Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri

Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. 

Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla

Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Kristín nýr skóla­stjóri Egils­staða­skóla

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“

Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Bjarni kannast ekki við full­yrðingar Lilju um á­hyggju­fulla ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir lýsingu Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, á við­horfi sínu til út­boðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Ís­lands­banka í að­draganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efa­semdir um ferlið.

Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur

Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu.

Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið.

Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni

Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina.

Domino‘s kostar æfinga­gjöld barna hjá Leikni

Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar.

Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu.

Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 

Felldu til­­lögu um að for­­dæma hóp­­upp­­­sögnina

Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær.

Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá

Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Flokks fólksins segist styðja þétt við bakið á þingmanni þeirra sem liggur undir harðri gagnrýni vegna skilaboða um kynferðisleg samskipti við taílenska konu. Hún hafi þó óbeit á orðfæri þingmannsins.

Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi.

Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitt­hvað hefði komið fyrir hann“

Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. 

Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar

Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi.

Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna

Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi.

Bein útsending: Viðreisn kynnir kosningaáherslur í borginni

Viðreisn hefur boðað til kynningafundar á stefnu sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fundurinn fer fram í garðinum hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík og hefst klukkan 15. 

Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins

Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins.

Bær í örum vexti í Pallborðinu

Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um félagsfund Eflingar sem fram fór í gærkvöldi en þar var tillaga um að draga til baka uppsagnir hjá félaginu felld með nokkrum meirihluta atkvæða.

Sjá næstu 50 fréttir