Fleiri fréttir

Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist

Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli.

Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns.

Sam­mála um að ljúka upp­setningu við­vörunar­kerfis í Reynis­fjöru

Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu.

„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar.

Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti

Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sögulegar verðhækkanir hafa orðið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Íslandsbanki býst við að verð haldi áfram að hækka næstu mánuði og gerir ráð fyrir stýrivaxtahækkun á morgun.

Stal tæplega 20 þúsund lítrum af bensíni

Karlmaður var í gær dæmdur í 90 daga skiloðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa fyrir stolið tæplega 20 þúsund lítrum lítrum af eldsneyti, að andvirði 3,6 milljónum króna.

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Mikil aðsókn í opna húsið

Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við.

Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs

Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19.

Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum

Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um meint brot Eimskips um meðhöndlun úrgangs en rannsóknin, sem varðar förgun á tveimur skipum félagsins er sögð umfangsmikil.

Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er

Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað.

„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“

Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. 

Glæný nálgun í öldrunarþjónustu

Ný öldrunarþjónusta sem á að gera fólki kleift að búa lengur heima og minnka svokallaðan fráflæðisvanda Landspítala var kynnt á Sólvangi  í dag. Heilbrigðisráðherra segir um tímamót að ræða sem muni draga úr innlögnum á spítala.

Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur

Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga.

Fjölgun á hegningar­laga­brotum milli mánaða

Í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 716 hegningarlagabrot voru skráð í maí og fjölgaði þeim á milli mánaða. Tilkynningum um þjófnaði fjölgaði á milli mánaða en tilkynningum um innbrot fækkaði.

Burðar­dýr dæmt í fimm­tán mánaða fangelsi

Kvenmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á rúmu kílói af sterku kókaíni. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi.

Aftanákeyrsla á Hellisheiði

Bílslys varð á Hellisheiði fyrir skömmu er bifreið ók aftan á aðra bifreið. Einhver slys urðu á fólki en ekki er vitað um líðan þeirra. Ekki þurfti að notast við klippur til að koma farþegum úr bifreiðunum að sögn Halldórs Ásgeirssonar, aðalvarðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Þrjár al­var­legar líkams­á­rásir um helgina

Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en tuttugu og þrjár líkamsárásir voru tilkynntar, þar af þrjár alvarlegar. Þá fór lögregla í fjórtán útköll vegna heimilisofbeldis.

Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar

Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð.

Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms.

Tveir létust vegna Covid-19 um helgina

Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur.

Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma

Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný.

Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.