt að 25 sentimetra jafnfallinn snjór voru til vandræða en alvarlegasta atvikið var án efa þegar Boeing 737 farþegaþota með 90 manns innanborðs brunaði út af flugbraut í lendingu í Chicago. 9.12.2005 22:35 Íslendingar á förum frá Afganistan Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar. 9.12.2005 22:33 Hundruð myrt í Darfur Mörg hundruð manns hafa verið myrtir í Darfur-héraði í Súdan undanfarnar vikur og margt bendir til að ástandið þar fari í sama farið ef ekki verður brugðist við hið allra fyrsta. 9.12.2005 12:30 Gary Glitter segist saklaus Fyrrum poppstjarnan Gary Glitter hefur viðurkennt fyrir Víetnömskum yfirvöldum að hafa haft ellefu ára gamla stúlku í rúmi sínu en neitar að hafa misnotað hana. Hinum sextíu og eins árs gamla Glitter er haldið í fangelsi fyrir utan strandborgina Vung Tau, ásakaður um svívirðilegt athæfi með barni en hann er talinn hafa haft kynmök með allnokkrum stúlkum undir lögaldri, þar á meðal er ein ellefu ára og önnur tólf. 9.12.2005 11:15 Verður líklega fyrsti kvenkyns forseti Chile Michele Bachelet verður fyrsti kvenkyns forseti Chile, nái hún kjöri í í forsetakosningum á sunnudag. Til að ná kjöri verður forseti að hafa yfir 51 % atkvæða en Bachelet hefur forystuna í skoðanakönnunum með 48% atkvæða. 9.12.2005 10:45 Viðurkenna að Rauði krossinn fái ekki aðgang að öllum föngum Rauði krossinn fær ekki aðgang að öllum föngum sem Bandaríkjamenn hafa í haldi. Þetta viðurkenndu stjórnvöld í Washington í fyrsta skipti í gær. 9.12.2005 10:00 Hreindýrum fjölgar ört á Grænlandi Hreindýr í Grænlandi hafa aldrei verið fleiri en nú og ef fram fer sem horfir getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði dýr og menn. Politiken greinir frá því að samkvæmt nýjustu talningu Náttúrfræðistofnunar Grænlands hafi hreindýrum í landinu fjölgað um fjórðung á síðustu fimm árum og telur hreindýrastofninn nú um 125 þúsund dýr. 9.12.2005 09:45 Verslunum lokað í Kasmír í mótmælaskyni við skopmyndir Fleiri þúsundum búða og verslana var lokað í gær í indverska hluta Kasmír í mótsmælaskyni við skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlands-Póstinum fyrir rúmum tveimur mánuðum. Frá þessu greina fjölmiðlar á svæðinu. 9.12.2005 09:30 Drengur í bíl fórst í flugslysi Sex ára gamall drengur lést þegar flugvél rann út af flugbraut á Midway-flugvellinum í Chicago í gærkvöld og út á götu. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737 og var notuð í innanlandsflugi, var í lendingu þegar slysið var. 9.12.2005 08:15 Segir mann ekki hafa sagst vera með sprengju Maðurinn sem var skotinn til bana í flugvél í Miami í fyrradag hrópaði ekki yfir vélina að hann væri með sprengju á sér. Þetta fullyrðir einn farþegi vélarinnar í viðtali við tímaritið Time. Farþeginn segir að lögreglumennirnir hafi verið allt of fljótir að grípa til þess ráðs að skjóta manninn, enda hafi hann verið á leiðinni út úr vélinni og aldrei notað orðið sprengja. 9.12.2005 08:00 Lést af völdum fuglaflensu í Taílandi Taílenskur drengur lést af völdum fuglaflensu í vikunni. Banamein piltsins var staðfest í nótt og þar með hafa fjórtán manns látist af völdum fuglaflensu í Taílandi. Alls hafa nú sjötíu manns látist úr flensunni í Asíu allri. 