Fleiri fréttir

Ölvaðir menn til vand­ræða

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

Níð­stöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdra­vitund“ for­tíðarinnar

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann Eflingar sem segir brýnt að fólk standi saman.

Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Ísfirðingar vilja betri bæjaranda

Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu.

Al­­þjóða­­mál og banka­salan í brenni­­depli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrst gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi og fjallar um alþjóðamál, áhrif Úkraínustríðsins á öryggisskipan í Evrópu. Því næst ræða meðlimir fjárlaganefndar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins

Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi.

Björgunar­sveit kölluð út vegna göngu­manns

Göngumaður lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli í kvöld og var björgunarsveit á Suðurlandi kölluð út til að aðstoða hann. Maðurinn er sagður vera í ágætu ástandi, óslasaður en orðið kalt.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug

Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart.

„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“

Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við.

Ýmsum þætti upp­hafning að vera á svörtum lista Rússa

Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð.

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Níu Íslendingar hafa verið settir á svartan lista rússneskra stjórnvalda, og verður því meinað að ferðast til Rússlands. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hópurinn lagður af stað til Ítalíu

Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Ítalíu í morgun en systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið í Tórínó þann 10.maí.

Ók raf­vespu á lög­reglu­bíl

Laust fyrir miðnætti í gær hugðust lögreglumenn stöðva för konu á rafvespu. Sú sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók þess í stað á lögreglubílinn.

Hrópandi ó­sam­ræmi í svörum ráð­herranna

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni.

Menn hafi boðist til að hýsa ungar og ein­hleypar úkraínskar konur

Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri.

Sjá næstu 50 fréttir