Fleiri fréttir Legoland-garðarnir seldir? Einn af aðaleigendum Lego er hættur sem framkvæmdastjóri leikfangafyrirtækisins eftir að áætlanir um að rétta af rekstur þess mistókust. Meira tapi er spáð í árslok en raunin varð í fyrra og kemur til greina að selja Legoland-skemmtigarðana. 22.10.2004 00:01 Rússar samþykkja Kyoto-bókunina Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í dag Kyoto-bókunina um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Bókunin á enn eftir að fara gegnum efri deild þingsins en það leiðir til þess að hún tekur gildi um allan heim þar sem 55% þeirra þjóða sem menga mest hafa þá samþykkt hana. 22.10.2004 00:01 Verkfall í Bretlandi fyrirhugað Samtök verslunar og þjónustu í Bretlandi, stærsta verkalýðsfélags landsins, hefur samþykkt að fara í verkfall þann 5. nóvember næstkomandi til að mótmæla fjöldauppsögnum í stéttinni. Fyrirhugað er að segja um 100 þúsund starfsmönnum samtakanna upp á næstunni. 22.10.2004 00:01 Eggjandi apótek Breski lyfjaverslanarisinn Boots hefur ákveðið að bregðast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslunum sínum sem eru yfir 1.400 talsins. 22.10.2004 00:01 Formið mikilvægt fyrir sæðisstuðul Karlmenn sem eru of feitir eða of grannir eiga erfiðara með að geta börn en karlmenn í góðu formi. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem tók til 1.558 ungra karlmanna í Álaborg í Danmörku og Amsterdam í Hollandi. 22.10.2004 00:01 Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við. 22.10.2004 00:01 Setja fé í friðargæslu Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðargæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæsluliðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund. 22.10.2004 00:01 Taka minna tóbak með frá útlöndum Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum en þeir gerðu áður. Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýskalands til að birgja sig upp af þessum vörum. 22.10.2004 00:01 Ég vil ekki deyja eins og Bigley "Hjálpið mér, hjálpið mér. Þetta gætu verið síðustu klukkustundir mínar. Vinsamlegast hjálpið mér," sagði Margaret Hassan grátandi á myndbandi sem komið var til al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar. Hassan er stjórnandi CARE hjálparsamtakanna og var hneppt í gíslingu á dögunum. 22.10.2004 00:01 Bauð Brown stól forsætisráðherra Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætisráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráðherra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku. 22.10.2004 00:01 Þúsundir vilja út í geim Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. "Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig," sagði hann. 22.10.2004 00:01 Þvers og kruss í félagsmálum Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála. 22.10.2004 00:01 Grátbiður um hjálp Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag. 22.10.2004 00:01 Bush stendur höllum fæti Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fæti í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, þó að fylgi þeirra Kerrys sé því sem næst jafnt á landsvísu. Þetta er mat sérfræðings AP-fréttastofunnar. 22.10.2004 00:01 Hætti vegna sviðsskrekks Sviðsskrekkur varð til þess að frambjóðandi til þingkosninga í Indíanafylki í Bandaríkjunum yfirgaf skyndilega svið þar sem fara áttu fram kappræður síðasta fimmtudag. 22.10.2004 00:01 55 hafa týnt lífi í Japan Öflugasti og mannskæðasti fellibylur sem gengið hefur yfir Japan olli flóðum og skriðum þar í nótt og gærdag. 55 hið minnsta týndu lífi í veðurofsanum og þrjátíu og þriggja er enn saknað. Björgunarmenn eiga nú í kappi við tímann og reyna eftir megni að bjarga fólki sem grafið er í aur og eðju. 21.10.2004 00:01 Lögreglan komin á sporið Lögreglan i Lynkjöping í Svíþjóð hefur fengið fjölmargar ábendingar vegna rannsóknarinnar á morðunum á átta ára gömlum dreng og 56 ára konu sem myrt voru í bænum á þriðjudaginn. Lögregla telur sig hafa fundið hnífinn sem morðinginn notaði. 21.10.2004 00:01 Sjóræningjaútgáfan allt öðruvísi Kolombíski nóbelsverðlaunarithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez sýndi útgefendum sjóræningjaútgáfu nýjustu bókar sinnar í tvo heimana algjörlega óviljandi. Bókin kemur út í næstu viku en nokkuð er síðan að ólögleg eintök birtust á götum borga í heimalandi rithöfundarins. 21.10.2004 00:01 Olían hækkar aftur Enn á ný hækkaði olíuverð í nótt. Frá því á mánudagsmorgun hefur verðið lækkað um ríflega tvo dollara en en nú á ný komið í hæstu hæðir. Í morgun var það rétt undir 55 dollurum á fatið. Ástæðan er sú, að bandarísk yfirvöld segja olíu til kyndingar í lágmarki vestan hafs. 21.10.2004 00:01 56 létust í gassprengingu Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant. 21.10.2004 00:01 Breskir sérsveitarmenn til Íraks? Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak. 21.10.2004 00:01 Fjórir féllu í árás byssumanna Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina. 21.10.2004 00:01 Brákaður en ekki bugaður Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró. 21.10.2004 00:01 Harry barði ljósmyndara Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk. 21.10.2004 00:01 Ekki sátt um aukinn herafla Það er talið fullvíst að breska ríkisstjórnin ákveði í dag að senda breska hermenn til að að aðstoða Bandaríkjaher við að koma böndum á uppreisnarhópa í Bagdad og nágrenni. Málið er líklegt til að valda uppþoti innan Verkamannaflokksins. 21.10.2004 00:01 Veldur keisaraskurður ofnæmi? Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð. 21.10.2004 00:01 Fá ekki Evruna í bráð Ríkin 10 sem gengu í Evrópusambandið síðastliðið vor fá ekki að taka upp Evruna næsta áratuginn, verði efnahagsmál landann enn í sama ólestri og nú er. Þetta er mat yfirmanna seðlabanka Evrópu. 21.10.2004 00:01 Gleypti Evrur Lögreglan í Kólombíu hefur handtekið mann sem hafði gleypt hylki með 157 þúsund Evrum. Lögregla grunaði manninn um að hafa átt í viðskiptum með kókaín, en þegar hún hafði hendur í hári mannsins hafði hann hvorki efni né peninga meðferðis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði gleypt hagnaðinn af viðskiptum sínum. 21.10.2004 00:01 Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir. 21.10.2004 00:01 Frederick í 8 ára fangelsi Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm. 21.10.2004 00:01 Heiladauður? Joe Biden, þingmaður Demókrata sagði á kosningafundi í fyrradag að George Bush væri „heiladauður". Ummæli Biden, sem uppskáru mikið lófatak meðal viðstaddra, hafa vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn láta svo stór orð falla. 21.10.2004 00:01 Arafat biður griða Jasser Arafat forseti Palestínu ætlar að biðja bresk-írakska gíslinum Margaret Hassan griða. Hassan sem starfar við neyðarstoð var rænt á þriðjudag. Utanríkisráðherra Palestínu greindi frá þessu í Dublin í dag, þar sem hann er í heimsókn. Arafat reyndi einnig að biðja Ken Bigley griða, en hann var myrtur af mannræningjum. 21.10.2004 00:01 Minnst 66 létust 66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met. 21.10.2004 00:01 Átta ára fangelsi Bandarískur hermaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misþyrma írökskum föngum í Abu Graib fangelsinu í Bagdad, bæði kynferðislega og andlega. Þetta er þriðji dómurinn sem fellur vegna illrar meðferðar á föngunum í Abu Graib og sá langþyngsti hingað til. 21.10.2004 00:01 Bush í vondum málum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum. 21.10.2004 00:01 Kaupir sér gullfiska næst Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um. 21.10.2004 00:01 Tugir létust í gassprengingu Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra. 21.10.2004 00:01 Versta áfall Japana í nær áratug Mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar fellibylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað. 21.10.2004 00:01 Kerry með nær helmings fylgi John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka. 21.10.2004 00:01 Danski þingmaðurinn gerður útlægur Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings. 21.10.2004 00:01 Reknar vegna slæðubannsins Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. 21.10.2004 00:01 Verktaki dæmdur fyrir fúsk Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. 21.10.2004 00:01 Leystur úr fangelsi fyrir mistök Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd. 21.10.2004 00:01 Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. 21.10.2004 00:01 Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar. 21.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Legoland-garðarnir seldir? Einn af aðaleigendum Lego er hættur sem framkvæmdastjóri leikfangafyrirtækisins eftir að áætlanir um að rétta af rekstur þess mistókust. Meira tapi er spáð í árslok en raunin varð í fyrra og kemur til greina að selja Legoland-skemmtigarðana. 22.10.2004 00:01
