Fleiri fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.4.2022 18:01 Merki um kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. 29.4.2022 17:24 Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. 29.4.2022 16:38 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29.4.2022 15:42 Kristín nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars. 29.4.2022 14:14 Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“ Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu. 29.4.2022 13:36 Forseti Íslands með Covid-19 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með Covid-19. 29.4.2022 13:27 „Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. 29.4.2022 13:08 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29.4.2022 12:56 Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29.4.2022 12:36 Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29.4.2022 12:07 Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. 29.4.2022 11:38 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 29.4.2022 11:34 Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. 29.4.2022 11:01 Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. 29.4.2022 10:28 Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29.4.2022 10:00 Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. 29.4.2022 08:31 Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 29.4.2022 08:05 Tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 29.4.2022 07:55 Grunaður um fjárdrátt frá tveimur þroskaskertum bræðrum Starfsmaður á velferðarsviði Suðurnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón króna frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins. 29.4.2022 07:35 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28.4.2022 23:10 Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. 28.4.2022 21:15 Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. 28.4.2022 20:33 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28.4.2022 20:30 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28.4.2022 19:31 Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. 28.4.2022 18:41 Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28.4.2022 18:22 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Flokks fólksins segist styðja þétt við bakið á þingmanni þeirra sem liggur undir harðri gagnrýni vegna skilaboða um kynferðisleg samskipti við taílenska konu. Hún hafi þó óbeit á orðfæri þingmannsins. 28.4.2022 18:00 Vilja hraða borgarlínu og skipuleggja lóðir fyrir tvö þúsund íbúðir á ári Viðreisn í Reykjavík kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, kostnað við þau og útreikninga, á blaðamannafundi í dag. 28.4.2022 17:29 Aukin lífsgæði og umhverfismál í forgrunni hjá Vinstri grænum í borginni Vinstri græn í Reykjavík kynntu í gær kosningaáherslur sínar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vinstri græn leggja áherslu á að auka lífsgæði borgarbúa, tryggja öllum öruggt heimili, heilbrigt umhverfi og tækifæri til að njóta lífsins í borginni í leik og starfi. 28.4.2022 17:05 Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28.4.2022 16:55 Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitthvað hefði komið fyrir hann“ Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. 28.4.2022 16:44 Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28.4.2022 16:11 Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi. 28.4.2022 15:47 Fossvogslaug verður staðsett á milli grunnskólanna tveggja Fyrirhuguð sundlaug í Reykjavík sem gengið hefur undir nafninu Fossvogslaug verður staðsett á svæðinu á milli Fossvogsskóla og Snælandsskóla í Fossvogsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 28.4.2022 14:44 Bein útsending: Viðreisn kynnir kosningaáherslur í borginni Viðreisn hefur boðað til kynningafundar á stefnu sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fundurinn fer fram í garðinum hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík og hefst klukkan 15. 28.4.2022 14:30 „Ef við setjum upp örbylgjuofn og samlokugrill getum við sótt um vínveitingaleyfi?“ Framkvæmdastjóri Hagkaups segir ekki hafa komið til umræðu hjá verslununum að sækja um vínveitingaleyfi. Hann veltir þó fyrir sér hvort verslanirnar gætu selt áfengi ef þær settu upp samlokugrill og örbylgjuofn og seldu veitingar á staðnum. 28.4.2022 14:04 Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28.4.2022 13:45 Bær í örum vexti í Pallborðinu Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag. 28.4.2022 13:11 Kallað út vegna elds í íþróttahúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds innan í klæðingu íþróttahússins í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag. 28.4.2022 12:56 Bein útsending: Við erum öll almannavarnir Ráðstefnan Við erum öll almannavarnir verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13 í dag en þar verður fjallað um almannavarnamál á Íslandi frá ýmsum hliðum. 28.4.2022 12:31 Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. 28.4.2022 12:06 Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. 28.4.2022 11:48 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um félagsfund Eflingar sem fram fór í gærkvöldi en þar var tillaga um að draga til baka uppsagnir hjá félaginu felld með nokkrum meirihluta atkvæða. 28.4.2022 11:43 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28.4.2022 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.4.2022 18:01
Merki um kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. 29.4.2022 17:24
Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. 29.4.2022 16:38
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29.4.2022 15:42
Kristín nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars. 29.4.2022 14:14
Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“ Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu. 29.4.2022 13:36
Forseti Íslands með Covid-19 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með Covid-19. 29.4.2022 13:27
„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. 29.4.2022 13:08
Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29.4.2022 12:56
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29.4.2022 12:36
Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29.4.2022 12:07
Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. 29.4.2022 11:38
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 29.4.2022 11:34
Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. 29.4.2022 11:01
Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. 29.4.2022 10:28
Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29.4.2022 10:00
Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. 29.4.2022 08:31
Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 29.4.2022 08:05
Tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 29.4.2022 07:55
Grunaður um fjárdrátt frá tveimur þroskaskertum bræðrum Starfsmaður á velferðarsviði Suðurnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón króna frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins. 29.4.2022 07:35
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28.4.2022 23:10
Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. 28.4.2022 21:15
Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. 28.4.2022 20:33
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28.4.2022 20:30
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28.4.2022 19:31
Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. 28.4.2022 18:41
Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28.4.2022 18:22
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Flokks fólksins segist styðja þétt við bakið á þingmanni þeirra sem liggur undir harðri gagnrýni vegna skilaboða um kynferðisleg samskipti við taílenska konu. Hún hafi þó óbeit á orðfæri þingmannsins. 28.4.2022 18:00
Vilja hraða borgarlínu og skipuleggja lóðir fyrir tvö þúsund íbúðir á ári Viðreisn í Reykjavík kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, kostnað við þau og útreikninga, á blaðamannafundi í dag. 28.4.2022 17:29
Aukin lífsgæði og umhverfismál í forgrunni hjá Vinstri grænum í borginni Vinstri græn í Reykjavík kynntu í gær kosningaáherslur sínar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vinstri græn leggja áherslu á að auka lífsgæði borgarbúa, tryggja öllum öruggt heimili, heilbrigt umhverfi og tækifæri til að njóta lífsins í borginni í leik og starfi. 28.4.2022 17:05
Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28.4.2022 16:55
Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitthvað hefði komið fyrir hann“ Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. 28.4.2022 16:44
Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28.4.2022 16:11
Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi. 28.4.2022 15:47
Fossvogslaug verður staðsett á milli grunnskólanna tveggja Fyrirhuguð sundlaug í Reykjavík sem gengið hefur undir nafninu Fossvogslaug verður staðsett á svæðinu á milli Fossvogsskóla og Snælandsskóla í Fossvogsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 28.4.2022 14:44
Bein útsending: Viðreisn kynnir kosningaáherslur í borginni Viðreisn hefur boðað til kynningafundar á stefnu sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fundurinn fer fram í garðinum hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík og hefst klukkan 15. 28.4.2022 14:30
„Ef við setjum upp örbylgjuofn og samlokugrill getum við sótt um vínveitingaleyfi?“ Framkvæmdastjóri Hagkaups segir ekki hafa komið til umræðu hjá verslununum að sækja um vínveitingaleyfi. Hann veltir þó fyrir sér hvort verslanirnar gætu selt áfengi ef þær settu upp samlokugrill og örbylgjuofn og seldu veitingar á staðnum. 28.4.2022 14:04
Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28.4.2022 13:45
Bær í örum vexti í Pallborðinu Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag. 28.4.2022 13:11
Kallað út vegna elds í íþróttahúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds innan í klæðingu íþróttahússins í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag. 28.4.2022 12:56
Bein útsending: Við erum öll almannavarnir Ráðstefnan Við erum öll almannavarnir verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13 í dag en þar verður fjallað um almannavarnamál á Íslandi frá ýmsum hliðum. 28.4.2022 12:31
Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. 28.4.2022 12:06
Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. 28.4.2022 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um félagsfund Eflingar sem fram fór í gærkvöldi en þar var tillaga um að draga til baka uppsagnir hjá félaginu felld með nokkrum meirihluta atkvæða. 28.4.2022 11:43
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28.4.2022 11:24