Fleiri fréttir

Fimm óbreyttir borgarar drepnir

Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar.

Hundruð við útför Ziyangs

Hundruð voru í morgun við útför Zhaos Ziyangs sem var formaður kínverska Kommúnistaflokksins þegar atburðirnir á Torgi hins himneska friðar urðu árið 1989. Fólkið lét ekki lögreglueftirlit hræða sig en ráðamenn óttuðust að útförin yrði tilefni til mótmæla og rósturs.

Konur yfirgefa Jafnaðarmenn

Konur eru yfir níutíu prósent þeirra kjósenda sem danski Jafnaðarmannnaflokkurinn hefur misst frá því að kosningabaráttan hófst fyrir tæpum hálfum mánuði. Innan flokksins eru uppi raddir um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, hætti ef spár rætast um sögulega útreið flokksins í þingkosningum eftir tíu daga. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku.

Hryðjuverkaárás óumflýjanleg

Hryðjuverkaárás á Bandaríkin er óumflýjanleg. Þetta segir Tom Ridge, fráfarandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna.

Írak leikur á reiðiskjálfi

Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. 

Tímamót hjá fjandvinum

Tímamót urðu í samskiptum Taívans og Kína í morgun þegar farþegaflugvél flaug beint á milli áfangastaða þar í fyrsta sinn í fimmtíu og fimm ár. Kínverjar líta á Taívan sem hluta Kína en Taívanar segja landið sjálfstætt.

Minnihluti Íraka mun kjósa

Forseti Íraks, Ghazi al-Yawar, segir að minnihluti þjóðarinnar muni greiða atkvæði í kosningunum á morgun. Hann kveðst vona að sem flestir Írakar kjósi en vegna óaldarinnar í landinu og tíðra árása uppreisnarmanna á kjörstaði muni fáir Írakar þora að nýta atkvæðisrétt sinn.

Stríðsandstæðingar bæta í

Mikið andstaða er enn í Danmörku við stríðið í Írak líkt og hér á landi. Í <em>Politiken</em> í dag birtist auglýsing þar sem hundruð þekktra Dana krefjast þess að þeir fimm hundruð hermenn danska hersins sem eru í Írak verði kallaðir heim hið fyrsta. Greinilegt er að andstæðingar stríðsins ætla að láta vel í sér heyra nú í aðdraganda kosninganna sem munu fara fram í Danmörku eftir tíu daga.

Síðustu stundirnar blóði drifnar

Síðustu stundirnar fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak eru blóði drifnar. Barist er á götum úti og um traust kjósenda sem óttast er að þori ekki á kjörstaði á morgun.

Lykketoft valtur í sessi

Níu af hverjum tíu sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni eru konur og formaðurinn, Mogens Lykketoft, er valtur í sessi. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, skýrir stöðu mála og fer yfir kosningaloforð dönsku flokkanna.

Ofsótti fyrrverandi kærustu

Maður var dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Kaliforníu fyrir að ofsækja fyrrverandi kærustu sína. Maðurinn var sár og svekktur eftir að konan sleit sambandinu við hann. Reyndi hann hvað hann gat til að vinna aftur ástir konunnar en lítið gekk.

75 ára skotin með rafbyssu

Lögreglukona hefur fengið viðvörun eftir að hafa notað fimmtíu þúsund volta rafbyssu gegn 75 ára gamalli konu á hjúkrunarheimili.

Kosið í Írak í skugga ofbeldis

Kjörstaðir opnuðu í Írak klukkan fjögur í nótt. Óöld ríkir í landinu og var flugskeyti skotið á bandaríska sendiráðið í Bagdad í gær. Forseti Bandaríkjanna segir að kosningarnar muni ekki binda enda á hryðjuverkaárásir. Þær séu hins vegar upphafið að nýjum tímum í landinu.

Abbas og Sharon funda bráðlega

Búist er við því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fundi innan tveggja vikna. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, og Mohammed Dahlan, yfirmaður öryggismála í Palestínu, hittust síðdegis í gær til að undirbúa fund Abbas og Sharons.

Kynferðislegar pyntingar notaðar

Kynferðislegar pyntingar eru sagðar notaðar til að þvinga fanga við yfirheyrslur í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Mannréttindafrömuðir segja föngum þar ennþá neitað um grundvallarréttindi, þrátt fyrir úrskurð bandarísks dómstóls.

Bandaríkjamenn yfirgefa Írak?

George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær reiðubúinn til þess að kalla herlið Bandaríkjanna út úr Írak, færi svo að nýkjörin stjórnvöld í landinu myndu fara þess á leit. Í viðtali við <em>New York Times</em> í gær sagði Bush að Írakar stæðu á eigin fótum og væri það vilji þeirra að losna við herlið Bandaríkjamanna eftir kosningarnar yrði gengið að því.

Fyrstu Írakarnir kjósa

Írakar í Ástralíu urðu í morgun fyrstir til þess að kjósa í sjálfstæðum kosningum í heimalandi sínu í heil fimmtíu ár. Fyrstu atkvæðin utan kjörfundar voru greidd í Ástralíu sem er eitt þeirra fjórtán landa þar sem Írakar, sem ekki eru búsettir í heimalandinu, geta kosið.

Fjórir féllu í sprengingu

Fjórir Írakar féllu í valinn í morgun þegar bílsprengja sprakk nærri lögreglustöð í suðurhluta Bagdad. Í gær létust nítján Írakar og einn Bandaríkjamaður í árásum uppreisnarmanna og ljóst að aðgerðir þeirra fara sífellt harðnandi fram að kosningunum sem fram fara á sunnudaginn.

Fuglaflensa geisar enn

Yfirvöld í Víetnam hafa falið óeirðalögreglunni að aðstoða við eftirlit með öllum alifuglaviðskiptum í Ho Chi Minh borg til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu. Þar lést maður í gær úr flensunni og er það tíunda fórnarlamb hennar þar í landi.

Herinn samsekur í Beslan

Rússnesk yfirvöld segja að nokkrir háttsettir embættismenn í rússneska hernum hafi aðstoðað hryðjuverkamennina sem réðust inn í grunnskólann í Beslan síðasta haust. Búist er við að nokkrir embættismenn verði ákærðir í kjölfarið. Ættingjar þeirra sem létust í gíslatökunni hafa mótmælt aðgerðaleysi yfirvalda og krefjast þess að fólk verði dregið til ábyrgðar.

Fimbulvetur á Spáni

Fimbulvetur ríkir á Spáni og þar ríkja nú mestu kuldar sem mælst hafa í tvo áratugi. Tveir hafa látist vegna snjóa og kulda og samgöngur í landinu eru allar úr skorðum.

Ástandið í Danmörku fegrað

Mogens Lykketoft, formaður Sósíaldemókrata, segir kosningabaráttuna í Danmörku vera erfiðari en oft áður og sakar stjórnvöld í landinu um að mála glansmynd af ástandinu í landinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku og hitti Lykketoft að máli í morgun.

Óttast eftirhermuglæpi í BNA

Óttast er að Bandaríkjamaður sem reyndi að svipta sig lífi með því að leggja bíl sínum á lestarteina muni valda hrinu eftirhermuglæpa. Eitt tilvik er þegar í skoðun lögreglu.

Annan talar til uppreisnarmanna

Kofi Annan talaði í dag til uppreisnarmanna í Írak og bað þá um að hindra ekki kosningarnar í landinu sem fram eiga að fara á sunnudaginn. Óöldin sem geisað hefur í Írak hefur færst í aukana undanfarið eftir því sem nær dregur kosningum og tugir manna fallið og enn fleiri liggja sárir.

Áhrif karlhormónsskorts á akstur

Þýskir vísindamenn segjast hafa sannanir fyrir því að það sé skortur á karlhormónum sem valdi því að konur geti ekki lagt bílum í stæði. Einnig báru þeir saman lengd baugfingurs og vísifingurs á sjálfboðaliðum sínum og segja að tengsl séu milli lítils magns af karlhormónum og stuttum baugfingri.

32 fallið á tveimur dögum

Tólf manns hið minnsta liggja í valnum eftir árásir dagsins, þar af tveir bandarískir hermenn. Í gær létust tuttugu, þar af einn Bandaríkjamaður.

Mikil breyting í Miðausturlöndum

Meiri háttar breyting til batnaðar hefur orðið í samskiptum Ísraels og Palestínu síðustu vikurnar. Ofbeldisverkum hefur snarfækkað og í fyrsta sinn í fjögur ár eru menn vongóðir um friðarhorfur.

Rice á leið til Palestínu

Fyrsta opinbera heimsókn Condoleezza Rice sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður til Mið-Austurlanda. Háttsettir menn innan ráðuneytisins segja að vegna batnandi samskipta Ísraela og Palestínumanna vilji Rice leggja áherslu á að koma friðarviðræðum á skrið

Kúariða greindist í geit

Evrópskir vísindamenn hafa staðfest að í fyrsta skiptið hafi Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) greinst í geit. BBC greinir frá þessu.

Cox á móti Hillary

Edward Cox, tengdasonur Richards Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, íhugar að bjóða sig fram á móti Hillary Clinton í kosningum til öldungardeildar þingsins á næsta ári.

Hertar öryggiskröfur í Írak

Á annan tug óbreyttra borgara og íraskra lögreglumanna létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær. Þá voru fimm bandarískir hermenn drepnir í þremur árásum í Bagdad.

Rice orðin utanríkisráðherra

Condoleezza Rice sór í gær embættiseið sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hefur störf í dag. 85 þingmenn öldungadeildar samþykktu Rice í embættið en 13 greiddu atkvæði gegn því. Ekki hafa jafnmargir öldungadeildarþingmenn lagst gegn embættistöku utanríkisráðherra Bandaríkjanna síðan árið 1825.