Rússar samþykkja Kyoto-bókunina Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í dag Kyoto-bókunina um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Bókunin á enn eftir að fara gegnum efri deild þingsins en það leiðir til þess að hún tekur gildi um allan heim þar sem 55% þeirra þjóða sem menga mest hafa þá samþykkt hana. 22.10.2004 00:01
Verkfall í Bretlandi fyrirhugað Samtök verslunar og þjónustu í Bretlandi, stærsta verkalýðsfélags landsins, hefur samþykkt að fara í verkfall þann 5. nóvember næstkomandi til að mótmæla fjöldauppsögnum í stéttinni. Fyrirhugað er að segja um 100 þúsund starfsmönnum samtakanna upp á næstunni. 22.10.2004 00:01
Eggjandi apótek Breski lyfjaverslanarisinn Boots hefur ákveðið að bregðast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslunum sínum sem eru yfir 1.400 talsins. 22.10.2004 00:01
Formið mikilvægt fyrir sæðisstuðul Karlmenn sem eru of feitir eða of grannir eiga erfiðara með að geta börn en karlmenn í góðu formi. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem tók til 1.558 ungra karlmanna í Álaborg í Danmörku og Amsterdam í Hollandi. 22.10.2004 00:01
Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við. 22.10.2004 00:01
Setja fé í friðargæslu Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðargæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæsluliðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund. 22.10.2004 00:01
Taka minna tóbak með frá útlöndum Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum en þeir gerðu áður. Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýskalands til að birgja sig upp af þessum vörum. 22.10.2004 00:01
Ég vil ekki deyja eins og Bigley "Hjálpið mér, hjálpið mér. Þetta gætu verið síðustu klukkustundir mínar. Vinsamlegast hjálpið mér," sagði Margaret Hassan grátandi á myndbandi sem komið var til al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar. Hassan er stjórnandi CARE hjálparsamtakanna og var hneppt í gíslingu á dögunum. 22.10.2004 00:01
Bauð Brown stól forsætisráðherra Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætisráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráðherra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku. 22.10.2004 00:01
Þúsundir vilja út í geim Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. "Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig," sagði hann. 22.10.2004 00:01
Þvers og kruss í félagsmálum Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála. 22.10.2004 00:01
Grátbiður um hjálp Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag. 22.10.2004 00:01
Bush stendur höllum fæti Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fæti í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, þó að fylgi þeirra Kerrys sé því sem næst jafnt á landsvísu. Þetta er mat sérfræðings AP-fréttastofunnar. 22.10.2004 00:01
Hætti vegna sviðsskrekks Sviðsskrekkur varð til þess að frambjóðandi til þingkosninga í Indíanafylki í Bandaríkjunum yfirgaf skyndilega svið þar sem fara áttu fram kappræður síðasta fimmtudag. 22.10.2004 00:01
55 hafa týnt lífi í Japan Öflugasti og mannskæðasti fellibylur sem gengið hefur yfir Japan olli flóðum og skriðum þar í nótt og gærdag. 55 hið minnsta týndu lífi í veðurofsanum og þrjátíu og þriggja er enn saknað. Björgunarmenn eiga nú í kappi við tímann og reyna eftir megni að bjarga fólki sem grafið er í aur og eðju. 21.10.2004 00:01
Lögreglan komin á sporið Lögreglan i Lynkjöping í Svíþjóð hefur fengið fjölmargar ábendingar vegna rannsóknarinnar á morðunum á átta ára gömlum dreng og 56 ára konu sem myrt voru í bænum á þriðjudaginn. Lögregla telur sig hafa fundið hnífinn sem morðinginn notaði. 21.10.2004 00:01
Sjóræningjaútgáfan allt öðruvísi Kolombíski nóbelsverðlaunarithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez sýndi útgefendum sjóræningjaútgáfu nýjustu bókar sinnar í tvo heimana algjörlega óviljandi. Bókin kemur út í næstu viku en nokkuð er síðan að ólögleg eintök birtust á götum borga í heimalandi rithöfundarins. 21.10.2004 00:01
