Fleiri fréttir

31 greindist smitaður í gær

Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020

Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. 

Salernum stolið í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti

Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum.

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey

Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn

Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

90 ára og stendur á haus alla daga

Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna.

Loka leik­skólanum Efsta­hjalla í Kópa­vogi vegna myglu

Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi verður lokaður frá og með morgundeginum vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum. Bæjaryfirvöld segja að starfsemi skólans falli niður í tvo daga meðan unnið er að endurskipulagningu.

Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja

Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku.

Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir

Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar.

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að fimm Íslendingar voru handteknir í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð vegna líkamsárásar. Tveir hafa verið í haldi í tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.

Vill að blaðamennirnir láti allt flakka

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim.

Birgir Ármannsson verður formaður kjörbréfanefndar

Birgir Ármannsson var kjörinn formaður kjörbréfanefndar á fyrsta fundi undirbúningsnefndarinnar í dag. Hann hefur gegnt því hlutverki áður og hefur jafnframt langmesta reynslu allra af störfum í nefndinni.

Fylgist vel með hömlulausri Danmörku

Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt.

Fleiri skriður féllu í nótt

Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu.

Vilja að ný ríkis­stjórn lýsi yfir neyðar­á­standi í lofts­lags­málum

Land­vernd, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands og Ungir um­hverfis­sinnar krefjast þess að lofts­lags­mál verði í kjarna nýs ríkis­stjórnar­sam­starfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðast­liðin fjögur ár hafi lofts­lags­stefna stjórn­valda verið „ó­full­nægjandi og ein­kennst af hálf­káki.“

Rýmingu ekki aflétt

Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu.

Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum

Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um náttúruhamfarirnar fyrir norðan en í nótt féllu fleiri skriður á svæðinu. Enn er úrkoma í kortunum.

„Það er ekkert landris“

Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3.

Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar.

25 greindust með veiruna í gær

Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 

Forseti Íslands í smitgát

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 

Skjálfti 3,3 að stærð

Skjálfti 3,3 stærð var við Keili klukkan 7:17 í morgun og fannst hann víða í byggð.

Sjá næstu 50 fréttir