Fleiri fréttir

Hafa engin samskipti við dómstólinn

Lögmenn Saddams Husseins segjast ekki munu hafa nein samskipti við dómstólinn sem réttar í máli hans þar til réttarhöldunum verður framhaldið í lok nóvember. Þeir vilji nefnilega ekki tefla lífi sínu í hættu en í síðustu viku var lögmaður eins af fyrrverandi samverkamönnum Saddams myrtur eftir að hafa verið rænt af skrifstofu sinni.

Fylkingar súnníta saman í framboð

Nú þegar ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt í Írak hafa þrjár stjórnmálafylkingar súnníta tekið höndum saman og ætla að bjóða fram undir sömu merkjum í þingkosningum í landinu í desember. Í tilkynningu frá fylkingunum þremur eru súnnítar hvattir til að taka þátt í kosningunum, en þátttaka þeirra í kosningunum í janúar var afar dræm.

Ná ekki samkomulagi um reykingabann

Breska ríkisstjórnin nær ekki að koma sér saman um lög gegn reykingum, sem átti að kynna í gær. Nokkra ráðherra greinir á um hvort bannið eigi að ná til allra opinberra staða eða hvort undanskilja eigi veitingastaði sem ekki selja mat.

Banvænn stofn flensu greinist í Króatíu

H5N1-stofninn af fuglaflensu hefur greinst í Króatíu. Þetta var staðfest í morgun. Fuglaflensa hefur enn á ný greinst í Kína, að þessu sinni í rúmlega fimm hundruð öndum og kjúklingum í Hunan-héraði.

Sýrlendingar vilja rannsaka morðið á Hariri

Sýrlensk stjórnvöld segjast reiðubúin að hefja eigin rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hins vegar hafna þau rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu og segja hana ekki hlutlausa.

Skera upp herör gegn grimmilegri meðferð á dýrum

Yfirvöld í Róm á Ítalíu hafa skorið upp herör gegn kærulausum gæludýraeigendum og -seljendum og hafa sett margs konar reglur til þess að koma í veg fyrir grimmilega meðferð á dýrum.

Vinsældir Bush minnka

Fimmtíu og fimm prósent Bandaríkjamanna myndu kjósa Demókrata ef gengið yrði til kosinga nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Gallup, CNN og dagblaðsins USA Today.

Segir margar ríkar þjóðir hafa brugðist

Margar af ríkustu þjóðum heims hafa brugðist þegar kemur að því að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Suður-Asíu sem varð fyrir tæpum þremur vikum. Þetta segja bresku hjálparsamtökin Oxfam og benda á að einungis hafi fengist loforð fyrir þriðjungi þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á vegna hamfaranna.

Grunur um fuglaflensu á Indlandi

Yfirvöld á Indlandi hafa sent blóðsýni úr farfuglum sem fundist hafa dauðir í vesturhluta Bengal-skóganna síðustu vikuna til rannsókna vegna gruns um fuglaflensu.

Norðmenn græða á fuglaflensu

Fuglaflensa leiðir ekki aðeins til útgjalda fyrir ríki heims. Norðmenn hafa komist að raun um að það er líka hægt að græða á óttanum við fuglaflensu.

Sagður hafa logið að þingnefnd

Breski þingmaðurinn George Galloway þverneitar að hafa borið ljúgvitni fyrir bandarískri þingnefnd síðastliðið vor, eins og nýjar upplýsingar eru sagðar benda til að hann hafi gert.

Greinist á enn fleiri stöðum

Enn á ný hefur fuglaflensa greinst í Kína, að þessu sinni í rúmlega fimm hundruð öndum og kjúklingum í Hunan-héraði. Yfirvöld þar hafa fargað tvö þúsund og fimm hundruð fuglum í varúðarskyni.

Ísraelsher skýtur á Gasa

Ísraelski herinn skaut í morgun úr flugvélum og af jörðu niðri á svæði á norðanverðri Gasaströndinni, þaðan sem herskáir Palestínumenn skutu í nótt flugskeytum að borginni Sderot í Ísrael. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fallið í valinn.

Áfengissýki norskra ungmenna eykst

Norsk ungmenni hafa tvöfaldað áfengisneyslu sína síðustu árin og fjórðungi fleiri ungmenni eiga við áfengisvandamál að stríða nú en fyrir fimm árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem norska heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman og norska Ríkisútvarpið greinir frá.

