Fleiri fréttir

„Fólki er vissu­lega brugðið yfir þessu“

Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin.

Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík.

Árni Gils borinn til grafar

Útför Árna Gils Hjaltasonar verður gerð frá Grafarvogskirkju í Reykjavík klukkan 13 í dag. Hann lést fyrr ímánuðinum, 29 ára að aldri.

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Tveggja ára skil­orðs­bundið fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára.

Stal þrjá­tíu ryk­sugu­vél­mennum

Karlmaður var í gær dæmdur fyrir þjófnaðarbrot í 54 liðum með því að hafa stolið meðal annars KitchenAid hrærivélum, ryksuguróbotum og fjöldanum öllum af ljósaperum að verðmæti tæplega sjö milljóna króna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málið sem kom upp í norðurbæ Hafnarfjarðar í gær. Byssumaðurinn hefur nú verið vistaður á viðeigandi stofnun.

Skóla­byrjun seinkað í von um bættan svefn barna

Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda.

Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Sólon R. Sigurðs­son er látinn

Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag.

Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott.

Óttast að verið sé að ganga of langt

Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta.

Forstjóri Hvals býst við fyrsta hvalnum á land fyrir helgi

Hvalbátarnir héldu til veiða í dag og vonast Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., til að fyrsti hvalurinn verði kominn á land fyrir helgi. Hann efast þó um að það takist að veiða alla kvótann en segir ekkert vesen að selja hvalkjötið.

„Þetta er mjög óþægilegt“

Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana.

Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt

Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel.

Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið

Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.

Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn

Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var með riffli á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar.

Hvalbátarnir rákust saman þegar dráttarbátur reyndist of kraftlítill

Neyðarleg uppákoma varð í Reykjavíkurhöfn í dag þegar hvalbátar Hvals hf. voru að leggja frá bryggju til hvalveiða. Dráttarbátur Faxaflóahafna réð ekki við það verkefni að draga fyrri hvalbátinn, Hval 9, frá hinum bátnum, Hval 8, og missti hann frá sér. Það varð til þess að Hvalur 9 rakst bæði utan í Hval 8 sem og skuttogarann Sigurborgu SH.

Markús hafi ekki verið van­hæfur í BK-málinu

Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, en Endurupptökunefnd féllst á beiðni Magnúsar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Hæstarétti árið 2015 yrði endurupptekinn.

„Ég var mjög hrædd og ótta­slegin“

Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu.

Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann

Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps.

Maður í bílnum sem skotið var á

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Öryggis­mál ekki í lagi þegar ferða­maður lést

Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær.

Ríkis­sak­sóknari á­frýjar dómi Brynjars Creed

Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið.

Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði

Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði.

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“

Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið sem verið hefur í norðurbæ Hafnarfjarðar síðan í morgun.

Ingó áfrýjar til Landsréttar

Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði.

Um­sáturs­á­stand eftir skot­á­rás í Hafnar­firði

Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 

Stjórnvöld hyggjast flokka öll gögn í öryggisflokka

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú skjal þar sem lögð eru drög að flokkkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka. Flokkarnir segja til um hvers konar varnir og ráðstafanir þarf að viðhafa fyrir gögn í umræddum flokki en engin samræmd öryggisflokkun hefur verið viðhöfð þar til nú.

Sjá næstu 50 fréttir