Fleiri fréttir

„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarmyndun sem er óðum að taka á sig mynd.

Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV
Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu.

149 greindust með Covid-19 í gær
149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir.

Starfsmaður smitaður á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi
Starfsmaður bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi hefur greinst með Covid-19. Deildin er í sóttkví og lokað hefur verið fyrir innlagnir, að því er segir í Facebook-færslu Landspítala.

Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“
Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar.

Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði
Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er.

Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl
Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt.

Sjö prósent fullorðinna á Íslandi reykir
Í dag reykja um 7 prósent fullorðinna á Íslandi en um er að ræða lægsta hlutfall í Evrópu. Karl Andersen, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítalans, segir að þegar hlutfallið verði komið niður fyrir 5 prósent verði hægt að lýsa yfir sigri.

3,5 stiga skjálfti við Vatnafjöll í nótt
Skjálfti af stærðinni 3,5 var við Vatnafjöll um klukkan 3 í nótt á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu
Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar
Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans.

Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur
Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi.

Smit hjá starfsmanni í Flúðaskóla
Covid-smit hefur greinst hjá starfsmanni í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skólanum fram yfir helgi.

Staðfestu kjörbréf allra þingmanna
Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar.

Björgunarsveitir við öllu búnar: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei“
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Finnur Smári Torfason hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir að meðlimir sveitarinnar séu við öllu búnir.

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð
Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi
Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu.

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki
Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni
Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs.

Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur
Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Loka fyrir innlagnir á Klepp eftir að sjúklingur greindist
Sjúklingur á geðendurhæfingardeildinni á Kleppi greindist með Covid-19 í gær og er deildin komin í sóttkví. Lokað hefur verið fyrir innlagnir á meðan unnið er að því að rekja í kringum sjúklinginn.

Bólusetningabílinn farinn af stað
Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Gerðist ekki sekur um stórkostlegt gáleysi þegar hann fjarlægði eggjastokk án leyfis
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvensjúkdómalæknir, sem fjarlægði eggjastokk úr skjólstæðingi án leyfis, hafi ekki gerst brotlegur um stórkostlegt gáleysi. Vegna þessa er Sjúkratryggingum Íslands ekki skylt að greiða sjúklingnum tvær milljónir í miskabætur.

Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu.

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum
Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára.

Kona lést í umferðarslysi í Reykjavík í morgun
Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðavogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu.

Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega
Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag.

Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið
Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu.

Fordæma illa meðferð á blóðmerum
Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi.

Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar.

Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar
Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest.

Hefur sigið um 34 sentimetra
Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum segjum við frá niðurstöðu kjörbréfanefndar en þrjár tillögur verða lagðar fyrir Alþingi síðar í dag.

Andlát vegna Covid-19
Karlmaður á áttræðisaldri, sem greinst hafði með Covid-19, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrr í vikunni.

Ofsaveður í kortunum og viðvörunin orðin appelsínugul
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 45 metra á sekúndu og engu ferðaveðri.

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni
Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu.

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag
Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

135 greindust innanlands
135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Leggja til að fallið verði frá tillögu sem heimilar háhýsin á Oddeyrinni
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar, sem verið hefur í brennidepli undanfarin ár vegna hugmynda um byggingu háhýsa á Gránufélagsreitnum svokallaða.