Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsvoða í nótt sem varð konu á sjötugsaldri að bana í Hafnarfirði.

41 greindist með kórónuveiruna í gær
41 greindist með Covid-19 innanlands í gær. Fjórir liggja inni, þar af einn á gjörgæslu.

Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum
Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi.

Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti
Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart.

Hlé á stjórnarmyndunarviðræðum í dag
Formenn ríkisstjórnarflokkanna taka sér hlé frá stjórnarmyndunarviðræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fréttastofu.

Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu
Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans.

Bjart yfir fram eftir degi
Veðurstofa íslands spáir vestlægri átt í dag, 5 til 13 m/s og léttir til. Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu síðdegis 13 til 20 m/s í kvöld og dálítilli vætu vestanlands í nótt. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig.

Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett
Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum.

Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin
Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina.

Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt
Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt.

Þurfa ekki að fella aspir eftir nágrannadeilur í Grafarvogi
Húseigendur í Grafarvogi þurfa ekki að fella fjórar aspir á lóð sinni að ósk nágranna. Nágranninn vildi aspirnar burt eða í versta falli styttar.

Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi
Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum.

Landspítalinn bíður einnig eftir svörum
Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin.

Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum
Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða.

Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“
Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Almenn lífsgæði landsmanna vega þyngra en áður við ákvörðun næstu samkomutakmarkana vegna bólusetninga að mati heilbrigðis- og forsætisráðherra. Unnið er að næstu skrefum í átt að afléttingu sóttvarnaaðgerða en sóttvarnalæknir vill fara varlega.

Stal veiðigræjum að andvirði þriggja milljóna
Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir.

Hótað vegna kynhneigðar sinnar: „Þeir sögðu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir“
Hinseginfólk og fatlað fólk hefur undanfarna daga fengið símtöl og skilaboð á samfélagsmiðlum frá óprúttnum aðilum sem hafa hótað þeim barsmíðum og lífláti. Upptökur af slíkum símtölum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en málið hefur verið kært til lögreglu.

Markús heiðursdoktor við Háskóla Íslands
Markús Sigurbjörnsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands þann 6. október. Greint er frá tíðindunum á vef Hæstaréttar.

Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot
Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum
Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík.

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín
Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi
Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni.

50 greindust með Covid-19 innanlands
50 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 448 eru í einangrun og 1.632 í sóttkví.

Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt
Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum.

Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi
Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag.

Forsetafrúin spyr: #erukonurtil?
Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum höldum við áfram að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum.

Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi
Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt.

Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Covid-tölurnar framvegis birtar klukkan 13
Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11.

Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi
Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar.

Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn
Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm
Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins.

Brotthvarf Birgis gæti kostað Miðflokkinn um fimm milljónir
Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins myndi kosta flokkinn um fimm milljónir króna á kjörtímabilinu, ef miðað er við greiðslu sem hver þingflokkur fékk úr ríkissjóði fyrir hvern þingmann á síðasta kjörtímabili.

Slökkvilið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum
Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla.

Dómsmálaráðuneytið telur mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun áfengislaga
Smásala áfengis er einungis heimil Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Félags atvinnurekenda um lögmæti netsölu á áfengi.

Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019.

Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni.

Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum
Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands.

Tveir öflugir skjálftar á Reykjaneshryggnum
Tveir nokkuð öflugir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á Reykjaneshryggnum undan Reykjanesskaga í gærkvöldi.

Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna
Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra.

Gátu rakið staðsetningu símans og fundu í öðrum skáp
Um klukkan 22.30 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað úr skáp í búningsaðstöðu í Smárahverfinu í Kópavoginum.

Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum
Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir.

Vinningurinn trompaðist og varð 25 milljónir
Þátttakandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann í kvöld 25 milljónir króna. Hann hlaut hæsta vinning, sem er fimm milljónir króna.