Fleiri fréttir

Gera allt til að vinna úr aðstæðunum

Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum.

Ás­laug Arna segir gagnrýni mál­­fræðings „dæmi­­gert kerfis­svar“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“

Bjarni um of­greiðslu launa ráða­manna: Rétt skal vera rétt

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins.

Dómarar ósáttir

Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins.

„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri

Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu.

Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði

Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall.

Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin

Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um minnkandi kaupmátt hér á landi en mjög löngu tímabili hækkandi kaupmáttar virðist nú lokið að mati hagfræðings.

Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna.

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum.

Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu

Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. 

Strætó og Hopp vilja sameina krafta sína

Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir.

Segir „glóru­laust“ að heimila heim­sendingu á­fengis

„Fyrir fólkið okkar sem á við vanda að stríða kallar það á ýmsa snúninga að þurfa að fara í Ríkið. Kannski þarf að panta leigubíl, kannski skammast fólk sín og fer í fleiri en eitt Ríki. En þarna fær fólk heimsent áfengi, einn tveir og þrír. Þetta auðveldar áfengisinnkaup og afleiðingar geta orðið mjög slæmar.“

Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“

Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum.

Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega

Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag.

Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu

Ný­sköpunar­ráð­herra hefur aug­lýst starf til um­sóknar þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu sem ís­lensk mál­nefnd segir stangast á við lög. Ráð­herra vísar því á bug.

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu.

Mikil ó­þolin­mæði í sam­fé­laginu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi.

Mikil vinna fram­undan áður en nýja hverfið rís

Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að vaxtabyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu. Þannig greiðir lántaki á 40 milljón króna láni hundrað þúsund krónum meira á mánuði í vexti nú en þegar vextirnir voru lægstir.

Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí

Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health.

Enginn bjór beint frá býli strax en bruggarar brosa sínu breiðasta

Lög sem heimila sölu áfengis beint af framleiðslustað smáframleiðenda taka gildi á morgun. Reglugerð sem heimild mun byggja á er ekki tilbúin og því er ljóst að hvorki bjór né vín verður afhent neytendum beint frá brugghúsi á morgun. Reykjavíkurborg er þó þegar byrjuð að undirbúa útgáfu leyfa.

Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís

Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.

Mátti ekki taka bjór úr hillum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss.

Efast um að ný starfs­aug­lýsing Ás­laugar Örnu sam­ræmist lögum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 

„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“

Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu.

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt

Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar höldum við áfram umfjöllun um efnahagsmálin og verðbólguna og ræðum við formann Starfsgreinasambandsins sem segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans.

Sjá næstu 50 fréttir