Fleiri fréttir

Ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa með grófum hætti brotið kynferðislega á tíu ára dreng, við nokkur tilefni sumarið 2015. Brotin eru sögð hafa átt sér stað bæði utan- og innandyra.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar á þriðja tímanum í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Greta Baldursdóttir fallin frá

Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari lést á nýársdag. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Greta var 68 ára gömul en hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020.

Mikil­vægt að huga að for­vörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“

Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. 

„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“

Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í óánægðum veitingamönnum sem segja rekstrarumhverfi veitingastaða orðið ómögulegt vegna mikilla hækkana. 

Mikil fjölgun myglugreininga

Rannsóknarstofa Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri greindi 1.532 sýni í fyrra þar sem grunur lék á að myglu væri að ræða. Þetta er 22 prósenta fjölgun frá fyrra ári. 

Skilaboð send til 30 þúsund notenda Sportabler

30 þúsund notendur smáforritsins Sportabler fengu meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Öryggisrannsókn Sportabler hefur leitt í ljós að engum persónuupplýsingum notenda hafi verið stolið.

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. 

„Þú getur gert þetta bara á Tenerife“

Endurvinnslan er hætt að greiða skilagjald beint inn á greiðslukort. Í staðinn var smíðað nýtt snjallforrit sem fólk getur notað heima hjá sér. Mikil aðsókn hefur verið í endurvinnslustöðvar í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir nýja fyrirkomulagið hafa mælst vel fyrir.

Kaldasti desember í meira en hundrað ár

Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir kuldakastið í nýliðnum desember þegar ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík. Veðufræðingur segir of snemmt að segja til um hvort öfgar í veðrinu í vetur séu tilkomnar vegna loftslagsbreytinga, en þeirri spurningu er varpað fram.

„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. 

Árið hófst á fíngerðri svifryksmengun

Svifryksmengun lá yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir ársins 2023 en veðuraðstæður vógu upp á móti henni. Áberandi hátt hlutfall fínasta og hættulegasta svifryksins mældist á gamlárskvöld og nýársnótt.

Aldrei fleiri þyrlu­út­köll en í fyrra

Metfjöldi þyrluútkalla var hjá Landhelgisgæslunni í fyrra en þá sinnti flugdeild hennar 299 útköllum. Meirihluti þeirra var vegna sjúkraflutninga og þriðjungur var á sjó.

Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák

Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV.

Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við

Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Minni­hlutinn „bara að þyrla upp ryki“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Flugeldasala, mygla, jarðvinnsla líkamsleifa og meint leyndarhyggja meirihlutans í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Brotist inn í til­kynningar­þjónustu Sporta­bler

Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu.

Marta sakar full­trúa meiri­hlutans um ein­ræðis­til­burði

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi.

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“

Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 

„Þetta er ekki huglægt mat“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 

Sjáðu Krydd­síld í heild sinni

Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

Öxna­dals­heiði lokað vegna fastra bíla

Veginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna fastra bíla í Bakkaselsbrekku. Ljóst er að vegurinn verður ekki opnaður í kvöld og verður staðan tekin aftur í fyrramálið.

Svara spurningunni um hvað skuli gera við flug­elda­ruslið

Sorpa hefur birt upplýsingar hvað skuli gera við flugeldarusl nú eftir áramótin sem margir skilja eftir á götum og gangstéttum. Þar kemur fram að skila eigi slíku rusli á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna á ný á morgun, mánudag.

„Þetta átak Um­hverfis­stofnunar kom aftan að okkur“

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hve hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana, eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en að í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við - og það hratt.

Sjá næstu 50 fréttir