Erlent

Danskur þingmaður kærður

Danskur þingmaður var færður til yfirheyrslu í gær eftir að þingið aflétti þinghelgi yfir honum svo hægt væri að kæra hann fyrir kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þá var nafn þingmannsins gert opinbert, en hann heitir Flemming Oppfeldt og er þingmaður frjálslyndra. Í stuttu viðtali við danska ríkisútvarpið áður en hann var handtekinn staði Oppfeldt að hann myndi sýna lögreglu samvinnu við rannsókn málsins en vildi ekkert gefa upp um málsatvik. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana og flokksbróðir Oppfeldt, sagðist ekki nægilega geta lýst yfir andúð sinni á verknaðinum sem málið feli í sér. Oppfeldt er 48 ára og hefur setið á þingi frá síðustu þingkosningum 2001. Hann var einnig á þingi á tímabilinu 1994-98. Hann sagðist ætla að segja sig úr flokknum í kjölfar innbyrðis rannsóknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×