Erlent

Ariel Sharon í hættu

Ástæðan er sögð vera fyrirætlanir Sharon um að draga herlið sitt til baka frá Gaza svæðinu á næsta ári. Sharon stendur frammi fyrir aukinni mótspyrnu gegn þessum áætlunum og munu þúsundir landnema þurfa að yfirgefa heimili sín, 8.200 á Gaza svæðinu og sex hundruð á fjórum litlum svæðum á Vesturbakkanum. Shimon Peres sagði að ástandið nú væri um margt líkt því sem var fyrir um áratug þegar þáverandi forsætisráðherra, Yitzhak Rabin, varð fyrir miklu aðkasti harðlínumanna vegna friðarviðræðna hans við Palestínumenn. Rabin var ráðinn bani 1995. Sharon var á meðal þeirra sem gagnrýndi friðarviðræður Rabin við Palestínumenn 1995 og baðst nýlega afsökunar vegna yfirlýsinga sem hann kom fram með opinberlega þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×