Fleiri fréttir

Föt karlmanns fundust við Elliðaá

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána.

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum

Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö höldum við áfram að segja frá jarðskjálftahrinunni sem hefur nú staðið yfri síðan á mánudag.

Kjörbréfanefnd fullskipuð

Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni.

Stærsti skjálfti þessarar hrinu

Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi.

61 greindist smitaður í gær

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.

Gosið legið niðri í tvær vikur

Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir.

Vanda orðin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag.

Sjaldgæfur gestur í Vatnsmýrinni

Bognefur sást í Vatnsmýrinni í gær en sá fugl er mjög sjaldgæfur gestur hér á landi. Fuglinn er af storkættum og er skreyttur litríkum fjöðrum.

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði

Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Vara við hvössum vindstrengjum

Veðurstofan varar við hvössum vindstrengjum sem gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur

Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi.

Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt

Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast.

For­menn stjórnar­flokka undir feld um helgina

Það liggur fyrir fljótlega upp úr helgi hvort stjórnarflokkarnir hefji formlegar viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formenn flokkanna segja vel hafa gengið í þreifingum þeirra undanfarna daga.

Aron Einar settur út í kuldann áður en kæra lá fyrir

Ákvörðun um að Aron Einar Gunnarsson yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 22 var tekin áður en kæra á hendur honum lá fyrir. Þetta staðfestir Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, í samtali við fréttastofu. Hann segir sambandið fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir