Fleiri fréttir Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. 11.10.2022 20:51 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11.10.2022 19:00 Einn fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Þrengslunum Tveggja bíla árekstur varð í Þrengslum nú síðdegis og var einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús. 11.10.2022 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formenn þriggja stærstu verkalýðsfélaga landsins hafa dregið framboð sín í forsetaembætti ASÍ til baka og íhuga stöðu sína innan sambandsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkalýðsleiðtogana. 11.10.2022 18:01 „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11.10.2022 17:53 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11.10.2022 17:48 Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11.10.2022 15:47 Milda refsingu fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni Dómur karlmanns sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti í febrúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps var í dag mildaður um tvö ár fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur heimfærði brotið undir stórfellda líkamsárás. 11.10.2022 15:17 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11.10.2022 15:04 Lögreglan leitar að bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. 11.10.2022 14:59 Skallaði og beit fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði. 11.10.2022 14:10 Rannsaka meðal annars hvort einhver hafi veitt konunni áverkana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars til rannsóknar hvort einhver hafi veitt konu, sem fannst látin í Laugardal um helgina, áverka sem fundust á líki hennar. Áverkarnir urðu til þess að lögregla hóf rannsókn með það í huga að konunni hafi verið banað og handtók tvo menn tengda henni. 11.10.2022 12:17 Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 11.10.2022 12:09 „Það er ekkert eðlilegt við að kennarar í dag séu öryrkjar út af ofbeldi nemenda“ Líkamlegt ofbeldi grunnskólabarna færist í aukana og verður sífellt grófara. Þetta er þróun sem skólastjórnendur í Reykjavík hafa numið í sínum störfum. Þeir segja algeran skort á stuðningi og miðstýrðum verkferlum. Kennari segir samfélagið verða að vakna til meðvitundar um alvarleika málsins; það sé ekki eðlilegt að missa kennara í örorku vegna ofbeldis nemenda. 11.10.2022 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Átök innan ASÍ, ofbeldi barna í skólum, hlaup í Grímsvötnum og staða mála í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, auk þess sem við gerum úrslitaleik Íslands og Portúgal um sæti á HM góð skil. 11.10.2022 11:27 Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. 11.10.2022 11:11 Þarf í nýtt húsnæði vegna skriðuhættu Ekki er hægt að halda áfram starfsemi LungA-lýðskólans í húsnæði þess að Strandavegi 13 á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og er því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði. 11.10.2022 11:08 Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11.10.2022 11:03 Bein útsending: „Þegar foreldri fær krabbamein – hvaða áhrif hefur það á börnin?“ Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska. 11.10.2022 11:01 Trausti í framboð til 2. varaforseta Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins. 11.10.2022 10:32 Áframhaldandi grímuskylda á Landspítala Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn. 11.10.2022 10:13 Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. 11.10.2022 10:03 Phoenix vill verða fyrsti varaforseti ASÍ Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu. 11.10.2022 09:05 Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11.10.2022 09:00 Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng. 11.10.2022 08:51 Hafa borið kennsl á þann sem fannst látinn við Gróttu Búið er að bera kennsl á lík sem fannst í fjörunni við Gróttuvita á Seltjarnarnesi á sunnudag. Aðstandendur hafa verið látnir vita að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. 11.10.2022 07:00 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11.10.2022 06:54 Notuðu naglamottu til að binda endi á eftirför Lögregla þurfti að beita naglamottu til að stöðva ökumann sem hún hafði elt alla leið úr Árbæ upp í Mosfellsbæ í nótt. Maðurinn ók meðal annars yfir hringtorg, á móti umferð og notaði símann undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna undir stýri. 11.10.2022 06:18 Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. 10.10.2022 23:00 Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. 10.10.2022 22:38 Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. 10.10.2022 20:23 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10.10.2022 20:17 „Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10.10.2022 20:00 Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. 10.10.2022 19:51 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10.10.2022 19:38 Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. 10.10.2022 19:23 Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. 10.10.2022 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina en tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10.10.2022 18:01 Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. 10.10.2022 17:31 Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10.10.2022 16:58 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10.10.2022 16:34 Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10.10.2022 16:29 Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 10.10.2022 14:46 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10.10.2022 14:01 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10.10.2022 13:49 Sjá næstu 50 fréttir
Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. 11.10.2022 20:51
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11.10.2022 19:00
Einn fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Þrengslunum Tveggja bíla árekstur varð í Þrengslum nú síðdegis og var einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús. 11.10.2022 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formenn þriggja stærstu verkalýðsfélaga landsins hafa dregið framboð sín í forsetaembætti ASÍ til baka og íhuga stöðu sína innan sambandsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkalýðsleiðtogana. 11.10.2022 18:01
„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11.10.2022 17:53
„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11.10.2022 17:48
Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11.10.2022 15:47
Milda refsingu fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni Dómur karlmanns sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti í febrúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps var í dag mildaður um tvö ár fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur heimfærði brotið undir stórfellda líkamsárás. 11.10.2022 15:17
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11.10.2022 15:04
Lögreglan leitar að bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. 11.10.2022 14:59
Skallaði og beit fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði. 11.10.2022 14:10
Rannsaka meðal annars hvort einhver hafi veitt konunni áverkana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars til rannsóknar hvort einhver hafi veitt konu, sem fannst látin í Laugardal um helgina, áverka sem fundust á líki hennar. Áverkarnir urðu til þess að lögregla hóf rannsókn með það í huga að konunni hafi verið banað og handtók tvo menn tengda henni. 11.10.2022 12:17
Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 11.10.2022 12:09
„Það er ekkert eðlilegt við að kennarar í dag séu öryrkjar út af ofbeldi nemenda“ Líkamlegt ofbeldi grunnskólabarna færist í aukana og verður sífellt grófara. Þetta er þróun sem skólastjórnendur í Reykjavík hafa numið í sínum störfum. Þeir segja algeran skort á stuðningi og miðstýrðum verkferlum. Kennari segir samfélagið verða að vakna til meðvitundar um alvarleika málsins; það sé ekki eðlilegt að missa kennara í örorku vegna ofbeldis nemenda. 11.10.2022 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Átök innan ASÍ, ofbeldi barna í skólum, hlaup í Grímsvötnum og staða mála í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, auk þess sem við gerum úrslitaleik Íslands og Portúgal um sæti á HM góð skil. 11.10.2022 11:27
Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. 11.10.2022 11:11
Þarf í nýtt húsnæði vegna skriðuhættu Ekki er hægt að halda áfram starfsemi LungA-lýðskólans í húsnæði þess að Strandavegi 13 á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og er því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði. 11.10.2022 11:08
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11.10.2022 11:03
Bein útsending: „Þegar foreldri fær krabbamein – hvaða áhrif hefur það á börnin?“ Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska. 11.10.2022 11:01
Trausti í framboð til 2. varaforseta Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins. 11.10.2022 10:32
Áframhaldandi grímuskylda á Landspítala Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn. 11.10.2022 10:13
Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. 11.10.2022 10:03
Phoenix vill verða fyrsti varaforseti ASÍ Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu. 11.10.2022 09:05
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11.10.2022 09:00
Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng. 11.10.2022 08:51
Hafa borið kennsl á þann sem fannst látinn við Gróttu Búið er að bera kennsl á lík sem fannst í fjörunni við Gróttuvita á Seltjarnarnesi á sunnudag. Aðstandendur hafa verið látnir vita að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. 11.10.2022 07:00
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11.10.2022 06:54
Notuðu naglamottu til að binda endi á eftirför Lögregla þurfti að beita naglamottu til að stöðva ökumann sem hún hafði elt alla leið úr Árbæ upp í Mosfellsbæ í nótt. Maðurinn ók meðal annars yfir hringtorg, á móti umferð og notaði símann undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna undir stýri. 11.10.2022 06:18
Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. 10.10.2022 23:00
Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. 10.10.2022 22:38
Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. 10.10.2022 20:23
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10.10.2022 20:17
„Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10.10.2022 20:00
Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. 10.10.2022 19:51
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10.10.2022 19:38
Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. 10.10.2022 19:23
Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. 10.10.2022 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina en tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10.10.2022 18:01
Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. 10.10.2022 17:31
Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10.10.2022 16:58
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10.10.2022 16:34
Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10.10.2022 16:29
Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 10.10.2022 14:46
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10.10.2022 14:01
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10.10.2022 13:49