Erlent

Gul segir engar yfirheyrslur eiga sér stað

Erdogan hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn CIA og FBI að undanförnu um samtarf í stríðinu gegn hryðjuverkum.
Erdogan hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn CIA og FBI að undanförnu um samtarf í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands staðfesti um helgina að flugvél, sem talin er vera í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi lent tvisvar í Istanbúl. Hins vegar hefði enginn farið í eða úr vélinni og því væri víst að engar yfirheyrslur hefðu átt sér stað í Tyrklandi.

"Vélin var undir okkar stjórn allan tímann," sagði Gul í samtali við Anatolia-fréttastofuna en hann tók þó ekki fram hvort vélin hefði í raun verið á vegum CIA. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi fór fram á rannsókn í þinginu eftir ásakanir þess efnis að CIA nýtti sér Tyrkland sem viðkomustað í fangaflugi með meinta hryðjuverkamenn frá Írak og Afganistan, og jafnvel sem stað til yfirheyrslna. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, átti nýlega fund með yfirmanni bandarísku alríkislögreglunnar FBI og mun á næstunni hitta forstjóra CIA. Hann bað fólk þó að lesa ekki of mikið út úr fundunum varðandi meint fangaflug, þeir væru einungis liðir í auknu samstarfi í stíðinu gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×