Lægstu framlögin frá Íslandi

Carsten Hansen, þingmaður danskra jafnaðarmanna, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í upphafi umræðna á þingi Norðurlandaráðs fyrir lítil framlög til þróunaraðstoðar. Hann spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hvort og þá hvenær þróunaraðstoð Íslendinga yrði viðlíka mikil hlutfallslega og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.

Heilagt stríð hótar hefndum

Ísraelskar hersveitir skutu Luay Saadi, yfirmann hernaðararms samtakanna Heilagt stríð, og náinn samstarfsmann hans til bana í flóttamannabúðum í Tulkarem á Vesturbakkanum um helgina. Yfirmaður Ísraelshers á svæðinu sagði að Saadi hefði staðið fyrir nokkrum árásum undanfarna mánuði sem tólf Ísraelar hefðu látið lífið í og hann væri auk þess grunaður um að hyggja á frekari tilræði. Talsmaður Heilags stríðs hótaði grimmilegum hefndum vegna drápsins.

Íslenskar konur í fréttum í Katar

Fjölmiðlar í löndum jafn fjarri okkur og Ástralíu og Katar við Persaflóa sögðu fréttir af kvennafrídeginum á Íslandi. Gulf Times í Katar og The Australian, stærsta dagblað Ástralíu, sögðu frá því að tugþúsundir íslenskra kvenna hefðu yfirgefið störf sín til þess að mótmæla kynbundnum launamuni í landinu.

Galloway fékk fé frá Írökum

Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Galloway um að hafa logið að sér þegar hann staðhæfði eiðsvarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðslur fengið í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Gruna friðargæsluliða um nauðganir

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo sæta nú rannsókn vegna ásakana um nauðganir, spillingu og mútuþægni. Íslenskir hermenn sáu um rekstur flugvallarins í Pristina og enn eru vopnaðir Íslendingar þar að störfum.

Tvíburar með töglin og hagldirnar

Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar á ný í Póllandi eftir að Lech Kaczynski var kjörinn forseti um helgina. Sigur Kaczynskis styrkir mjög stöðu flokks hans í viðræðunum. Endanleg niðurstaða kosninganna liggur fyrir og hlaut Kaczynski 54 prósent atkvæða en Donald Tusk, keppinautur hans, 46 prósent.

Rússnesk skip gripin á ný

Norska strandgæslan stöðvaði um helgina umskipun afla úr rússneskum togara yfir í flutningaskip nærri Bjarnarey í Barentshafi. Norðmenn gera tilkall til hafsvæðisins sem skipin voru á enda þótt það sé utan efnahagslögsögu þeirra.

Með einkarétt á fetaosti

Hvað er „feta"? Ostur, en meira en það. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í dag að feta væri nánar til tekið saltur, grískur ostur gerður úr blöndu af kúa- og geitamjólk.

60 grindhvalir syntu upp á land

Nærri sextíu grindhvalir syntu upp á land á ströndum Tasmaníu í gær. Björgunarmenn þustu á staðinn en þeir náðu aðeins að bjarga tíu hvöldum.

Stjórnarskrá samþykkt í skugga voðverka

Al-Qaeda lýsti í dag ábyrgð á sprengjuárásunum á hótel í Bagdad í gær. Í miðju skot- og sprengjuárása í dag var greint frá því að mikill meirihluti Íraka hefði samþykkt nýja stjórnarskrá.

Tæplega þúsund fangar teknir af lífi á 29 árum

Fjöldi þeirra sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum síðan dauðarefsingin var tekin upp þar að nýju á áttunda áratugnum nálgast nú eitt þúsund. Í dag var 48 ára gamall maður, Willie "Flip" Williams að nafni, sem dæmdur var fyrir morð á fjórum mönnum og eiturlyfjasölu, tekinn af lífi með banvænni sprautu í Ohio-ríki.

34 hjálparstarfsmenn í haldi

Flótamenn í Darfur héraði í Súdan hafa tekið þrjatíu og fjóra hjálparstarfsmenn í gíslingu í stærstu flóttamannabúðunum í Darfúr. Flóttamennirnir krefjast þess að einn af leiðtogum þeirra sem var nýverið handtekinn, verði látinn laus.

Stjórnarskráin samþykkt

Stjórnarskrá Íraks hefur verið samþykkt. Endanlegar tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslu bárust nú rétt fyrir hádegi og samþykktu tæplega áttatíu prósent Íraka stjórnarskrána.