Telja menn hafa skapað alnæmi

Nærri 40 prósent blökkumanna í Bandaríkjunum telja að menn hafi skapað alnæmi, samkvæmt nýrri könnun ríkisháskólans í Oregon-fylki. Könnunin náði til fimm hundruð blökkumanna í Bandaríkjunum og taldi fjórðungur þeirra að vísindamenn á vegum hins opinbera hefðu skapað HIV-veiruna en um tólf prósent voru á því að bandaríska leyniþjónustan stæði á bak við sjúkdóminn.

Snjóar mikið á Spáni

Víða á norðurhluta Spánar hefur mikið snjóað undanfarna daga og hefur sums staðar gengið erfiðlega að moka vegna stöðugrar ofankomu. 675 snjóruðningsbílar hafa verið ræstir út og eins eru 60 þúsund tonn af salti til reiðu til að sigrast á hálku sem búist er við að fylgi snjókomunni.

Búist ekki við betri árangri

Palestínumenn ættu ekki að búast við því að ná betri árangri í friðarviðarviðræðum nú en árið 2000 þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti miðlaði málum. Þetta segir Madeleine Albright, utanríkisráðherra í tíð Clintons. Árið 2000 var til umræðu að Ísraelsmenn hörfuðu langleiðina að landamærunum eins og þau voru árið 1967 en Jassir Arafat sætti sig ekki við þá niðurstöðu.

Múslímar íhuga að stofna dagblað

Múslímar í Danmörku leggja á ráðin um stofnum dagblaðs. Um 170 þúsund múslímar búa í Danmörku og finnst þeim mörgum sem þeir fái litla umfjöllun og athygli í fjölmiðlum. Nýleg könnun leiddi í ljós að 87 prósentum aðspurðra þótti það góð hugmynd að stofna sérstakt dagblað múslíma.

Sharon ánægður með Abbas

Ariel Sharon kveðst mjög ánægður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og þær aðgerðir sem hann hefur gripið til frá því að hann tók við embættinu fyrr á þessu ári. Sharon kveðst ætla að vinna að framgangi friðar með Abbas og að á meðan friður ríki meðal Palestínumanna þurfi Ísraelsmenn ekki að beita hörku.

Hýsti ítalskan mafíósa

Dönsk kona er grunuð um að hafa í um vikutíma hýst ítalskan mafíuleiðtoga sem var handtekinn í Kaupmannahöfn í fyrradag.

Vilja tungumálalög

Opinber skjöl, auglýsingaspjöld, bæklinga, vinnureglur og samninga skal einungis birta á dönsku. Grunnskólakennarar skulu einnig einungis tala dönsku við nemendur sína. Þetta er meðal þess sem Danski þjóðarflokkurinn segjast vilja með setningu tungumálalaga.

Atvinnuleysi minnkar

Atvinnulausum í Danmörku fækkaði um 1.700 í byrjun janúar, miðað við mánuðinn þar á undan. Um áramótin voru því 171.900 Danir atvinnulausir, sem samsvarar 6,2 prósenta atvinnuleysi. Í nóvember var atvinnuleysið 6,3 prósent.

Danir vilja Dani heim

Danir vilja hermenn sína heim frá Írak, eftir því sem fram kom í könnun sem Gallup í Danmörku gerði fyrir Berlingske Tidende.

Meðalhiti gæti hækkað um 11 stig

Gróðurhúsaáhrifin gætu valdið mun viðameiri breytingum á veðurfari og lífsskilyrðum á jörðinni en áður hefur verið talið. Ný rannsókn bendir til þess að haldi fram sem horfi, gæti meðalhiti jarðar hækkað um ellefu gráður.

Vill endurskoða barnaklámslöggjöf

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill láta endurskoða barnklámslöggjöfina með tilliti til þess hvort gera eigi refsivert að skoða barnaklám á Netinu. Enn fremur á að rannsaka hvort börn, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, eigi að fá hærri skaðabætur en þau fá nú. Í Svíþjóð er bannað að vista í tölvu klámefni með börnum en lögin ná ekki til þess að skoða það á skjánum.

Bandaríkjamenn starfi með öðrum

Bandaríkjamenn verða að starfa með öðrum þjóðum að því að bregðast við alheimsógn á borð við hryðjuverk. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hann segir Bandaríkjamenn hafa áttað sig á því að þeir geti ekki staðið einir í baráttunni en að þeir verði að bregðast við áhyggjum og sjónarmiðum annarra þjóða geri þeir sér vonir um samvinnu.

80.000 börn létust í Indónesíu

Áttatíu þúsund börn týndu lífi í náttúruhamförunum í Indónesíu á öðrum degi jóla að mati sérfræðinga samtakanna Save the Children. Að auki reika tugir þúsunda barna um hörmungasvæðið í leit að foreldrum sínum sem aldan hreif með sér. Talið er að fjórir af hverjum tíu sem fórust hafi verið börn, sem þýðir að allt að 119 þúsund börn hafi farist.

Sjá næstu 50 fréttir