9.12.2005 07:30 Segja forsvarsmenn Merck hafa vitað af aukaverkunum Vioox Virt læknatímarit heldur því fram að lyfjaframleiðandinn Merck hafi vitað af hliðarverkunum gigtarlyfsins Vioxx árið 2000, en ekki afhent upplýsingarnar. Lyfið var ekki tekið af markaði fyrr en í fyrra , þegar ljóst þótti að það tvöfaldaði líkur á hjartaáfalli hjá þeim sem það hefðu tekið í meira en eitt og hálft ár. 9.12.2005 07:15 Stökk um borð í rútu með sprengju Að minnsta kosti þrjátíu létust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Japanar hafa ákveðið að framlengja dvöl herliðs síns í Írak um eitt ár. Árásin var gerð á umferðarmiðstöð í Bagdad en sjálfsmorðsárásarmaðurinn stökk þá um borð í rútu sem var í þann mund að leggja af stað til sjíabæjarins Nasiriyah í suðausturhluta landsins. 9.12.2005 06:45 Slíkur framburður ótækur Sérstakur dómstóll breskra lávarða úrskurðaði í gær að vitnisburð sem fengist hefði með pyntingum væri ekki hægt að nota gegn grunuðum hryðjuverkamönnum. Úrskurðurinn þýðir að taka verður upp mál átta manna sem sitja í öryggisgæslu og á senn að reka úr landinu á grundvelli framburðar fanga úr Guantanamo-búðunum alræmdu. 9.12.2005 06:15 74 verkamenn eru taldir af Talið er að í það minnsta 74 námaverkamenn hafi beðið bana þegar sprenging varð í fyrradag í kolanámu í Hebel-héraði, skammt frá Peking. Þetta er þriðja mannskæða námuslysið í Kína á hálfum mánuði. 9.12.2005 06:15 Útskrifuð af sjúkrahúsi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Hún var hins vegar útskrifuð í gær og virtist þá hin hressasta. 9.12.2005 05:15 Sagður hafa verið líflátinn Írakski uppreisnarhópurinn Íslamski herinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann hefði tekið bandarískan gísl sinn af lífi í gær. Engar myndir eða frekari upplýsingar fylgdu yfirlýsingunni en af henni mátti þó ráða að átt væri við Ronald Schulz, fertugan starfsmann öryggisþjónustu, en honum var rænt í landinu á dögunum. 9.12.2005 05:15 Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. 8.12.2005 13:15 20 þúsund uppreisnarmenn ganga lausir Minnst þrjátíu manns létust og fjörutíu slösuðust í enn einni sjálfsmorðsárásinni í Írak í morgun. Tuttugu þúsund uppreisnarmenn ganga enn lausir í Írak þrátt fyrir að bandarískar og írakskar hersveitir hafi handsamað og drepið þúsundir uppreisnarmanna undanfarið ár. 8.12.2005 12:06 Eldgos í Vanuatu-eyjaklasanum Eldfjallið Mount Marano á Ambae-eyju í eyjaklasanum Vanuatu tók stórkostlegan kipp í dag og gaus gufu og eitruðum lofttegundum þrjá kílómetra upp í loftið. Gosið sem byrjaði að láta á sér kræla þann 27 nóvember, kemur frá vatninu Vui í miðju gýgsins. Eldfjallafræðingar óttast að haldi gosið áfram muni aurskriður streyma yfir brún gýgsins og fljóta yfir allnokkur þorp á eyjunni og hafa þau verið rýmd. 8.12.2005 10:00 Hætta að nota tveggja hæða vagna í Lundúnum Eitt af höfuðeinkennum Lundúnaborgar undanfarna áratugi hverfur af sjónarsviðinu á morgun. Til stendur að leggja rauðu tveggja hæða strætisvögnunum sem fólk hefur getað hoppað upp í og af í rúmlega hálfa öld. 8.12.2005 09:45 Vilja ekki taka upp gjaldtöku í heilbrigðiskerfi Danmerkur Það kemur ekki til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu í landinu. 8.12.2005 09:30 Margret Thatcher lögð inn á sjúkrahús í gær Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London í gær eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher er enn á sjúkrahúsinu og hefur undirgengist rannsóknir í nótt, en ekki er útilokað að hún útskrifist í dag. 8.12.2005 08:30 Stórum hluta af Gautaborg lokað vegna tundurdufls Stórum hluta af Gautaborg í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að fiskibátur hafði komið til hafnar með það sem lögreglu grunar að sé tundurdufl úr síðari heimsstyrjöldinni. 