Tamiflu nánast uppselt í Danmörku

Ótti Dana við fuglaflensu er slíkur að nú er inflúensulyfið Tamiflu nánast uppselt í apótekum og hjá heildsölum í landinu. Sala á lyfinu jókst mikið í síðasta mánuði og hefur einnig aukist í þessum í kjölfar frétta af því að hin banvæni H5N1-stofn veirunnar hafi greinst í fuglum í Austur-Evrópu.

Meira en helmingur fórnarlamba yfir sextugu

Meira en helmingur þeirra sem létust af völdum fellibylsins Katrínar voru yfir sextugu. Nýjar tölur frá heilbrigðisyfirvöldum í Louisiana benda til að langflest fórnarlömb fellibylsins hafi verið eldri borgarar sem ýmist gátu ekki eða vildu ekki yfirgefa heimili sín.

Skotið á herskáa Palestínumenn

Ísraelsk herþota skaut í morgun sprengjum að vígi herskárra Palestínumanna í borginni Beit Hanoun á Gaza. Hópur sem tengist Fatah-hreyfingunni heldur til í byggingunni en enginn virðist hafa slasast í árásunum.

Ben Bernanke tilnefndur sem seðlabankastjóri BNA

George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra.

Baráttukonan Rosa Parks látin

Rosa Parks, saumakonan frá Alabama, sem varð heimsfræg fyrir að fylgja ekki þeirri reglu aðskilnaðarlaga að standa upp fyrir hvítum í strætisvagni árið 1955, lést í gær í Detriot í Bandaríjkunum 92 ára gömul.

Sex borgarar drepnir í Afganistan

Afganskir uppreisnarmenn drápu sex óbreytta borgara seint í gærkvöldi í árás sem beindist að bandarískum herjeppa. Árásin mistókst og hermennirnir sluppu allir ómeiddir. Bíll sem átti leið hjá varð hins vegar fyrir skoti úr sprengjuvörpu með þeim afleiðingum að allir farþegarnir sex létust.

Skýrla kynnt í öryggisráði SÞ

Höfundur skýrslu Sameinuðu þjóðanna um morðið á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, mun í dag kynna skýrsluna í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Í skýrslunni er því haldið fram að hátt settir menn innan stjórnkerfis Sýrlands hafi átt aðild að morðinu.

Fuglaflensa greinist aftur í Kína

Fuglaflensu hefur aftur orðið vart í Kína, í þetta sinn á meðal aligæsa í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að tvö þúsund og eitt hundrað fuglar hefðu sýkst af veirunni, 550 hefðu drepist og að 45 þúsund fuglum hefði verið slátrað.

Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.

Sex látnir eftir yfirreið Wilmu

Að minnsta kosti sex manns létust þegar fellibylurinn Wilma fór yfir Flórída í gær. Wilma er nú farin aftur út á haf, en enginn fellibylur hefur valdið jafn miklu eignatjóni á Fort Lauderdale svæðinu í meira en fimmtíu ár.

Íbúar Isabelu ekki í hættu

Eldfjallið Sierra Negra á eynni Isabelu í Galapagos-eyjaklasanum í Kyrrahafi byrjaði að gjósa um helgina með miklum látum. Gosefni úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu.

Tuttugu létust

Þrjár bílsprengjur voru sprengdar nánast samtímis fyrir utan hótel erlendra blaðamanna í Bagdad í gær. Í það minnsta tuttugu manns dóu í sprengingunum.

Líkt og risastór hönd væri að hrista húsið

Fellibylurinn Wilma fór yfir Mexíkóflóa í gær og olli íbúum Kúbu og Flórídaskaga þungum búsifjum. Einn maður lét lífið í veðurofsanum. Þá eru átta manns taldir af á Haítí.

Keppast um hylli 300.000 flokkssystkina

"Davíðarnir tveir" í leiðtogaslag brezka Íhaldsflokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystkina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýjaði Verkamannaflokkinn.

Allt á huldu um orsakirnar

Nígerísk stjórnvöld reyna nú að finna skýringar á flugslysinu um helgina þegar Boeing 737-þota Bellview Airlines fórst á leið sinni frá Lagos til höfuðborgarinnar Abuja með 117 manns innanborðs. Yfirvöld útiloka ekki að um hryðjuverk sé að ræða þótt það sé talið ólíklegt. Vonast er til að fundur svörtu kassanna svonefndu muni varpa ljósi á málið.

Sjá næstu 50 fréttir