Fleiri fréttir

Varar fólk við að hamstra elds­neyti

Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því.

Hafa hægt á af­greiðslu um­sókna frá Venesúela vegna rann­sóknar­skyldu

Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela.

Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu.

Væri lág­kúru­legt ef sátta­semjari færi með málið til Hæsta­réttar

Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“

Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. 

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögu­sögnum

Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela.

Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi

Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi.

Iva sögð trans­fóbískur og haturs­fullur ras­isti

Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi, segir að undanfarna daga hafi hún mátt sitja undir holskeflu óhróðurs á netinu eftir að hún vakti athygli á því að hún var klippt út úr myndbandi Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ, sem fjallar um aðgengismál en sjálf er Iva blind.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi og freistum þess að ná sambandi við teymisstjóra íslenska hópsins en hluti hópsins hefur nú framlengt dvöl sína á svæðinu.

„Það bara flytja inn á mann menn hérna“

Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 

Sara stefndi beint í steininn vegna vafa­samra vinnu­bragða lög­reglu

Íslensk kona á fertugsaldri andar léttar eftir að hafa komist hjá fangelsisvist og háum fjársektum eftir að hafa sætt ákæru fyrir að hafa orðið valdur að dauða karlmanns á sjötugsaldri í Michigan í Bandaríkjunum. Frændi hennar spilaði lykilhlutverk í að koma upp um vafasöm vinnubrögð lögreglu og bjarga frænku sinni frá fangelsisvist.

Eldur í ljósastaur og grunsamlegt Ofurskálaráhorf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast á þessari aðfaranótt mánudags þrátt fyrir leiðinlegt veður. Lögreglan var meðal annars kölluð út vegna skemmda í sameign í bílakjallara og vegna elds í ljósastaur.

Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife

Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa.

Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta vel­ferðar­kerfið

Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Skeljungs segir að bensínstöðvar gætu tæmst strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Við tökum stöðuna á bensíninu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Héraðs­dómur ó­merktur vegna tölvu­pósta dómarans

Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný.

Næsta lægð kemur strax í kvöld

Gular stormviðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og verða í gildi fram eftir degi á morgun. „Nú er bara næsta lægð á leiðinni,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Segir verk­föll Eflingar vera til­gangs­laus

Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni.

Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna

Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Enn og aftur kom til átaka milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­lýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum.

Reiðin kraumar í leigu­bíl­stjórum

Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti.

Nánast enginn launa­munur á opin­bera og al­menna vinnu­markaðnum

Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér?

Kýldi ökumann í andlitið og flúði á brott

Ökumaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tilkynnti líkamsárás. Sagði hann tvo einstaklinga hafa sest inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og annar einstaklingurinn síðan kýlt hann í andlitið.

„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“

„Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 

Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum

Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag.

Sjá næstu 50 fréttir