Fleiri fréttir

Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin

Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar.

Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra ákvað að grípa til í dag vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Sóttvarnalæknir óttast að neyðarástand skapist á sjúkrahúsum landsins og segir núverandi bylgju faraldursins þá stærstu frá upphafi.

Land­spítalinn á hættu­stig

Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi.

Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey

Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. 

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Svona var 190. upplýsingafundurinn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi.

Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum.

Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í bar­áttunni við far­aldurinn

Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna.

For­eldrar orðnir lang­þreyttir á á­standinu og vilja sjá al­vöru að­gerðir

Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda.

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hertar sóttvarnaaðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið.

Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda

Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu.

Sextán ára og eldri fái örvunarskammt

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19.

Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn

Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr.

MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg.

Stunginn í kjölfar slagsmála

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í miðborginni í gærkvöldi eða nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru allir farnir en nokkru seinna var tilkynnt um einstakling sem hafði verið stunginn.

Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar.

Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök

Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent.

Neyðarkallinn orðinn að safngrip

Forseti Íslands var hífður af þilfari björgunarskips upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag þegar björgunarsveitir hófu formlega sölu neyðarkalls sveitanna með sérstakri sjóbjörgunaræfingu.

Færri at­vinnu­lausir og styttri vinnu­tími en í fyrra

Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 

Sjá næstu 50 fréttir