Fleiri fréttir

Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu

Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu.

Kæran komin í hendur forseta Alþingis

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, segist trúa því og treysta að þingmenn skoði kosningakæru sem hann afhenti forseta Alþingis í dag af fullri sanngirni og alvöru.

Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi

Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi.

Tveir knatt­spyrnu­menn sakaðir um kynferðisbrot

Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 

Telur að fjöldi muni  leita réttar síns sama hvað verður ákveðið

Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 

Bein útsending: Hádegisféttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál sem varðar tvo knattspyrnumenn sem sæta nú lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn ungri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu

Snarpur skjálfti fannst víða á suðvesturhorninu klukkan 11:28. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og á Akranesi. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi verið 3,8 að stærð. 

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.

Katrín heimsótti forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

39 greindust með kórónu­veiruna í gær

39 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent.

Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi

Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma.

Leggja til mikla loðnuveiði

Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin.

Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til

Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma.

Björguðu trippi úr mýrar­flagi

Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Stærsta gjöf sem Reykja­víkur­borg hefur þegið

Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.

„Ég held að há­karl hafi bitið hann“

Ekki hefur fengist úr því skorið hvað það var sem grandaði hrefnunni sem rak á land á Álftanesi í gær. Leikskólakrakkar sem virtu hvalinn fyrir sér í morgun vörpuðu þó fram ýmsum tilgátum í þeim efnum.

Hafnar full­yrðingum Arons Einars og kannast ekkert við af­skipti

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér.

Virknin liggur of djúpt til að mæla kviku­hreyfingar

Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Tveir flokkar fá ekki sæti í kjör­bréfa­nefnd

Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjör­bréfa­nefnd Al­þingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endur­talninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Á­kall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum.

Borgar­ráð sam­þykkir stofnun Jafn­­launa­­stofu

Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.

Dönskukennari og poppari blandar sér í baráttuna um formann kennara

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Á­kærðir fyrir að hafa beitt IKEA-borð­hníf og glasi gegn hvor öðrum

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa veist hvor að öðrum að næturlagi í október í fyrra. Annar maðurinn beitti hinn glerglasi á meðan hinn mundaði borðhníf frá IKEA í slagsmálunum. Báðir eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn hvor öðrum.

Jarð­skjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuð­borginni

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir