Fleiri fréttir Grísir eru nú geltir með bólusetningu Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu. 9.4.2022 14:03 Fimm ára fangelsi fyrir að brjóta ítrekað á barnungri frænku sinni Landsréttur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni yfir tæplega tíu ára tímabil og mildað þar með héraðsdóms yfir manninum um eitt ár. Brotaþoli var fimm ára þegar brotin hófust. 9.4.2022 12:59 Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. 9.4.2022 12:45 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9.4.2022 12:28 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá því að forseti Úkraínu sakar Rússa enn á ný um stríðsglæpi eftir árás á lestarstöð í austurhluta landsins í gærmorgun. 9.4.2022 11:51 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9.4.2022 10:37 Sósíalistar kynna framboðslista í borginni Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 9.4.2022 10:07 Sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr búa í fjölbýlishúsi á Eggertsgötu Í fjölbýli á Eggertsgötu búa að minnsta kosti sex hundar og tveir kettir. Þeir búa með eigendum sínum á háskólasvæðinu sem hafa tengst vináttuböndum vegna dýranna. 9.4.2022 08:01 Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús. 9.4.2022 07:31 Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 8.4.2022 22:30 130 milljarðar króna til hjúkrunarheimila í nýjum tímamótasamningi Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu. 8.4.2022 21:00 Mikil spenna á markaði þrátt fyrir að sveitarfélög eigi þúsundir lóða Þótt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samþykkt þúsundir lóða til íbúðabygginga er skortur á húsnæði og mikil spenna á markaðnum. Mögulega þurfi að setja kvaðir á byggingatíma við úthlutun lóða. 8.4.2022 21:00 Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. 8.4.2022 20:31 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8.4.2022 20:00 Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8.4.2022 19:46 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8.4.2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8.4.2022 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. 8.4.2022 18:02 Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. 8.4.2022 17:32 Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. 8.4.2022 17:31 „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8.4.2022 17:28 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8.4.2022 16:42 Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8.4.2022 16:21 Fangelsisdómur Þorsteins vegna kynferðisbrota gegn ungum pilti staðfestur Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness gegn Þorsteini Halldórssyni frá 2020 þar sem honum var gerður upp hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. 8.4.2022 16:13 Ellefu framboð skilað inn listum í Reykjavík Ellefu framboð skiluðu inn framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Mbl.is greinir frá þessu. Frestur til að skila inn framboði rann út um hádegi í dag. 8.4.2022 15:33 Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8.4.2022 15:04 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8.4.2022 13:58 Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8.4.2022 13:07 Lárus leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ Lárus Guðmundsson, framkvæmdastjóri, skipar fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. 8.4.2022 12:48 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8.4.2022 12:14 Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. 8.4.2022 11:55 Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 8.4.2022 11:50 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verða deilurnar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrirferðarmiklar. 8.4.2022 11:28 Jakob Frímann biður þingheim að íhuga og opna dyr fyrir kannabisræktun Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins steig í pontu á Alþingi í dag, í liðnum Störf þingsins, og hvatti þingheim að hugleiða af fordómaleysi möguleika sem felast í kannabisræktun. 8.4.2022 11:10 Geir Ólafs í framboði fyrir Miðflokkinn Stórsöngvarinn Geir Ólafsson skipar annað sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. 8.4.2022 11:02 Nítján öðlast ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 8.4.2022 10:11 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8.4.2022 09:58 Áhyggjulaus á meðan það er frost Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. 8.4.2022 09:01 Braust inn í flutningabíla og reyndi að flýja frá lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi sem hafði verið reyna að brjóta sér leið inn í flutningabíla í hverfi 104 í Reykjavík. Hann reyndi svo að hlaupa á brott frá lögreglu. 8.4.2022 08:05 Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. 8.4.2022 07:43 Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8.4.2022 07:16 Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana. 8.4.2022 04:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7.4.2022 23:19 Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði. 7.4.2022 23:06 Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. 7.4.2022 22:54 Sjá næstu 50 fréttir
Grísir eru nú geltir með bólusetningu Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu. 9.4.2022 14:03
Fimm ára fangelsi fyrir að brjóta ítrekað á barnungri frænku sinni Landsréttur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni yfir tæplega tíu ára tímabil og mildað þar með héraðsdóms yfir manninum um eitt ár. Brotaþoli var fimm ára þegar brotin hófust. 9.4.2022 12:59
Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. 9.4.2022 12:45
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9.4.2022 12:28
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá því að forseti Úkraínu sakar Rússa enn á ný um stríðsglæpi eftir árás á lestarstöð í austurhluta landsins í gærmorgun. 9.4.2022 11:51
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9.4.2022 10:37
Sósíalistar kynna framboðslista í borginni Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 9.4.2022 10:07
Sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr búa í fjölbýlishúsi á Eggertsgötu Í fjölbýli á Eggertsgötu búa að minnsta kosti sex hundar og tveir kettir. Þeir búa með eigendum sínum á háskólasvæðinu sem hafa tengst vináttuböndum vegna dýranna. 9.4.2022 08:01
Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús. 9.4.2022 07:31
Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 8.4.2022 22:30
130 milljarðar króna til hjúkrunarheimila í nýjum tímamótasamningi Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu. 8.4.2022 21:00
Mikil spenna á markaði þrátt fyrir að sveitarfélög eigi þúsundir lóða Þótt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samþykkt þúsundir lóða til íbúðabygginga er skortur á húsnæði og mikil spenna á markaðnum. Mögulega þurfi að setja kvaðir á byggingatíma við úthlutun lóða. 8.4.2022 21:00
Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. 8.4.2022 20:31
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8.4.2022 20:00
Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8.4.2022 19:46
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8.4.2022 18:53
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8.4.2022 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. 8.4.2022 18:02
Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. 8.4.2022 17:32
Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. 8.4.2022 17:31
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8.4.2022 17:28
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8.4.2022 16:42
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8.4.2022 16:21
Fangelsisdómur Þorsteins vegna kynferðisbrota gegn ungum pilti staðfestur Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness gegn Þorsteini Halldórssyni frá 2020 þar sem honum var gerður upp hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. 8.4.2022 16:13
Ellefu framboð skilað inn listum í Reykjavík Ellefu framboð skiluðu inn framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Mbl.is greinir frá þessu. Frestur til að skila inn framboði rann út um hádegi í dag. 8.4.2022 15:33
Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8.4.2022 15:04
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8.4.2022 13:58
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8.4.2022 13:07
Lárus leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ Lárus Guðmundsson, framkvæmdastjóri, skipar fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. 8.4.2022 12:48
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8.4.2022 12:14
Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. 8.4.2022 11:55
Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 8.4.2022 11:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verða deilurnar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrirferðarmiklar. 8.4.2022 11:28
Jakob Frímann biður þingheim að íhuga og opna dyr fyrir kannabisræktun Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins steig í pontu á Alþingi í dag, í liðnum Störf þingsins, og hvatti þingheim að hugleiða af fordómaleysi möguleika sem felast í kannabisræktun. 8.4.2022 11:10
Geir Ólafs í framboði fyrir Miðflokkinn Stórsöngvarinn Geir Ólafsson skipar annað sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. 8.4.2022 11:02
Nítján öðlast ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 8.4.2022 10:11
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8.4.2022 09:58
Áhyggjulaus á meðan það er frost Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. 8.4.2022 09:01
Braust inn í flutningabíla og reyndi að flýja frá lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi sem hafði verið reyna að brjóta sér leið inn í flutningabíla í hverfi 104 í Reykjavík. Hann reyndi svo að hlaupa á brott frá lögreglu. 8.4.2022 08:05
Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. 8.4.2022 07:43
Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8.4.2022 07:16
Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana. 8.4.2022 04:49
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7.4.2022 23:19
Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði. 7.4.2022 23:06
Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. 7.4.2022 22:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent