Fleiri fréttir

Um­boðs­maður krefur Bjarna frekari svara

Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda

„Allt sem við áttum fór í þetta“

Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir.

Júlíus Viggó vill leiða Heimdall

Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur.

Væri búin að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði væri það lausnin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára

Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár.

Vestur­lands­vegi var lokað vegna slyss

Vesturlandsvegi var lokað í norðurátt nú síðdegis. Vegurinn hefur verið opnaður á ný en töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni.

„Eins og engi­sprettu­plága gangi yfir markaðinn“

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 

Niður­lægjandi að starfa á Frétta­blaðinu síðustu misseri

Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 

Auka prent­út­gáfu Heimildarinnar eftir frá­hvarf Frétta­blaðsins

Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði.

Edda Falak dæmd fyrir brot á frið­helgi einka­lífsins

Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna.

Bíll með hesta­kerru valt nærri Blá­fjalla­af­leggjara

Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði.

„Þetta er sam­eigin­legt á­fall fyrir okkur öll“

„Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis.

Geggjað að­halds­prógram dugi ekki til

Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana.

Fara fram á tólf til sex­tán ára fangelsi yfir Magnúsi

Ákæruvaldið fer fram á að Magnús Aron Magnússon verði dæmdur í tólf til sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson í júní árið 2022. Verjandi Magnúsar fer fram á að Magnús verði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. 

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.

Harm­ar þró­un­in­a á fjöl­miðl­a­mark­að­i

Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þau tíðindi sem bárust í morgun af fjölmiðlamarkaði þar sem tilkynnt var um að Fréttablaðið komi ekki lengur út eftir um 22 ára útgáfu og að sjónvarpsútsendingum Hringbrautar hafi einnig verið hætt.

Rýmingu aflétt á nokkrum svæðum

Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austurlandi vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar þess var ákveðið að aflétta rýmingu á nokkrum svæðum á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 

Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein

Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða.

Engar fregnir borist af flóðum í nótt

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum vegna mikillar rigningar og asahláku sunnantil á svæðinu en norðantil er varað við slyddu eða snjókomu.

Organ­ista Digra­nes­kirkju sagt upp störfum

Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. 

Skólp flæddi inn á heimili fjöl­skyldu í Kópa­vogi: „Hér er allt fullt af skít“

Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni.

Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu

Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum.

Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar.

Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur

Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna.

„Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í dag atkvæði gegn vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við það. 

Semja um sjö ­hundruð liða­skipta­að­gerðir

Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. 

Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 

Mikil­vægt að lög­gjöfin taki til­lit til land­fræði­legrar legu Ís­lands

Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. 

BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga

BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 

Sjá næstu 50 fréttir