Olían hækkar aftur Enn á ný hækkaði olíuverð í nótt. Frá því á mánudagsmorgun hefur verðið lækkað um ríflega tvo dollara en en nú á ný komið í hæstu hæðir. Í morgun var það rétt undir 55 dollurum á fatið. Ástæðan er sú, að bandarísk yfirvöld segja olíu til kyndingar í lágmarki vestan hafs. 21.10.2004 00:01
56 létust í gassprengingu Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant. 21.10.2004 00:01
Breskir sérsveitarmenn til Íraks? Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak. 21.10.2004 00:01
Fjórir féllu í árás byssumanna Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina. 21.10.2004 00:01
Brákaður en ekki bugaður Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró. 21.10.2004 00:01
Harry barði ljósmyndara Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk. 21.10.2004 00:01
Ekki sátt um aukinn herafla Það er talið fullvíst að breska ríkisstjórnin ákveði í dag að senda breska hermenn til að að aðstoða Bandaríkjaher við að koma böndum á uppreisnarhópa í Bagdad og nágrenni. Málið er líklegt til að valda uppþoti innan Verkamannaflokksins. 21.10.2004 00:01
Veldur keisaraskurður ofnæmi? Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð. 21.10.2004 00:01
Fá ekki Evruna í bráð Ríkin 10 sem gengu í Evrópusambandið síðastliðið vor fá ekki að taka upp Evruna næsta áratuginn, verði efnahagsmál landann enn í sama ólestri og nú er. Þetta er mat yfirmanna seðlabanka Evrópu. 21.10.2004 00:01
Gleypti Evrur Lögreglan í Kólombíu hefur handtekið mann sem hafði gleypt hylki með 157 þúsund Evrum. Lögregla grunaði manninn um að hafa átt í viðskiptum með kókaín, en þegar hún hafði hendur í hári mannsins hafði hann hvorki efni né peninga meðferðis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði gleypt hagnaðinn af viðskiptum sínum. 21.10.2004 00:01
Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir. 21.10.2004 00:01
Frederick í 8 ára fangelsi Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm. 21.10.2004 00:01
Heiladauður? Joe Biden, þingmaður Demókrata sagði á kosningafundi í fyrradag að George Bush væri „heiladauður". Ummæli Biden, sem uppskáru mikið lófatak meðal viðstaddra, hafa vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn láta svo stór orð falla. 21.10.2004 00:01
Arafat biður griða Jasser Arafat forseti Palestínu ætlar að biðja bresk-írakska gíslinum Margaret Hassan griða. Hassan sem starfar við neyðarstoð var rænt á þriðjudag. Utanríkisráðherra Palestínu greindi frá þessu í Dublin í dag, þar sem hann er í heimsókn. Arafat reyndi einnig að biðja Ken Bigley griða, en hann var myrtur af mannræningjum. 21.10.2004 00:01
Minnst 66 létust 66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met. 21.10.2004 00:01
Átta ára fangelsi Bandarískur hermaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misþyrma írökskum föngum í Abu Graib fangelsinu í Bagdad, bæði kynferðislega og andlega. Þetta er þriðji dómurinn sem fellur vegna illrar meðferðar á föngunum í Abu Graib og sá langþyngsti hingað til. 21.10.2004 00:01
Bush í vondum málum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum. 21.10.2004 00:01
Kaupir sér gullfiska næst Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um. 21.10.2004 00:01
Tugir létust í gassprengingu Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra. 21.10.2004 00:01
Versta áfall Japana í nær áratug Mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar fellibylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað. 21.10.2004 00:01
Kerry með nær helmings fylgi John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka. 21.10.2004 00:01
Danski þingmaðurinn gerður útlægur Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings. 21.10.2004 00:01
Reknar vegna slæðubannsins Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. 21.10.2004 00:01
Verktaki dæmdur fyrir fúsk Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. 21.10.2004 00:01
Leystur úr fangelsi fyrir mistök Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd. 21.10.2004 00:01
Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. 21.10.2004 00:01
Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar. 21.10.2004 00:01