8.12.2005 08:05 62 látnir í námuslysi í Kína 62 létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað. 8.12.2005 08:00 Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn. 8.12.2005 07:30 Sprengingar í Bangladess Minnst fimm létust og fimmtíu eru sárir eftir tvær sprengingar í norðurhluta Bangladess í morgun. Sprengjurnar tvær sprungu með aðeins nokkurra mínútna millibili og allt bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. 8.12.2005 07:15 Reynir að taka af tvímæli um stefnuna Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harkalegar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður bandarískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis. 8.12.2005 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
36 manns særðust í sprengingu í olíubirgðastöði í nágrenni London Nú er ljóst að 36 manns særðust og þarf af tveir alvarlega í gríðarlegri sprengingu sem varð í olíubirgðastöð í bænum Buncefield skammt frá London klukkan sex í morgun. Mikill eldur breyddist út við sprenginguna og steig reykur marga tugi metra upp í himininn. 11.12.2005 15:06
Sjö lifðu en hundrað létust Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu. 11.12.2005 07:15
Hættan aldrei verið meiri "Við erum í kapphlaupi við tímann," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Noregi í gær. ElBaradei sagði hættuna á kjarnorkuhörmungum vera meiri en nokkru sinni, nú fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins og sextíu árum frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. 11.12.2005 06:45
Alþjóða kjarnorkustofnunin og framkvæmdarstjóri hennar fá friðarverðlaun Nóbels í ár Alþjóða kjarnorkumálastofnunin og framkvæmdarstjóri hennar, Mohamed ElBaradei, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. EIBaradei og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin fá friðarverðlaunin fyrir að hafa beitt sér gegn útbreiðslu kjarnaorkuvopna og fyrir að stuðla öruggri notkun kjarnorku. EIBaradei og Yukiya Amano, stjórnarformaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, tóku á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Osló fyrr í dag. 10.12.2005 14:53
Fjárlagafrumvarpið í uppnámi Hvorki gengur né rekur að berja saman nýtt fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið. Forsætisráðherra Bretlands segir að náist ekki samkomulag í næstu viku, varpi það stórum skugga á Evrópusambandið. 10.12.2005 12:09
Dáist að einurð Íraka Í janúar kusu Írakar stjórnlagaþing sem síðan skipaði ríkisstjórn, í október greiddu þeir atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá landsins og næstkomandi fimmtudag ganga þeir í þriðja sinn að kjörborðinu á tæpu ári þegar þeir kjósa nýja menn á þing samkvæmt ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar. 10.12.2005 09:30
Fengu ekki að hitta alla fanga Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur staðfest að fulltrúum Rauða krossins hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim föngum sem eru í haldi Bandaríkjamanna, grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Frá þessu greindi forseti Alþjóða Rauða krossins (ICRC) í gær. 10.12.2005 06:30
Gagnrýnd úr öllum áttum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Mekka í Sádi-Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd. 10.12.2005 06:15
Konunum var fyrst sagt upp Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karlmönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarðanir. 10.12.2005 06:15
Pólland helsta miðstöðin Pólland var aðalmiðstöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverkamenn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu. 10.12.2005 05:45
Fjárlagadeila enn í hnút Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú gegnir formennskunni í Evrópusambandinu, ráðfærði sig við leiðtoga hinna ESB-ríkjanna í gær um þau mál sem til stendur að útkljá á leiðtogafundi í næstu viku. 10.12.2005 05:30
Freivalds gæti stigið úr stóli Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er sögð íhuga alvarlega að segja af sér embætti. Hún þótti standa sig illa eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra og var harðlega gagnrýnd í úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar. 10.12.2005 05:15
Þota rann út af brautinni Boeing 737-þota í innanlandsflugi í Bandaríkjunum skautaði út af flugbraut er hún lenti á snævi þöktum Midway-flugvellinum í Chicago í fyrrakvöld. Flugvélin fór í gegnum flugvallargirðinguna og út á þjóðveg með þeim afleiðingum að sex ára gamall drengur dó, en hann var farþegi í bíl sem þotan skall á. 10.12.2005 04:45
40% stjórnarmanna norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum Fjórir af hverjum tíu stjórnarmönnum norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum. Gangi það ekki eftir mega fyrirtæki búast við sektum eða að vera hreinlega lokað. 9.12.2005 22:53
Rauðu strætisvagnarnir teknir af götum London Hann er stór, rauður og jafn breskur og te og drottningin. En nú er hann horfinn, heyrir hann sögunni til og fæst fyrir slikk. Hver kannast ekki við þessi vinalegu hljóð, þetta mal sem heyrst hefur í hundruðum kvikmynda og á tepptum götum Lundúnaborgar í áratugi? Routemaster heitir hann, frægasti strætisvagn sögunnar og en vél getur verið þjóðsagnapersóna þá er hann það. 9.12.2005 22:48
25 ár eru liðin frá því að John Lennon var myrtur Það eru tuttugu og fimm ár frá því að John Lennon var myrtur og aðdáendur hans komu saman í skammt frá heimili Lennons í New York í gærkvöldi til að minnast hans. Fólkið safnaðist saman í hluta Central Park sem kallast Strawberry Fields, og þangað kom einnig ekkjan Yoko Ono og skildi eftir hvít blóm. 9.12.2005 22:41
Myndir birtar af nýja norska prinsinum Í Noregi voru birtar myndir í dag sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Það eru þessar myndir af prinsinu Sverri Magnúsi, syni þeirra Hákons krónprins og eiginkonu hans, Mette-Marit. Sverrir fæddist á laugardaginn var og er annað barn þeirra hjóna, en fyrir á Mette-Marit soninn Maríus. 9.12.2005 22:37
Vetrarveður í Chicago olli töluverðum vandræðum Vitlaust veður á bandarískan mælikvarða olli töluverðum vandræðum víða vestan hafs í gær. Frost og allt að 25 sentimetra jafnfallinn snjór voru til vandræða en alvarlegasta atvikið var án efa þegar Boeing 737 farþegaþota með 90 manns innanborðs brunaði út af flugbraut í lendingu í Chicago. 9.12.2005 22:35
Íslendingar á förum frá Afganistan Íslendingar eru á förum frá Afganistan er Norðmenn ætla að fjölga í liði sínu. Tilgangurinn er að veita friðargæsluliðum aukna vörn, en Stoltenberg sagði ekki hversu margar þotur yrðu sendar. 9.12.2005 22:33
Hundruð myrt í Darfur Mörg hundruð manns hafa verið myrtir í Darfur-héraði í Súdan undanfarnar vikur og margt bendir til að ástandið þar fari í sama farið ef ekki verður brugðist við hið allra fyrsta. 9.12.2005 12:30
Gary Glitter segist saklaus Fyrrum poppstjarnan Gary Glitter hefur viðurkennt fyrir Víetnömskum yfirvöldum að hafa haft ellefu ára gamla stúlku í rúmi sínu en neitar að hafa misnotað hana. Hinum sextíu og eins árs gamla Glitter er haldið í fangelsi fyrir utan strandborgina Vung Tau, ásakaður um svívirðilegt athæfi með barni en hann er talinn hafa haft kynmök með allnokkrum stúlkum undir lögaldri, þar á meðal er ein ellefu ára og önnur tólf. 9.12.2005 11:15
Verður líklega fyrsti kvenkyns forseti Chile Michele Bachelet verður fyrsti kvenkyns forseti Chile, nái hún kjöri í í forsetakosningum á sunnudag. Til að ná kjöri verður forseti að hafa yfir 51 % atkvæða en Bachelet hefur forystuna í skoðanakönnunum með 48% atkvæða. 9.12.2005 10:45
Viðurkenna að Rauði krossinn fái ekki aðgang að öllum föngum Rauði krossinn fær ekki aðgang að öllum föngum sem Bandaríkjamenn hafa í haldi. Þetta viðurkenndu stjórnvöld í Washington í fyrsta skipti í gær. 9.12.2005 10:00
Hreindýrum fjölgar ört á Grænlandi Hreindýr í Grænlandi hafa aldrei verið fleiri en nú og ef fram fer sem horfir getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði dýr og menn. Politiken greinir frá því að samkvæmt nýjustu talningu Náttúrfræðistofnunar Grænlands hafi hreindýrum í landinu fjölgað um fjórðung á síðustu fimm árum og telur hreindýrastofninn nú um 125 þúsund dýr. 9.12.2005 09:45
Verslunum lokað í Kasmír í mótmælaskyni við skopmyndir Fleiri þúsundum búða og verslana var lokað í gær í indverska hluta Kasmír í mótsmælaskyni við skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlands-Póstinum fyrir rúmum tveimur mánuðum. Frá þessu greina fjölmiðlar á svæðinu. 9.12.2005 09:30
Drengur í bíl fórst í flugslysi Sex ára gamall drengur lést þegar flugvél rann út af flugbraut á Midway-flugvellinum í Chicago í gærkvöld og út á götu. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737 og var notuð í innanlandsflugi, var í lendingu þegar slysið var. 9.12.2005 08:15
Segir mann ekki hafa sagst vera með sprengju Maðurinn sem var skotinn til bana í flugvél í Miami í fyrradag hrópaði ekki yfir vélina að hann væri með sprengju á sér. Þetta fullyrðir einn farþegi vélarinnar í viðtali við tímaritið Time. Farþeginn segir að lögreglumennirnir hafi verið allt of fljótir að grípa til þess ráðs að skjóta manninn, enda hafi hann verið á leiðinni út úr vélinni og aldrei notað orðið sprengja. 9.12.2005 08:00
Lést af völdum fuglaflensu í Taílandi Taílenskur drengur lést af völdum fuglaflensu í vikunni. Banamein piltsins var staðfest í nótt og þar með hafa fjórtán manns látist af völdum fuglaflensu í Taílandi. Alls hafa nú sjötíu manns látist úr flensunni í Asíu allri. 9.12.2005 07:30
Segja forsvarsmenn Merck hafa vitað af aukaverkunum Vioox Virt læknatímarit heldur því fram að lyfjaframleiðandinn Merck hafi vitað af hliðarverkunum gigtarlyfsins Vioxx árið 2000, en ekki afhent upplýsingarnar. Lyfið var ekki tekið af markaði fyrr en í fyrra , þegar ljóst þótti að það tvöfaldaði líkur á hjartaáfalli hjá þeim sem það hefðu tekið í meira en eitt og hálft ár. 9.12.2005 07:15
Stökk um borð í rútu með sprengju Að minnsta kosti þrjátíu létust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Japanar hafa ákveðið að framlengja dvöl herliðs síns í Írak um eitt ár. Árásin var gerð á umferðarmiðstöð í Bagdad en sjálfsmorðsárásarmaðurinn stökk þá um borð í rútu sem var í þann mund að leggja af stað til sjíabæjarins Nasiriyah í suðausturhluta landsins. 9.12.2005 06:45
Slíkur framburður ótækur Sérstakur dómstóll breskra lávarða úrskurðaði í gær að vitnisburð sem fengist hefði með pyntingum væri ekki hægt að nota gegn grunuðum hryðjuverkamönnum. Úrskurðurinn þýðir að taka verður upp mál átta manna sem sitja í öryggisgæslu og á senn að reka úr landinu á grundvelli framburðar fanga úr Guantanamo-búðunum alræmdu. 9.12.2005 06:15
74 verkamenn eru taldir af Talið er að í það minnsta 74 námaverkamenn hafi beðið bana þegar sprenging varð í fyrradag í kolanámu í Hebel-héraði, skammt frá Peking. Þetta er þriðja mannskæða námuslysið í Kína á hálfum mánuði. 9.12.2005 06:15
Útskrifuð af sjúkrahúsi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Hún var hins vegar útskrifuð í gær og virtist þá hin hressasta. 9.12.2005 05:15
Sagður hafa verið líflátinn Írakski uppreisnarhópurinn Íslamski herinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann hefði tekið bandarískan gísl sinn af lífi í gær. Engar myndir eða frekari upplýsingar fylgdu yfirlýsingunni en af henni mátti þó ráða að átt væri við Ronald Schulz, fertugan starfsmann öryggisþjónustu, en honum var rænt í landinu á dögunum. 9.12.2005 05:15
Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. 8.12.2005 13:15
20 þúsund uppreisnarmenn ganga lausir Minnst þrjátíu manns létust og fjörutíu slösuðust í enn einni sjálfsmorðsárásinni í Írak í morgun. Tuttugu þúsund uppreisnarmenn ganga enn lausir í Írak þrátt fyrir að bandarískar og írakskar hersveitir hafi handsamað og drepið þúsundir uppreisnarmanna undanfarið ár. 8.12.2005 12:06
Eldgos í Vanuatu-eyjaklasanum Eldfjallið Mount Marano á Ambae-eyju í eyjaklasanum Vanuatu tók stórkostlegan kipp í dag og gaus gufu og eitruðum lofttegundum þrjá kílómetra upp í loftið. Gosið sem byrjaði að láta á sér kræla þann 27 nóvember, kemur frá vatninu Vui í miðju gýgsins. Eldfjallafræðingar óttast að haldi gosið áfram muni aurskriður streyma yfir brún gýgsins og fljóta yfir allnokkur þorp á eyjunni og hafa þau verið rýmd. 8.12.2005 10:00
Hætta að nota tveggja hæða vagna í Lundúnum Eitt af höfuðeinkennum Lundúnaborgar undanfarna áratugi hverfur af sjónarsviðinu á morgun. Til stendur að leggja rauðu tveggja hæða strætisvögnunum sem fólk hefur getað hoppað upp í og af í rúmlega hálfa öld. 8.12.2005 09:45
Vilja ekki taka upp gjaldtöku í heilbrigðiskerfi Danmerkur Það kemur ekki til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu í landinu. 8.12.2005 09:30
Margret Thatcher lögð inn á sjúkrahús í gær Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London í gær eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher er enn á sjúkrahúsinu og hefur undirgengist rannsóknir í nótt, en ekki er útilokað að hún útskrifist í dag. 8.12.2005 08:30
Stórum hluta af Gautaborg lokað vegna tundurdufls Stórum hluta af Gautaborg í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að fiskibátur hafði komið til hafnar með það sem lögreglu grunar að sé tundurdufl úr síðari heimsstyrjöldinni. 8.12.2005 08:05
62 látnir í námuslysi í Kína 62 létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað. 8.12.2005 08:00
Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn. 8.12.2005 07:30
Sprengingar í Bangladess Minnst fimm létust og fimmtíu eru sárir eftir tvær sprengingar í norðurhluta Bangladess í morgun. Sprengjurnar tvær sprungu með aðeins nokkurra mínútna millibili og allt bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. 8.12.2005 07:15
Reynir að taka af tvímæli um stefnuna Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harkalegar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður bandarískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis. 8.12.2005 06:45